Fréttablaðið - 25.09.2009, Page 45
• 7
The Resistance er góð plata.
Hún er í raun alveg eins góð
og búist var við. The Resist-
ance bætir engu við glæsi-
legan feril Muse, en tekur ekki
heldur neitt í burtu. Ef hún
færi inn í úrvalsvísitölu Muse,
þar sem Origin of Symmetry
væri hápunkturinn, yrði línan
bein frá síðustu plötu, Black
Holes and Revelations.
Muse er búin að finna upp-
skrift sem virkar. Strákarnir
vita samt að til þess að halda
aðdáendum sínum spenntum
þurfa þeir að bæta við krydd-
um sem gefa tónlistinni fram-
andi bragð. Queen-kryddið
í United States of Eurasia
kemur á óvart – rétt eins og
System of a Down-kryddið í
Unnatural Selection. Metal-
kryddið í enda þess síðar-
nefnda gefur einnig skemmti-
lega öðruvísi bragð.
Annars er The Resistance
full af augnablikum þar sem
gæsahúðin þakti stæltan
líkama gagnrýnanda; lagið MK
Ultra hafði þau áhrif, eins og
sinfóníurnar í enda plötunnar.
Já, tölum aðeins um þær.
Aðeins Muse kæmist upp með
að stilla upp þriggja hluta
sinfóníu í enda popp/rokk-
plötu. Enginn kemst upp með
að ýkja hlutina eins og Muse
og þar liggur sérstaða þeirra.
Sérstaða sem þeir hvorki vilja
né þurfa að slíta sig frá. Muse
er löngu orðin stofnun í tón-
listarbransanum. Hljómsveit-
in stendur fyrir það sem er
„einum of“ í tónlist – og kemst
upp með það.
Atli Fannar Bjarkason
POPPRÝNI: MUSE – THE RESISTANCE
EINUM OF ...
MUSE
THE RESISTANCE
DÁNLÓDAÐU: Unnatural
Selection, MK Ultra
Ð LÁTA REKA
ALVEIÐISKIPI
fyrir mig“ – glatað!“
Hvar eru allar stelpurnar?
Arnar: „Þær eru þarna. Ég held
bara að þær séu allar á föstu. Með
þessum gaurum sem koma og
tala við okkur. Eða kannski eru
þetta bara frænkur þeirra.“
Bjarni: „Cliff Clavin: Ömurleg
hljómsveit! Reknir upp úr skipum
og engar stelpur vilja tala við þá.
Ha ha, við ættum bara að hætta
þessu strákar.“
CLIFF CLAVIN
UM MEIKIÐ
Strákarnir segja mér frá
mönnum eins og Kanan-
um Warren Riker (hefur
unnið með Michael Jack-
son og Fugees og fengið
Grammy-verðlaun) og
Bretanum Martin Rushent
(sem hefur unnið með
Human Leagues, Strang-
lers og Buzzcocks). Þessar
kempur sitja nú yfir tónlist
Cliff Clavin og pæla í því
hvernig megi gera upp-
tökurnar enn betri. Búið er
að taka fyrstu stóru plöt-
una upp. Það var að mestu
gert í janúar og strákarnir
vona að hún komi út
snemma á næsta ári.
Arnar: „Við erum í stífu
prógrammi með umboðs-
mönnum.“
Bjarni: „Þetta hefur allt
verið að gerast síðan við
unnum Global Battle of
the Bands í góðærinu
2007. Eftir sigurinn hér
heima fórum við út og
spiluðum í London. Þar
kynntumst við Crispin
Vaughn Thomas. Hann
er sonur Kens Thomas,
upptökumanns sem hefur
unnið mikið með íslensk-
um hljómsveitum. Hann
hefur komið hingað og
unnið í plötunni og svo
hafa aðrir aðilar bæst við.“
Arnar: „Við höfum nú bara
sjálfir fjármagnað þetta
allt saman hingað til.
Við sóttum um styrk hjá
Garðabæ en fengum ekki
neitt.“
Hverfi sgötu 82, s. 551 1195
Theo monk – piano.
Johnny Griffi n - tenor sax
- Ahmed Abdul Malik
- bass-Roy Haynes - drums
Útgáfuár 1958.
Sonny Rollins
- tenor sax. Tommy
Flanegan – piano. Doug
Watkins – bass . Max
Roach - drums. Útgáfuár
1956.
Opið til kl. 21
á kvöldin
mán-föst
Cannonball Adderley
- alto sax. Nat Adderley
– cornet. Bobby
Timmons – piano. Sam
Jones - bass- Louis
Hayes – drums.
Útgáfuár 1959
Wes Montgomery
–guitar. Tommy Flanegan
– piano. Percy Heath
– bass. Albert Heath
- drums. Útgáfuár 1960.
John Coltrane
- tenor sax. Donald Byrd
– trumpet. Red Garland
– piano. Earl May/Paul
Chambers – bass. Louis
Hayes/Art Taylor/Albert
Heath - drums
Útgáfuár 1957/58
Lucky records er ný
plötubúð í bænum
sem er með mikið
úrval af vínil, cd’s og
tónlista dvd’s og hér
eru 5 klassiskir cd’s sem
Lucky mælir með og eru
fáanlegir á góðu verði.
Kaupum einnig vínil,
DVD og Cd.