Fréttablaðið - 25.09.2009, Side 47

Fréttablaðið - 25.09.2009, Side 47
 • 13 Sú var tíðin að Need for Speed leikirnir þóttu aðal í bílaleikjageiranum, en svo er ekki lengur. Hver hörmungar- leikurinn á eftir öðrum hefur dregið orðspor seríunnar niður í svaðið. En nú hefur Need for Speed Shift blásið nýju lífi í þessa gömlu druslu og það var löngu orðið tíma- bært. Sagt hefur verið skil við hina þreyttu götukappakst- urs formúlu og þess í stað hefur verið snúið til einfaldari keppna, á afmörkuðum keppn- isbrautum. Spilun leiksins snýst nú ekki um neonljós undir bílnum og skyggðar rúður heldur skiptir góða akst- urslínu. Segja má að Shift sé líkari leikjum á borð við Gran Turismo og Forza Motorsport heldur en fyrri leikjum seríunn- ar. Það sem Shift gerir vel er að gera keppnina innan Need for Speed spennandi á ný. Manni líður eins og maður sé bakvið stýrið á 500 hestafla tryllitæki og þegar öskrandi vélardrunur bætast við skap- ast stemming sem er verðug þess orðspors sem hinir gömlu Need for Speed sköpuðu. Viggó Ingimar Jónsson „Þega ég var í tíunda bekk í grunn- skóla var boðið upp á gull- og silfursmíði sem valfag, ég ákvað að prófa og heillaðist strax af fag- inu. Á þessum tíma var ég líka að æfa íshokki og langaði mikið til að verða atvinnumaður í þeirri íþrótt. Eftir að hafa leikið með liði í Finnlandi í eitt tímabil bauðst mér samningur hjá gullsmið í Dan- mörku fyrir nokkrum árum og ég ákvað að taka honum,“ segi Jónas Breki Magnússon, gullsmiður í Danmörku. Jónas Breki hannar skartgripi undir nafninu Breki Design og hefur vakið nokkra athygli fyrir hönnun sína sem einkennist af hauskúpum og er að auki undir rokkáhrifum. Hann hefur verið í læri hjá danska gullsmiðnum Ole Lynggaard síðastliðin ár og mun ljúka sveinsprófi nú í desember. Jónas hefur einbeitt sér að því að hanna skart handa karlmönnum og líkt og áður hefur komið fram eru hauskúpur áberandi í hönnun hans. „Það var ekki hugsunin að fara að hanna sérstaklega fyrir stráka en það varð bara þannig. Sumum gullsmiðum finnst erfitt að hanna skart fyrir stráka en það virðist liggja nokkuð auðveldlega fyrir mér. Ástæðan fyrir því að ég nota hauskúpur svona mikið í hönnun minni er sú að mér finnst formið flott og það er gaman að vinna með það,“ segir Jónas Breki. Aðspurður segist Jónas ekki vita hvað taki við að náminu loknu, hann langi þó í frekara nám í skartgripahönnun. „Ég hef verið að skoða skóla í Bandaríkjunum og eins hef ég verið að reyna að koma hönnun minni í verslanir hér í Danmörku. Þess utan er framtíðin nokkuð óráðin enn sem komið er,“ segir Jónas Breki að lokum. Þeir sem hafa áhuga á að skoða hönnun Jónasar Breka geta leitað undir heitinu Breki Design á Fésbókinni. - sm FRÁ ÍSHOKKÍI YFIR Í GULLSMÍÐI SKART FYRIR STRÁKA Jónas Breki hannar mikið af skarti handa strákum. Hauskúpurnar eru nokkuð ráðandi í hönnun hans. BREKI DESIGN Jónas Breki lýkur sveinsprófi í vetur. Hann hannar undir nafninu Breki Design. TÍSKA: HAUSKÚPU Á PUTTANN NÝJU LÍFI BLÁSIÐ Í GAMLA DRUSLU NFS: SHIFT GRAFÍK HLJÓÐ SPILUN NIÐURSTAÐA 5/5 4/5 4/5 4/5 ENDING 4/5

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.