Fréttablaðið - 25.09.2009, Síða 62

Fréttablaðið - 25.09.2009, Síða 62
30 25. september 2009 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Ath. Iceland Airwaves hefur nú bætt við Listasafni Reykjavíkur sem einum af fjölmörgum tónleikastöðum og er þar með að bregðast við aukinni eftirspurn eftir miðum á hátíðina í ár. Upphaflega stóð til að hafa Listasafnið ekki með á hátíðinni vegna ótta við fjárhagsástandið hérlend- is þar sem kostnaðurinn við uppsetningu í húsinu er mjög mikill. En í ljósi frábærrar miðasölu hefur þeirri ákvörðun verið breytt og 600 miðum bætt við. Þetta þýðir að einhverjar tilfæringar verða gerðar á dagskránni. Þær verða kynntar nánar á næstu dögum. Miðasala á viðbótarmiðum hófst í gær www.icelandairwaves.is og Smekkleysubúðinni, Laugavegi 35. > Ekki missa af sýningum á Djúpinu, einleik Ingvars E. Sigurðssonar eftir Jón Atla Jónasson, en hann verður fluttur í tvígang í kvöld í Samkomuhúsinu á Akureyri. Matthías Jochumsson á fjölmarga sálma í sálmabók okkar íslendinga. Þeir eru öllum kunnuglegir enda má heita að hann hafi ort sálm fyrir hvern af helstu merkis- dögum mannsævinnar, hvort sem um er að ræða skírnir, giftingar eða jarðarfarir. Matthías var eitt afkasta- mesta sálmaskáld sinnar tíðar og margir sálma hans hafa reynst lífseigir. Sálmar Matthíasar boða einnig bjartsýni, trú og von til þjóðar sinnar sem á hans tíma var að rísa upp á ný eftir mjög erfiða tíma. Matthíasar Jochumsson- ar verður minnst sem sálmaskálds á þremur tónleikum sem ráðgerðir eru. Fyrstu tveir tónleikarnir verða haldnir sunnudaginn 27. september í Eyrarbakkakirkju kl.16 og síðan sama dag í Stóra-Núpskirkju kl. 20.30. Þriðju lokatónleik- arnir verða haldnir í Kristkirkju, Landakoti, þriðjudaginn 29. september klukkan 20. Alls munu tólf fegurstu sálm- ar Matthíasar Jochumssonar verða fluttir á tónleikunum í bæði hefðbundnum og nýjum útsetningum eftir þá Smára Ólason og Hilmar Örn Agnars- son. Á milli sálma Matthíasar verða flutt trúarleg verk eftir W.A. Mozart, G.F. Händel og J.S. Bach. Flytjendur á tónleikunum eru Gerður Bolladóttir sópran, Victoría Tarevskaia selló og Hilmar Örn Agnarsson orgel. Tónleikar helgaðir trúarljóðum Matthíasar TÓNLIST Þrennir tónleikar eru fram undan á þekktum sálmum sem eru lagsettir við trúarljóð Mattíasar Jochumssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/LJÓSMYNDASAFN ÍSLANDS ÞJÓÐMINJASAFNI Rétt eftir miðjan mánuðinn birti Variety dóm um heimildarmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Sólskinsdrenginn, eftir John Anderson. Þar er farið lofsamleg- um orðum um mynd Friðriks. Hann lýsir myndinni sem inngangsverki um einhverfu, en það er hin enska útgáfa verksins sem hann fjallar um. Anderson segir Sólskinsdreng- inn „einstaklega fallega heimildar- mynd og Friðrik rammi atburðarás- ina eins og um rómantíska leikna mynd væri að ræða og þrátt fyrir flóð upplýsinga og á tíðum þurr- ar staðreyndir haldi fegurð mynd- arinnar athygli áhorfenda“. Hann hrósar sérstaklega framlagi töku- mannsins en Jón Karl Helgason, sem hefur verið viðloðandi flestar heimildarmyndir Friðriks, er nú ábyrgur fyrir tökunni. Hann ræðir síðan efnisþætti myndarinnar og tildrög hennar, gerir almennum lesendum Variety nokkra grein fyrir stöðu einhverfra og tíðni þessa sérkennilega fyrir- bæris. Er umfjöllun hans í heild sinni afar jákvæð en dómurinn birtist í kjölfar sýninga á myndinni á kvikmyndahátíðinni í Toronto. Fyrirhugað er að sýna enska gerð myndarinnar eftir helgi í Háskóla- bíói og tengist það líkega þeim mörgu norrænu gestum og öðrum sem komnir eru víða að á Nordisk Panorama sem hér verður haldin í næstu viku. -pbb Friðriki hrósað í Variety KVIKMYNDIR Friðrik fær hrós fyrir heim- ildarmynd í Variety. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tuttugasta hátíð norrænna heimildar- og stuttmynda er hafin í Reykjavík, Nordisk Panorama, eins og hún er kölluð, en setning hátíðar- innar rennur í kvöld saman við lokahóf RIFF, Alþjóð- legu kvikmyndahátíðarinn- ar í Reykjavík. Veisluhöld íslenskra kvikmyndaáhuga- manna halda því áfram en RIFF lýkur ekki sýningum fyrr en á sunnudagskvöld; Nordisk Panorama varir frá föstudegi til miðvikudags í næstu viku. Nordisk panorama-hátíðin var síð- ast haldin í Reykjavík fyrir fimm árum og setti þá met í aðsókn.. Hátíðin fer milli fimm borga: Bergen, Oulu, Málmey og Árósar taka á móti henni milli þess sem hún kemur til Reykjavíkur. Sam- tök kvikmyndagerðarmanna standa fyrir hátíðinni gegnum samnorræn samtök sín; Filmkontakt Nord, en þaðan er aðstoðað við dreifingu norrænna heimildar- og stuttmynda um heim allan. Þar er stór banki með verkum norrænna kvikmynda- gerðarmanna. Bankinn sá er opinn „online“-dreifingaraðilum um heim allan. Hefur hann nú verið rekinn í stafrænu formi í rúmt ár. Í tengslum við hátíðina er hald- inn markaður þar sem kaupendur og söluaðilar koma saman og ráða ráðum sínum. Á hans vegum er fjárfestingarmessa þar sem val- inn hópur framleiðenda kynnir ný og væntanleg verkefni fyrir ráð- andi aðilum í kaupum og styrkveit- ingum, bæði frá Norðurlöndum og víðar að. Nordisk Panorama á í harðri samkeppni við nálægar hátíð- ir. Það er jú keppikefli hátíða að frumsýna myndir og umhverfis okkur er ekki bara RIFF, heldur líka ein virtasta hátíð á Vesturlönd- um í Toronto og kvikmyndahátíðin í Kaupmannahöfn er mikilsverð til- raun borgar yfirvalda þar, með til- styrk stjórnvalda til að gera borg- ina og hátíðina þar að stærstu hátíð síðari hluta árs á þessum slóðum. Þá eru ónefndar hátíðirnar í Edin- borg, Sheffield, Gautaborg og víðar sem keppa um athygli kaupenda og söluaðila. Á almannavitorði er að Nordisk Panorama í Reykjavík hefur haft sérstakt aðdráttarafl, sem nær bæði austur og vestur um haf. Ræður þar bæði lega landsins, orðspor þess í ferðamannaþjónustu og landkostum. Á hátíðinni er mikill fjöldi nýrra og nýlegra heimildar- og stuttmynda á dagskrá. Líkt og RIFF er Nord- isk Panorama flokkaskipt hátíð: keppt er um nokkra verðlauna- gripi í ýmsum deildum. Kallaðir eru til virtir og reyndir fagaðilar frá löndum austanhafs og vestan. Fyrir bragðið er talverður hópur á hátíðinni sem kemur nokkrum sinn- um saman á ári og deilir þá reynslu og þekkingu af stöðunni í heimi stuttmynda og heimildarmynda. Regnboginn verður aðalvettvangur hátíðarinnar en bar hátíðarinnar verður á Íslenska barnum í Póst- hússtræti og markaðurinn verður á Hótel Borg. Aðaldeild á hátíðinni eru heim- ildarmyndir sem verða nú 21; þar keppir Draumalandið við aðrar norrænar myndir. Á stuttmynda- parti hennar eru fjörutíu myndir til sýnis, þeirra á meðal stuttmyndin Anna sem Rúnar Rúnarsson gerði í Kaupmannahöfn og Sykurmoli, mynd Söru Gunnarsdóttur; þriðja myndin er mynd Ragnars Agnars- sonar, Epic Fail, og mynd Unu Lor- entsen, Álagablettir. Í flokki ungra höfunda eru ellefu myndir. Þá er boðið upp á ellefu sérstök dagskráratriði. Nordisk Panorama heldur enn stöðu sinni sem veigamesta heim- ildar- og stuttmyndahátíð Norður- landa þótt ýmis merki séu um að einn stór styrktaraðili hennar, Norræni sjónvarps- og kvikmynda- sjóðurinn, hafi í styrkveitingum sínum lagt hana til jafns við hátíð- ina í Kaupmannahöfn, sem mörg- um þykir gagnrýnivert og fæst ekki skýrt nema með þjóðerni for- stöðukonu sjóðsins. Dagskrá hátíðarinnar er aðgengileg í nær sextíu síðna bæklingi og á vef hennar: www. nordiskpanorama.com. pbb@frettabladid.is Nordisk Panorama sett KVIKMYNDIR Úr myndinni Hlið við hlið eftir Christian Sønderby Jepsen sem sýnd er á hátíðinni. MYND NORDISK PANORAMA Stjórn IBBY á Íslandi hefur ákveðið að heiðra þrjá listamenn með því að tilnefna verk þeirra á Heiðurslista IBBY-samtakanna 2010. Í flokki myndlistar: Björk Bjarkadóttir fyrir Allra fyrsti Atlasinn minn. Í flokki frum- saminna bóka: Kristín Helga Gunnarsdóttir fyrir Draugaslóð. Í flokki þýðinga: Rúnar Helgi Vignisson fyrir Göngin. Verkin sem tilnefnd eru verða kynnt á heimsþingi IBBY sem haldið verður í Santiago De Compostela á Spáni 8.-12. septem- ber 2010. Allar bækur sem til- nefndar eru á Heiðurslista IBBY eru hafðar til sýnis á heimsþing- inu auk þess sem þær fara á far- andsýningu um víða veröld að þinginu loknu. Þema IBBY-þings- ins 2010 er „Strength of Minor- ities“ og er það opið öllu áhuga- fólki um barnabókmenntir. Heiðurs- listafólk

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.