Fréttablaðið - 25.09.2009, Side 66

Fréttablaðið - 25.09.2009, Side 66
ÞAÐ ER SMART AÐ SPARA Sparitilboð N1 hjálpar þér að spara tugi þúsunda á ári. Reiknaðu dæmið fyrir þig og þinn bíl á n1.is. Skráðu þig núna á n1.is eða í síma 440 1100. „Tíminn hjálpar mikið. Mér fannst frægðin vera kvöð fyrst um sinn. Svo lærir maður að tak- ast á við hana.“ MEL GIBSON spjallar um frægðina. „Við erum að ræða málin. Ég skal vera hreinskilin; við erum að skoða mögu- leikana. En þegar maður er að þróa hugmynd vill maður ekki deila henni með heimin- um.“ GERI HALLIWELL um mögulega endur- komu hljómsveitarinn- ar Spice Girls. „Mín réttlæting er sú að flest fólk á mínum aldri eyðir allt of miklum tíma í að hugsa um framtíðina. Tímanum sem það eyðir í að hugsa um lífið eyði ég í drykkju.“ AMY WINEHOUSE söngkona ræðir um ofdrykkju sína. folk@frettabladid.is F í t o n / S Í A Stórleikarinn Dennis Quaid er ekki búinn að gleyma Íslandsheimsókn sinni fyrir 25 árum. Hann langar til að sjá tökurnar úr Enemy Mine sem aldrei voru not- aðar. Töluverð eftirvænting ríkti á Íslandi sumarið 1984 þegar útsendarar kvikmyndafyrirtækis- ins Twentieth Century Fox mætti til Vestmannaeyja og ætluðu að taka upp geimverumyndina Enemy Mine. Tökurnur frægu hafa aldrei litið dagsins ljós en bandaríski stór- leikarinn Dennis Quaid, sem lék í myndinni á sínum tíma, er þó sann- færður um að þær liggi einhvers staðar í reiðileysi. „Það hefur eng- inn séð þessar tökur en ég væri alveg til í að sjá þær. Þetta var allt annað en það sem Wolfang Peter- sen gerði síðan seinna meir,“ sagði Quaid í samtali við kvikmynda- vefinn i09.com nýverið. Upphaflega var gert ráð fyrir að kvikmyndin yrði að mestu leyti gerð í Vestmannaeyjum. Leik- stjóri myndarinnar var Richard Loncraine og myndin var hugsuð sem andsvar við Star Wars-æðinu. Quaid rifjaði þessa eftirminni- legu Íslandsheimsókn upp í við- tali við Morgunblaðið fyrir fjór- um árum. Íslenskir fjölmiðlar fylgdust grannt með gangi mála á sínum tíma en fyrst var greint frá komu kvikmyndagerðarmannanna í DV 15. mars 1984. Þar kom fram að þeir vildu taka uppi í Prestvík og í kjölfarið var skrifað undir samstarfssamning við fulltrúa Vestmannaeyjabæjar. Töluverð eftirvænting og spenna ríkti í þjóð- félaginu fyrir komu Hollywood- stjarnanna og stóra stundin rann loks upp þegar leikstjórinn Lonc- raine, Quaid og Louis Gossett Jr., sem þá var nýkrýndur Óskarsverð- launahafi fyrir kvikmyndina An Officer and a Gentleman, mættu til landsins. Tökur fóru á fullt og allt leit út fyrir að Vestmannaeyjar væru á leiðinni til Hollywood. En svo kom sprengjan. Loncraine var rekinn án nokkurs fyrirvara. Á forsíðu DV mánudaginn 7. maí birtist fyrirsögnin „Leikstjóran- um óvænt sparkað“ en þar var haft eftir einum starfsmanni myndarinnar að framleiðendurn- ir hefðu viljað fá meiri Star Wars- brag á myndina. Leikstjórinn stóð fastur á sínu og vildi halda í hin íslensku sérkenni. Loncraine hélt tilfinningaþrungið kveðjuhóf á Hvolsvelli með tárin í augunum ef marka má frásögn DV og hélt nán- ast samdægurs til London. Þýska leikstjóranum Wolfgang Petersen var falið það verkefni að taka upp þráðinn að nýju en honum leist ekkert á Ísland og flutti tökuliðið til Þýskalands þar sem myndin var loks gerð. Framvinda málsins virtist hafa verið snögg því Loncraine var í við- hafnarviðtali við Morgunblaðið dag- inn áður, sunnudaginn 6. maí, þar sem hann lýsti því yfir hversu miklu máli myndin skipti hann. Íslenskir fjölmiðlar voru á einu máli um að þarna hefði farið forgörðum kær- komið tækifæri til að koma Íslandi á kortið sem eftirsóknarverðu ferða- mannalandi. Þeir tóku þó gleði sína á ný skömmu síðar þegar tökulið James Bond-myndarinnar A View to a Kill mætti í Jökulsárlón með Roger Moore fremstan í flokki. freyrgigja@frettabladid.is Dennis Quaid rifjar upp geimverutökur á Íslandi MIKIL UMFJÖLLUN Bæði Morgunblaðið og DV fjölluðu ítarlega um geimverumyndina Enemy Mine á sínum tíma. Snöggt skipast veður í lofti í Hollywood því Morgun- blaðið birti viðhafnarviðtal við leikstjórann Loncraine sunnudaginn 6. maí. Hann var rekinn daginn eftir sam- kvæmt frétt DV. Dennis Quaid er sannfærður um að Íslands tökurnar séu einhvers staðar til.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.