Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2009, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 25.09.2009, Qupperneq 66
ÞAÐ ER SMART AÐ SPARA Sparitilboð N1 hjálpar þér að spara tugi þúsunda á ári. Reiknaðu dæmið fyrir þig og þinn bíl á n1.is. Skráðu þig núna á n1.is eða í síma 440 1100. „Tíminn hjálpar mikið. Mér fannst frægðin vera kvöð fyrst um sinn. Svo lærir maður að tak- ast á við hana.“ MEL GIBSON spjallar um frægðina. „Við erum að ræða málin. Ég skal vera hreinskilin; við erum að skoða mögu- leikana. En þegar maður er að þróa hugmynd vill maður ekki deila henni með heimin- um.“ GERI HALLIWELL um mögulega endur- komu hljómsveitarinn- ar Spice Girls. „Mín réttlæting er sú að flest fólk á mínum aldri eyðir allt of miklum tíma í að hugsa um framtíðina. Tímanum sem það eyðir í að hugsa um lífið eyði ég í drykkju.“ AMY WINEHOUSE söngkona ræðir um ofdrykkju sína. folk@frettabladid.is F í t o n / S Í A Stórleikarinn Dennis Quaid er ekki búinn að gleyma Íslandsheimsókn sinni fyrir 25 árum. Hann langar til að sjá tökurnar úr Enemy Mine sem aldrei voru not- aðar. Töluverð eftirvænting ríkti á Íslandi sumarið 1984 þegar útsendarar kvikmyndafyrirtækis- ins Twentieth Century Fox mætti til Vestmannaeyja og ætluðu að taka upp geimverumyndina Enemy Mine. Tökurnur frægu hafa aldrei litið dagsins ljós en bandaríski stór- leikarinn Dennis Quaid, sem lék í myndinni á sínum tíma, er þó sann- færður um að þær liggi einhvers staðar í reiðileysi. „Það hefur eng- inn séð þessar tökur en ég væri alveg til í að sjá þær. Þetta var allt annað en það sem Wolfang Peter- sen gerði síðan seinna meir,“ sagði Quaid í samtali við kvikmynda- vefinn i09.com nýverið. Upphaflega var gert ráð fyrir að kvikmyndin yrði að mestu leyti gerð í Vestmannaeyjum. Leik- stjóri myndarinnar var Richard Loncraine og myndin var hugsuð sem andsvar við Star Wars-æðinu. Quaid rifjaði þessa eftirminni- legu Íslandsheimsókn upp í við- tali við Morgunblaðið fyrir fjór- um árum. Íslenskir fjölmiðlar fylgdust grannt með gangi mála á sínum tíma en fyrst var greint frá komu kvikmyndagerðarmannanna í DV 15. mars 1984. Þar kom fram að þeir vildu taka uppi í Prestvík og í kjölfarið var skrifað undir samstarfssamning við fulltrúa Vestmannaeyjabæjar. Töluverð eftirvænting og spenna ríkti í þjóð- félaginu fyrir komu Hollywood- stjarnanna og stóra stundin rann loks upp þegar leikstjórinn Lonc- raine, Quaid og Louis Gossett Jr., sem þá var nýkrýndur Óskarsverð- launahafi fyrir kvikmyndina An Officer and a Gentleman, mættu til landsins. Tökur fóru á fullt og allt leit út fyrir að Vestmannaeyjar væru á leiðinni til Hollywood. En svo kom sprengjan. Loncraine var rekinn án nokkurs fyrirvara. Á forsíðu DV mánudaginn 7. maí birtist fyrirsögnin „Leikstjóran- um óvænt sparkað“ en þar var haft eftir einum starfsmanni myndarinnar að framleiðendurn- ir hefðu viljað fá meiri Star Wars- brag á myndina. Leikstjórinn stóð fastur á sínu og vildi halda í hin íslensku sérkenni. Loncraine hélt tilfinningaþrungið kveðjuhóf á Hvolsvelli með tárin í augunum ef marka má frásögn DV og hélt nán- ast samdægurs til London. Þýska leikstjóranum Wolfgang Petersen var falið það verkefni að taka upp þráðinn að nýju en honum leist ekkert á Ísland og flutti tökuliðið til Þýskalands þar sem myndin var loks gerð. Framvinda málsins virtist hafa verið snögg því Loncraine var í við- hafnarviðtali við Morgunblaðið dag- inn áður, sunnudaginn 6. maí, þar sem hann lýsti því yfir hversu miklu máli myndin skipti hann. Íslenskir fjölmiðlar voru á einu máli um að þarna hefði farið forgörðum kær- komið tækifæri til að koma Íslandi á kortið sem eftirsóknarverðu ferða- mannalandi. Þeir tóku þó gleði sína á ný skömmu síðar þegar tökulið James Bond-myndarinnar A View to a Kill mætti í Jökulsárlón með Roger Moore fremstan í flokki. freyrgigja@frettabladid.is Dennis Quaid rifjar upp geimverutökur á Íslandi MIKIL UMFJÖLLUN Bæði Morgunblaðið og DV fjölluðu ítarlega um geimverumyndina Enemy Mine á sínum tíma. Snöggt skipast veður í lofti í Hollywood því Morgun- blaðið birti viðhafnarviðtal við leikstjórann Loncraine sunnudaginn 6. maí. Hann var rekinn daginn eftir sam- kvæmt frétt DV. Dennis Quaid er sannfærður um að Íslands tökurnar séu einhvers staðar til.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.