Fréttablaðið - 25.09.2009, Side 68

Fréttablaðið - 25.09.2009, Side 68
36 25. september 2009 FÖSTUDAGUR Amie Buck, hin tuttugu og tveggja ára Newcastle-mær, sem fékk annað tækifæri til að heilla dóm- arana í breska X Factor, er ekki einkaþjálfari eins og hún sagð- ist vera heldur starfar hún sem nektar dansmær. Það var breska göturitið The Sun sem komst á snoðir um hið raunverulega starf fröken Buck. „Sumar stúlkurnar geta þénað allt að þúsund pund á viku. Amie vinn- ur oftast um helgar og er ein vin- sælasta stúlkan á staðnum. Hún er mjög fær í því sem hún gerir og hún er vinsæl vegna þess að hún er bæði falleg og íturvaxin,“ hafði blaðið eftir kunningja Buck. Amie Buck varð fræg á einni nóttu eftir að hún klúðraði lag- inu Falling eftir Aliciu Keys og brast í grát á sviðinu. Hún sagð- ist hafa ætlað að syngja lag með hljómsveitinni Girls Aloud, en einn dómaranna, Cheryl Cole, er með- limur í þeirri hljómsveit. Við þau orð ákváðu dómararnir að gefa stúlkunni annað tækifæri til að heilla þá og steig Cheryl Cole upp á svið með Buck, henni til halds og trausts. X Factor-stjarna reyndist strippari GÓÐHJÖRTUÐ Cheryl Cole, dómari í þáttunum X-Factor, steig á svið með Amie Buck og stappaði í hana stálinu. Mutya Buena, fyrrverandi meðlim- ur hljómsveitarinnar Sugababes, sagði í viðtali við The Sun að með brotthvarfi Keishu Buchanan væri hljómsveitin í raun dauð, en Buchanan var síðasti upprunalegi meðlimurinn í sveitinni. „Persónu- lega finnst mér Sugababes ekki vera Sugababes lengur. Það hefði verið öðruvísi ef Keisha hefði haldið áfram í hljómsveitinni og einhver annar hefði hætt, þá hefði þetta enn verið Sugababes,“ sagði Buena í viðtalinu, en hún sagði sjálf skilið við hljómsveitina árið 2005. „Fyrst enginn af upprunalegu meðlimunum er enn í sveitinni gætum við allt eins endurvakið hljómsveitina. Það væri frábær hugmynd að syngja aftur með Siobhan og Keishu.“ Endurvekja Sugababes SYKURSÆTAR Mutya Buena, sem er hér lengst til hægri, vill endurvekja uppruna- legu Sugababes-hljómsveitina. Chynna Phillips, hálfsystir Mackenzie Phillips, sem sagði í viðtali við Opruh Winfrey að hún hafi verið misnotuð af föður sínum, segist trúa systur sinni. Hún segist hafa vitað af misnotkuninni í mörg ár. „Hún hringdi í mig árið 2007 og sagði mér að hún og faðir okkar hefðu átt í ósæmilegu sambandi í tíu ár,“ sagði Chynna. Hún segir jafnframt að það hafi verið mikið áfall að heyra systur sína segja frá. „Ég trúði henni. Hver færi að ljúga einhverju svona?“ Móðir Chynnu og fyrrverandi eiginkona John Phillips, söng- konan Michelle Phillips, segist þó ekki trúa sögunni. „Mackenz- ie er búin að vera heróínfíkill í 35 ár. Hún tók þátt í Celebrity Rehab og nú hefur hún skrifað bók. Þetta er allt skipulagt hjá henni.“ Samband Mackenzie við föður sinn hefur vakið mikla athygli fólks, en Mackenzie segir að misnotkunin hafi byrjað á því að faðir hennar nauðgaði henni þegar hún var nítján ára og staðið yfir í tíu ár. Chynna trúir systur sinni SJÚKUR FAÐIR John Phillips var söngvari hljómsveitarinnar The Mamas and the Papas en eiginkona hans, Michelle Phill- ips, var einnig í hljómsveitinni. Samkvæmt innanbúðarmönnum er andrúmsloftið á tökustað framhaldsmyndar Sex and the City mjög þrúgandi. Söruh Jess- icu Parker, sem fer með hlut- verk Carrie Bradshaw, og Kim Cattrall, sem fer með hlutverk Samönthu, er víst svo illa við hvor aðra að þær neita að tala saman. Þar að auki mun Parker eiga erfitt með að sam- ræma vinnutím- ann og tímann sem hún vill eyða með börnum sínum þremur. Cattrall er víst einnig nokk- uð stressuð þessa dagana, sem hefur þau áhrif að Cynth- ia Nixon og Kristin Davis kvíða því að mæta í vinnu hvern morgun. Enginn vin- skapur Grimma kryddið, Mel B, vinnur nú að því að fá hljómsveitina Spice Girls saman á ný. Mel vill fá stúlkurnar til liðs við sig og leika á einum tónleikum fyrir Heimsmeistaramótið í fótbolta sem fer fram næsta sumar í Suður-Afríku. Allar stúlkurnar, nema fína kryddið Victoria Beck- ham, hafa lýst yfir áhuga á að koma saman í enn eitt skiptið, en sveitin kom síðast saman árið 2007. Endurkoma kryddanna Danska hljómsveitin Bode- brixen spilar á tónlistar- hátíðinni Réttum í kvöld og annað kvöld. Sveitin hefur verið sjóðheit síðan hún gaf út sína fyrstu plötu í fyrra. Bodebrixen er hugarfóstur þeirra Andreas Brixen og Aske Bode. Þeir eru þó ekki einir á báti því á tón- leikum bætast fimm manns í hóp- inn þannig að úr verður eitt alls- herjarpartí. „Við hlökkum mikið til að spila á Íslandi. Við hoppum um sviðið og skemmtum okkur og bjóðum fólki að skemmta sér með okkur,“ segir Aske. Þrjú ár eru liðin síðan Bode- brixen var stofnuð. Þá voru með- limirnir þrír og áhersla var lögð á framúrstefnulegan djass. Eftir það breyttist hún í rokk- og djassbræð- ingsband. „Við enduðum í poppinu, ég veit ekki hvernig það gerðist,“ segir Aske við hlátrasköll hinna sex. Hljómsveitin hefur spilað á yfir fimmtíu tónleikum, bæði í heima- landi sínu og erlendis. Á SPOT- hátíðinni í Árósum fékk hún mjög góðar viðtökur við melódísku dans- poppi sínu, meðal annars frá blaða- mönnum Mojo og Clash. Ný plata með endurhljóðblönd- uðum lögum af fyrstu plötunni og tveimur nýjum til viðbótar kemur út 21. október hér á landi á vegum Smekkleysu. Nefnist hún WHATS- INSIDESWHATSOUTSIDE og til að fylgja henni eftir ætlar sveitin í tónleikaferð um Evrópu á næsta ári. Tónleikar Bodebrixen verða á Batteríi í kvöld klukkan 24.45 en annað kvöld stíga þessir hressu Danir á svið á Sódómu á miðnætti. freyr@frettabladid.is Úr djassinum í danspoppið BODEBRIXEN Hin sjö manna hljómsveit spilar á tónlistarhátíðinni Réttum í kvöld og annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.