Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1942, Blaðsíða 11

Fálkinn - 18.12.1942, Blaðsíða 11
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1942 5 Eufemía Waagg: Lilli bæriiMi okkaa* l«> li frá Melshúsum yfiv fíeykjavik, skömmii, fyrir aldamótin. Frá því að jeg var lítið Jjarn, lieí' jeg altaf hlakkað lil jól- anna og jeg geri það enn, þótt jeg' sje nú komih á efri ár. Og því skyldi ])að ekki vera, þar sem jólin eru alt í senn, engill ljóssins í myrkrinu, vinjar í eyðimörk vetrarins og fyrirheit um hetri tíma. En þegar jeg liugsa um fegurð og tign jól- anna, kemur mjer ætíð til hug- ar fegurð og yndi litla hæjar- ins, sem jeg er fædd í og sem síðan liefir verið umhverfi flestra þeirra jóla, seiíi jeg' lief lifað, þó að hann að sönnu liafi verið mikluni breytingum liáð- ur og sje nú lítt þekkjanlegur. Mig langar nú til að hregða upp mynd þessa litla bæjar, fyrir lesendum mínum, þótt jeg húist við, að mynd þessi verði algjörlega ófullnægjandi. Þegar jeg var lítil, hjuggu foreldrar mínir í litlu húsi við Tjarnargötu. Húsið var bikað, að þeirra tímá sið og lijengu svört grýlukerti úr 'tjöru niður úr þakskegginu. Borðstofuglugg- — • ■ Útsýn arnir sneru á móti suðri og' rjett fyrir utan þá var ribsrunni, sem mjer fanst vera aðalsmerki ná- grennisins, en úti á trjesmíða- verkstæði liúseigandans var Jó- liannes og hann var svo hræði- legur í mínum augum, að óðara- og liann sýndi sig í verkstæðis- dyrunum var jeg horfin af stólnum við gluggann, sem jeg vanalega lá á hnjáhum á og athugaði framferði nágrann- anna og sást rjett á afturhlut- ahn á mjer fram undan legu- hekknum. Jóhannes var trje- smíðanemi og menn kunna nú að halda, að hann hafi verið ljótur maður og ferlegur, en svo var ekki. Jeg komst síðar að raun um, að liann var fallegur maður, fríður í andliti og vel á sig kominn, með mikið ljóst skegg. En Jóhannes átti vin, sem var óvinur minn og það var Bakkus. Þar mun orsökin liafa legið. Jóhannes gaf mjer fyrsta jólatrjeð mitt og mun það hafa átt að hæta sambúð okkar, en ekki man jeg til, að jeg gengist upp við það. .Tóla- trjeð var smiðað, því að þá var lítið um, að grenitrje flyttust til landsins, en ekki skerti það jólagleði barnanna, þó að jóla- trjen þeirra væru einföld. Flestar aðalskemtanir vetrar- ins voru tengdar 'við jólin, svo sem aðaldansleikir Reykjavík- urklúbbsins og Verslunarmanna- fjelagsins og dansleikir og jóla- trje harnanna, en ein mesta skemtun vetrarins, sem margir hlökkuðu til alt haustfC voru sjónleikir skólapiltanna, .,skóla- komediurnar“, sem altaf voru haldnar í jólafríinu. Þá var gott að eiga frændur og góða kunningja, því að altaf mun hafa verið boðið á þessa leiki. En annars höfðu hörn og ungl- ingar nóg til að stytta sjer stundir með á veturna, því að allan daginn og langt fram i myrkur, dunuðu svellin á tjörn- inni af skautaferðum og þá var oft lcrökt af sleðum í Tjarnar- hrekkunni. Strákarnir lágu þá ofl marflatir á maganum á sleð- unum, en stundum líka með stelpurnar fyrir framan sig eða í fanginu. Þótti þá gott að lilíta forsjá þeirra, þótt stundum ætti þetta smáfólk í erjum sín á milli. Þegar mikið var um snjóa, voru oft tekin langbönd- in úr girðinguniun fyrir neðan Skólabæjartúnið og fyrir ofan Tjarnarhrekkuna og var þá ekið í einni lotu ofan af Hóla- hrekku og út í hólma. Jeg man líka, að fengnir voru stórir grjótsleðar í þessar ferðir, en það hefir að líkindum verið stálpað fólk sem að því stóð. Vetrar voru þá hæði snjóþyngri og frostharðari en verið hefir á síðari árum og þá lá gras- lendi að tjörninni á alla vegu, svo að ísinn var þá ekki stam- ur af mold og ryki, eins og nú er orðið og því miklu ljettara um allar vetraríþróttir. Ekki vildi jeg' samt skifta á veðurfar- inu þá og nú, en alt hefir nokk- uð til síns ágætis. Lækurinn rann þá ekki leng- ur á eyrunum, eins og uppliaf- lega, því að húið var að hlaða hann upp, þegar jeg man fyrst eftir, en samt höfðu húsfreyj- urnar í húsunum í kring og sömuleiðis Franskmennirm'r, hann og tjörnina, til að skola þvotta sína úr. En stundum á veturna, þegar stórstreymt var, komu stórflóð í lækinn og flæddi hann þá fyrst upp i „gullrennuna“ og síðan upp uni allar götur _og myndaði loks tjörn i kringum harnaskólann* og fengu hörn þá oft að sitja heima, því að mæðurnar voru hræddar um, að þau yrðu blaut í fæturnar -og ofkældust. Eitt ‘) Bnrnaskólinn var þá þar, seni nú er Lögreglustöðin. Bankastræti og neðsti hluti Lauyavegar, með vindmyll- unni, sem þá var orðin vœngjalaus og stóð þar, sem nú stendur efra hús Verslunar Jóns Þórðar- sonar. Myndin er tekin fyrir 45 árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.