Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1942, Blaðsíða 23

Fálkinn - 18.12.1942, Blaðsíða 23
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1942 17 Hus Aiexauaei-s öiuuus, seiu íuuia stníoaoi sjat/ur. en fleiri lcomust jþar ekki fyrir. Biifíh rjeri nú frá skipinu með þessa áhöfn, en þá var „Boúnty“ statt lan'gt fyrir norðan VináttAieýjar, sem báru illa nafn með rentu, því að þar bjuggu mannætur. En það verður að segja Bligh til liróss, að honum tókst að koma bátnum heilu og höldnu yfir Timorhafið, sem er ein hættulegasta sjóleið sem til er. Fjörutíu daga var hann á leiðinni og einn mann misti hann — hann var drepinn af villimönnum. Hinir komust allir á eyjuna Timor, en jjar er liollensk nýlenda. Vakti þetta þrekvirki mikla aðdáun og varð til þess að auka samúð með Bligli í Englandi, þó að hann væri í Jitlu afhaldi þar. Hann og flestir af mönnum hans •— fjórir eða finim dóu í Timor •— komust til Eng- lands og Bligh var heiðraður fyrir þrekvirki sitt. Var nú ákveðið að gera út skip til að leita að „Bounty" og samsærismönnunum, sem skýldu Nuttir heim í járnum og hengdir. Pitcairn fundin. Nú víkur sögunni til „Bounty“ og samsærismannanna. Skipinu var haldið til Tahiti og settust flestir skipsmenn jjar að. En Fletcher Christian áleit liættulegl að dvelja þar til langframa og rjeð öllum, sem höfðu átt þátt í samsærinu, til að fara á burt með sjer og leita uppi tryggari samastað. Aðeins átta urðu þó til þess og hjelt Flelcher Clirisi- an á burt frá Tahiti við níunda mann. Höfðu þeir komist í kynri við stúlkurnar á Tahiti og hafði hver þeirra unnustu með sjer. Enn- fremur var strjálingur af innfæddu fólki með þeim. Fletcher Christian liafði hugsað sjer að leita uppi ó- bygða eyju, þar sem hann og fje- lagar lians gætu leynst, og stofna þar nýlendu. Ástæðan var fyrst og fremst sú, að liann vissi, að ef þeir fjelagar kæmu aftur til Englands mundi engin þeirra lialda lífi. Kom- ust þeir fjelagar nú til Pitcairn, sem er lítil ey og hálend, norðvest- ur af Tahiti. Franskur maður, Charteret að nafni hafði fundið hana en markað liana á skakkan stað á uppdrættinum, svo að enginn vissi í rauninni livar hún var. Eyj- an var óbygð og ekki sáu landnem- arnir nein merki ])ess að hún hefði verið bygð langalengi. Þarna gengu þeir Christian nú í land og fóru að búa um sig. Hverjum einum var mæld út skák og bygði hver þeirra á sínu landi og fór að búa. Húsdýr nokkur höfðu þeir haft með sjer frá Tahiti. Þvi næst var kveikt i „Boun- ty“ og brann ])að og sökk. Enginn mátti finna skipið, þvi að þá voru sámsærismennirnir auðfundniJr. Christian sjálfur bygði sjer vígi. I fyrstu gekk alt að óskum. Ekki varð neinnar óánægiu vart hjá landnem- unum og allir höfðu nægju sína. En svo bar það við, eftir 3—4 ár, að kona eins af hvitu sjómönnunum dó, og af því að konur voru ekki fleiri en karlar þarna þá rændi ekkjumaðurinn konu frá einum Tahitimanninum. En hann og fjelagar lians urðu æfir yfir og drápu á fá- einum dögum fimm af niu hvitu- mönnunum, þar á meðal foringjann, Fletcher Christian, sem hafði verið góður foringi nýlendunnar frá fyrstu. Þeir fjórir bvítu menn sem eftir lifðu, sjóliðinn Edward Young og liásetarnir Alexander Smith, Quintal og McGay urðu nú að taka að sjer stjórnina. Drápu þeir nú alla Tahitamennina, svo að eftir urðu 20—25 konur og börn og þess- ir fjórir hvitu. Hásetarnir Quintal og MacCay voru mestu viðsjársgrip- ir; annar þeirra komst upp á að brugga einskonar áfengi úr villijurt- um og drakk þangað til liann varð að skepnu og steypti sjer loks í æð- iskasti fyrir sjávarhamra. Og MfcCay urðu þeir Young og Smith að lok- um að skjóta, þvi að liann olli svo mikilli spillingu 1 þjóðfjelaginu. Um 1800 voru því ekki eftir af hvít- um mönnum nema sjómennirnir tveir, kvenfóikið alt og álíka mörg börn. Edward Young var bráðvel gefinn maður, sem hafð sætt þrælslegri meðferð af hálfu Bliglis og þess- vegna snúist á band með samsæris- uiönnunum, þó að ekki tæki hann þátt í samsærinu. En hann var ekki hraustur, og ári síðar dó liann frá konu sinni og þremur krökkum. Nú var Alexander Smith einn eftir. Hann var trúrækinn maður en ekk- ert gáfnaljós. Það fjell i hans hlut að ala upp þau 10—20 börn, sem áttu að taka við arfleifðinni á Pit- cairn. Honum gekk ekk'i altaf sem best að tjónlca við mæðurnar, en þó tóku þær aldrei af honum ráðin. Hann kendi krökkunum að lesa og skrifa, kendi þeim ensku, af bibli- unni, sem hafði verið á skipinu og svo samdi hann einskonar trúarlær- dóm handa þeim sjálfur. Þarna óx upp heiibrigð og hraust kynslóð. Gestir, sem síðar koniu til Pitcairn, segjast aldrei hafa sjeð fallegra fólk, frjálsmannlegra og bet- ur á sig komið. Alexander Smith — sem tók sjer nafni John Adams, varð einskonar kirkjufaðir á Pit- cairn. Hann kendi unglingunum alt 7'hursdciy October Christian, sonur Fletchers Christians. sem hann vissi um umheiminn og þeir virtu hann og elskuðu. En Thursday October Christian, elsti sonur Fletcher Christians varð lands- höfðingi. Nafnið fjekk hann af því að hann fæddist á fimtudegi i októ- ber. Og enn er æðsti maður eyjar- arinnar Fletcher Christian, barna- barns barnabarn hins fyrsta Flet- cher Christian. Siðustu 100 árin hafa verið við- burðarík í sögu Pitcairn. Englend- ingar hafa hvað eftir annað gert til- raun til að flytja fólkið á burt það- an, m. a. til New South Wales í Ástraliu, en það hefir jafnan strok- ið aftur með fyrstu skipsferð. Það vill ekki annarsstaðar vera en á Pitcairn. Örlög samsærismannanna urðu ömurleg —allra nema Alexanders Smith. Hinsvegar hafa afkomendur þeirra orðið gæfumenn. Og það er fyrst og fremst Alexander Smitli að þakkd. Þarna varð aldrei ófriður eða kritur milli granna. Pitcairn varð lieimkynni hraustr- ar og gæfusamrar kynslóðar og hafa ýms æfintýri myndast um þetta litla þjóðfjelag. Það er enginn vafi á, að það gæti orðið öðrum til fyr- irmyndar. Einstaka nýir innflytj- cndur bættust í hópinn, en þó var Alexander Smith kennifaðir þar til 1829 að hann dó, eftir 40 ára veru þar. Nú kemur skip við á Pitcairn 0. Iiverju viku og ýmsir skemtiferða- menn koma þangað. Þeir geta verið vissir um að hitta fólk með nafn- i n n Young, Ghristian, McCay og Quintal. Það eru afkomendur sam- særismannanna frá Bounty. Nú er ekki íæynt að flytja þá frá Pitcairn framar. Eyjan telst til Bretaveldis, en þar eru engir skattar og friðar- dómarinn stjórnar eyjunni að öllu leyti. Enginn glæpur hefir verið framinn þar í nær 150 ár. Endurminningin um hin fyrstu ár samsærismannanna á Pitcairn lifir enn í munnmælum og yfirleitt kunna þeir góð skil á sögu sinni. Margir liafa haldið dagbækur lengst af æf- inni og i þeim er að finna marg- vislegan æfintýralegan fróðleik. Það cr ekki nema hálf öld siðan elsti ibúinn á Pitcairn dó nær hundrað ára gamall. Hún var fyrsta barnið sem fæddist á Pitcairn og dóttir Fletchers Christians. Pitcairn er sannkölluð sælueyja. Þar er eklcert stjórnmálarifrildi, engir flokkar; engir skattar, engir glæpir. Þar hefir aldrei verið skrif- aður reikningur. Þar er enginn sími til að trufla. Þar er fullkominn friður. Bountyflói á Pitcairn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.