Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1942, Blaðsíða 37

Fálkinn - 18.12.1942, Blaðsíða 37
Theodór Árnason: Operur, sem lifa. Díe Fledermaus. Leðurblakan. JÓLABLAÐ FÁLKANS 1942 GLITBLÓM Á JÓLATRJEÐ. Þessi blóm eru besta prýði á jólatrjeð, einkum ef Jjið koniið þeim þannig fyrir, að J.jósið falli vel á Jjau. — í blómin á að nöta. stanjól- pappir og fínan stálvír. Klippið um 15 cm. langan stálvír í blómlegginn. Duftberarnir í blóm- ið eiga að vera úr „englabári“ og vafð'ir saman utan um annan end- ann á stálvírnum (I). Grindin í blaðið er gerð úr nál. 20 cm. stál- vir og beygð eins og sýnt er á (II) en síðan klætt á grindina með 5x0 cm. stórum stanjólblöðum (III), og eru rendurnar beygðar yfir grind- ina og eiga að vera að neðan a blaðinu. Þegar fjögur svona blóm- blöð eru komin eru J>au sett saman i eitt blóm, eins og s.já má á (IV) og þá er bJómið fullgert. I-,eggirnir á blómblöðunum eru vafðir saman ásamt duftberaleggjnum. I’APPAMYNDIIÍ Á JÓLABORÐIÐ. Hjerna eru nokkrar teikningar að myndum, sem er ósköp auðvelt að lslippa út úr pappa og nota á jóJa- borðið. Annaðhvort kaupið j>iö hvit- an pappa og teiknið myndir á hann s.jálf, eða þið kaupið nokkrar mis- litar arkir, t. d. gulan í stjörnurn- ar, grænan í jólatrjeð og rauðan í í jólasveinana. Á rauða pappírinn límið þið svo andlit úr hvitum pappír og leg^ingar. Eins og l>ið sjáið á teikningunni eru myndirnar allar kliptar tvöfaldar og lagðar saman, því að J>á er hægt að láta þær standa og svo verða þær jafn fallegar á báðar hliðar. Pappírinn verður að vera mjög þunnur, svo að liægt s.je að ieggja hann saman áð- ur en liann er kliptur. Ekki má klippa í sundur. J>ar sem merkt er með x á teilcningunni, því að þá tollir myndir ekki saman. Bindið rautt band utan um grísinn, svo að hann glennisl ekki sundur í mið.j- unni! Efnis-ágrip. Gaman-ópera í l>rem þáltum eftir Johann Strauss (1825— 1899). Textinn eftir Meilliac Ilalévy. Var fyrst sýnd i The- ater an der Wien 1874 og varð brátt mjög vinsæl í Þýska- landi, og raunar um alla Ev- rópu, og liefir verið einskon- ar „fastur liður“ á prógrönun- um óperuleikhúsanna. í Eng- landi og Bandaríkjunum var henni raunar ekki sint fyrr en fyrir eitthvað fjórinn ár- um, en varð þá mjög vinsæl, í Baridarikjunum að minsta kosti, og þar liefir hún verið sýnd á hverjum vetri, viðs- vegar i borgum. Vínar-valsa tónskáldið fræga, Jo- hann Strauss, hefir áreiðanlega ver- ið „í essinu sínu“, þegar hann samdi Leðurblöku-músíkina. Það er langt síðan að menn kyntust völs- um hans hér á landi, — og l'anst þeir heillandi, jafnvel þó að þeir væru leiknir „ekk-i aldeilis upp á sex“, meðan h.jer var lítið um hl.jóð- færaleikara nema rjett „stautandi". Menn þótlust fá einhverskonar fjör- kippi i fæturna, þegar þeir heyrðu l'yrstu taktana í Strauss-vals. Og Strauss-valsarnir hafa Iifað af alt ,,jazz-farganið“. Enn tekst unga fólk- ið á loft, þegar Strauss-vals er leik- inn á skemtistöðum. En i Leður- blöku-músíkinni er eins og saman- dregið alt bið magnaða og dillandi fjör og fyndni, sem valarnir eru þrungnir af — og betur þó. Leður- blöku-músíkin er, í stuttu máli, bráð- skémtileg og undur einföld og auð- ínelt. Um lextann er það að segja að hann er siður en svo einfaldur, ]>. e. „sögu“-þráðurinn er svo flók- inn, atvikinn reka hvert annað og grípa hvert inn i annað með slikum hraða, að næsta erfitt er að lýsa þessu í stuttu máli, svo að vel sje. Fyrsti þáltur gerist á heiinili aðal persónunnar, Eisensteins. Hann er f.jesýslumaður, ærið örgeð.ja og hefir nýlega hlaupið á sig svo alvarlega, að hann hefir verið dæmdur í fimm daga fangelsi. Útifyrir er sunginn mansöngur. Er þar tenórsöngvari, Alfred að nafni, sem er ástfanginn „upp fyrir eyru“ í frú Rósalind Eisenstein og ærið áleitinn. Hyggst hann að mýkja hjarta frúarinnar, með sínum á- stríðuþrungna söng. En þess í slað skemtir hann Adélu, þernu hennar, sem er ein í stofunni. Ida, systir Adélu, sem er í rússneskum dans- flokki (ballet), er nýbúin að bjóða henni i -viðhafnarveislu og gleð- skap, sem rússneskur prins cfniy til, dansflokkinum til heiðurs, og hana langar heldur en ekki til að l'á að njóta þessarar skemtunar. Þegar i'rú Eisenstein kemur 'inn, biður Adéle hana um „fri“ þetta kvöld. Kveðs’t hún þurfa að fara til frænku sirin- ar, sem sje fárveik. Frúin neitar bóninni og Adéle strunsar út stúrin. En þegar Rosalind er orðin ein. „vippar“ Alfred s.jer inn um glugg- ann. Frúnni verður hverft við, en hún er veik fyrir, þegar tenórar eiga í lilut, svo að hún gengur inn á það, að Alfred megi koma aftur, þegar maður hennar s.je farinn að heiman. Alfred fer svó út um glugg- ann aftur. Nú kemur Eisenstein inn og með honum er Blind, lögfræðingur hans, sem hefir haldið illa á niálinu, sem að framan getur, og Eisenstein eys yfir liann skömmum. Lýkur svo þeirra tali að Eisenslein ræður ekki við sig og fleygir lögfræðingnum út, i bræði sinni. Rósalind leitast við að blíðka bónda sinn og lofar lionum kræsingum til lcvöldverðar. Fer hún út, en inn keriiur dr. Falke, — en hann er nótaríus þeirra erinda, að b.jóða Eisenstein i gleðskapinn, sem Orlofsky prins efnir til fyrir ballet-flokkinn. Og áður en Rósa- lind kemur inn aftur, er það „klapp- -að og klárt“ á milli þeirra, að Eis- enstein komi í hófið. Hann segir konu sinni, að þvi miður gcti hann ekki sint hennar góða kvöldvérði, ]>vi að nú verði hann tafarlaust að fara i „tiigtbúsið“. Hann fer inn í einkaherbergi sitt og kemur von bráðar aftur, í samkvæmisfötum, ltveður konu sína „með ■> kærleik- um“, og fer í fylgd með Falke. Adéle kemur nú inn, og er enn stúrin. En nú liorfir málið öðruvisi við. Rosalind er nú fegin að losna við hana, og segir, að henni sje vel- komið að fara, að heimsækja hana vesálings frænku sína. Adéle verður harla glöð við og fer dansandi út. En Alfred hefir ekki verið allfjarri, og bírlist brátt í glugganum. Hann lætur strax eins og hann sje heima bjá s.jer, fer inn í herbergi húsbónd- ans og k'emur aftur þaðan í inni- slopp Eisensteins. Er nú borinn fram kvöldverðUrinn, sem Eisenstein var ætlaður, en Rosalind lætur sjer fátt um finnast, því að ekkert vill lnin , með Alfred hafa annað, en að heyra hann syngja. En Alfred kann undur vel við sig þarna, gerir víninu harla góð skil og gerir sig líklegan til að láta fyrirberast h.já frúnni um nótt- ina. Rósalind er hinsvegar í skelfi- legum vandræðum. En þá er dyra- bjölluni hringt harltalega sog inn kemur Franke, fangelsis-stjórinn, þeirra erinda, að sækja Eisenstein til vistar í „steininum". Rósalind verður nú ærið skelfd. Það er ekki all lítil mannorðs- skemd, að láta koma að sjer einni með þessum söngvara. En hún er snarráð og kynnir fangelsisstjóran- um Allred, sem húsbónda sinn. Al- fred er orðinn slatt-fullur og lætur sjer vel Jika, að fara með Franke í steininn. Lýkur þar fyrsta þætti. Annar þáttur gerist i veitinga- garði, þar sem Orlofsky prins held- ur hófið, og er þar glatt á lijalla. Aldéle „ber að garði“, og er búin besta ,,stássi“ liúsmóður sinnar. Ber hún sig djarflega og glettist feimni- laust við herrana. Eisenstein þekkir liana strax og fer uriisvifalaust að stíga í vænginn. Hún læst vera á- kaflega móðguð af því, að hann skuli „taka hana í misgripum“ fyr- ir þernu frúarinnar, og færist und- an „sókn“ lians með góðlátlegri gletni. Nú kemur prinsinn og tekur Eisenstein tali. Kveðst hann eiga von á góðri skemtun, því að dr. Falke muni ætla að gera honum (Eisenstein) brellu, - i gamni þó. En Eisenstein verður órótt út af þessu. Á meðan á þessu gengur, hefir Falke fengið þvi til leiðar komið, að Rósalind kemur lil veislunnar. Er luin með grímu fyrir andliti, og 31 Falke kynnir liana sem ungverska greifafrú, er óski að vera óþekt þarna. Rósalind kemur brátt auga á bónda sinn, þar sem hann er að „gera liosur sínar grænar“ fyrir þernu hennar. Hygsl hún að lypta bann, bæði fyrir það að dufla við Adéle og ekki síður fyrir bitt, að bann hafði skrökvað að henni. En nú lekur Eisenstein eftir liinni skrautklæddu og fagurvöxnu greifa- l'rú, og snýr kvæði sínu í kross. Fer bann strax að sýna greifafrúnni ástarhót, og gerist jafnvel svo ákaf- ur, að hann telur h.jartaslög hennar, og liefir í hendi dýrmætt úr, sem hann segist mundu gefa lienni. Þeg- ar til kemur færist hann þó undan að afhenda henni gjöfina að svo komnu, en henni tekst að ná úrinu af honum, og smýgur hún úr greip- um lians, og hverfur úr veislunni. Undir borðum gerist Eisenstein hreifur vel og málugur, og segir meðal annars frá þvi, að eitt sinn liafi hann gert dr. Falke vini sínum broslega brellu. Þeir befðu vcrið á grímudansleik, og Falke í leðurblöku- gerfi. Hefði hann átt sinn þátt i þvi að Falke varð þjettings drukk- inn. Á heimleiðinni hefði hann ilolt- ið og sofnað á götunni, en hann (Eisenst.) lofað honum að sofa og farið heim til sín. Þegar Falke hefði vaknað þarna um morguninn, hefði liann verið umkringdur sæg af hlæjandi götulýð, sem ærslaðist og stagaðist á því, að þetta væri skrítin ,,leðurblaka“. Eisenstein seg- ir þessa sögu all hróðugur og henni er tekið með miklum hlátri. En Falke brosir í kampinn, og segir undur liæglátlega, ,,sá lilær best, sem síðast hlær“. Nú er dansað til morguns, en ]>egar klukkan slær sex, rankar Eis- enstein við sjer og man eftir því, að hann á að yera kominn i fang- elsið. líveður liann því og fer, og verður Franke fangelsisst.jóri hon- um samferða. Hann hefir verið i veislunni, en Eisenstein veit ekkert. hver hann er, og eins er um Franke, að hann veit engin deili á Eisen- stein. þriðji þáttur gerisl á skrifstofu fangelssisst.jórans. Franke er að koma inn, og Frosch fangavörður tekur á móti honum. En liann befir líka verið að „skemta s.jer“, i fjarverú búsbóndans og er vel fullur. Franke sest á stól og fer að bugleiða það, sem gerst hefir um nóttina, — og sofnar. Hann vaknar við það, að þær Adéle og Ida systir hennar koma inn. Þær koma beina leið úr gleð- skapnum. Halda l>ær, að þcir Franke og Eisenstein sjeu vinir, og biðja nú Franke að niilda Eisenstein og tala rnáli Adélu út af afbroti hennar. Hún játar, að hún hafi siglt undir fölsku flaggi og s.je ekki annað en þerna. Veður talsvert á stúlkunni, en nú er dyrabjöllunni hringt. Til þess að koma stúlkunum af höndum s.jer skipar Falke fangaverðinum að láta þær inn i einhvern l'angaklef- ann. Sá, sem hringt hafði er Eisen stein, og er nú kominn til þess a'ð afplána sína liegningu. Þeir verða Frh. á bls. V2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.