Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1942, Blaðsíða 20

Fálkinn - 18.12.1942, Blaðsíða 20
14 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1942 Anna Z. Osterman: HEFÐARFRÚ OG ÆFIÁGRIP DÝRLINGUR SANKTI BIRGITTU Djúp og löng dæld skilur á milli gömlu götaríkja Viistergötlands og Östergötlands í Svíþjóð, Er sú dæld fylt vatni og myndar stöðuvatnið Vattern. Við norðurströnd vatnsins er gammall herragarður eða stórl bS'li, nálægt hinum fornu landamær- um Svia og Göta. Stórbýli þetta stendur einmitt í lijeraði, sem er eitt þjóðsagnarikasta lijeraðið í öllu landinu, og þjóðsagnirnar eru ekki livað sist tengdar þessum bæ, sem heitir Olshammar og var æskulieim- iii sænska þjóðskáldsins Verner von Heidenstam. En hæjarnafnið Ols- hainmer er ekki upprunalegt í þess- ari mynd. heldur hjet bærinn til forna Ulvshammer eftir manninum, sem fyrstur bygði jörðina, en sá var lögmaðurinn í Narke — eða þá Næríki — Ulv Gudmarson. Það er^ þó ekki við hann sjálfan, sem megn- ið af þjóðsögnum frá bænum og hjeraðinu er tengt, heldur við konu lians, frú Birgittu 'Birgisdóttur. í æsku Heidenstams geymdist ennþá lijá aimúga lijeraðsins minningin um frú Birgittu, hina ströngu og valdamiklu frú Birgittu, sem ijet reisa litla trjekirkju handa sjer á sjálfu bæjarhlaðinu til þess að geta þar titbeðið guð sinn á vigðri grund. Og það var frú Birgitta, sem reið yfir vatnið, yfir hið síbreyti- lega Váttersvatn til Vadstena í Ostergötlandi. En frú Birgitta er ekki einungis persónuleiki, sem tii- heyrir þjóðsögnum og dýrlingasög- um. Hún var einu sinni til í raun- veruleikanum iíka, lifandi kona úr lioldi og blóði, og hún var kona, sem þorði að segja valdamestu mönnum þessa heims til syndanna, eins og þeir væru. aðeins lítil börn, en 'liún talaði á vegum síns himn- eska Herra og drottins reiðiþrungin refsingarorð til konunga, drotninga og annara veraldlegra stórmenna og loksins jafnvel til hins Heilaga Föð- ur sjáifs. En enginn þeirra virðist hafa Ireyst sjer til þess að þagga niður i liinni bersöglu spákonu drottins. En hver er nú eiginlega þessi djarfmikli og valdmikli kvenskör- ungur, sem við mætum jafnt í þjóð- sögnum, dýrlingasögum kirkjunnar og sögu sænsku þjóðarinnar? Hún var einasti Svíi miðaldanna, sem hlotið hefir heimsfrægð, og hún var dóttir sænsks stórmennis, sem frægur er í löggjafarsögu Svia. Birgitta fæddist sennilega árið 1303 á bænum Finsta i Uppsölum. Þar bjó þá faðir hennar, Birgir Person, liinn ríki og voldugi lögmaður, sem samrýmdi fylkislög hinna þriggja fornu „fólklanda“ Tiunda- lands, Attundalands og Fjadrunda- lands, en þessi þrjú hjeruð sam- einuðust á valdatímum hans í eitt samheyrandi lögsagnarumdæmi, sem hlaut nafnið Upplönd, eða Uppland á sænsku, og fyrsti lögmaður þessa nýja „landskaps“ var Birgir Person. Birgir lögmaður var kominn af liinn voldugustu ætt, sem þá byggði Upplöndin, og innan þeirrar ættar var lögmannseinbættið þegar orðið arfgengt. Það hefir—verið álitið, en er þó ekki fullsannað, að ættin gæti rakið upphaf sitt til hinnar frægu svokölluðu Eirisku konungs-ættar. Vitað er þó , að föðurbróðir Birgis lögmaúns var erkibiskupinn i Upp- sölum, Jakob Israelsson. Móðurætt Birgittu þekkjum við betur. Móðir hennar hjet Ingibjörg og var dóttir hins fræga lögmanns Bengts í Östergötlandi og konu lians, Sigríðar hinnar fögru, en Bengt lögmáður þessi var bróður- sonur ekki lakari manns en hins víðfræga Birgis jarls af Fólkunga- ættinni, en það voru niðjar liins gamla bóndahöfðingja er lifir ennþá í þjóðsögunum og hjet Folke Fil- byter. En Svíakonungurinn var kom- inn af þeirri ætt. Birgitta var því i móðurætt skyld hinni ráðandi konungsfjölskyldu Svíþjóðar, en ætt- faðir konungsfjölskyldunnar var einmitt Birgir jarl. Þau hjónin Birgir Person lög- maður og frú Ingibjörg voru þó ekki aðeins komin af göfugum ættum, heldur áttu þau líka, á mælikvarða þess tíma, auð fjár, sem hægt er að gera sjer hugmynd um, ef maður veit, að kona lögmannsins gat skil- að þremur börnum sínum ekki færri en nítján bæjum i arfleifð, en við þá bættust tuttugu og tveir bæir eftir dauða lögmannsins. Bir- gitta Birgirsdóttir hlaut fjórðung þessara jarðeigna og varð hún með því ein auðugasta kona í öllu Svia- ríki í snni tíð. Hinn voldugi lögmaður Upplands bjó á aðalbýli sínu, Finsta, ásamt heimilisfólki.sínu, sem var svo fjöl- margt, að ekki væri alólíkt konungs- liirð af fógetum, skrifurum, munk- um, kappellánum og mörgum öðr- um. En þó að heimilið væri auðugt, líktist það engan veginn hinum skrautprýddu riddaraborgum í Ev- rópu, það var frekar hið skraut- lausa, ófegraða heimili sænsks bóndahöfðingja, með „stórslofu“ svefnhúsum, steikáraluisi, geymslu- húsum og fjósi. En í hinni svoköll- uðu „stórstofu“ kom húsfólkið sam- an á löngu, dimmu vetrarkvöldun- uin, og þar var fólkið sett til alls- konar vinnu við hina flöktandi birtu sem lagði út frá logandi viðarstokk- um á arninum. En í afkimum og skúmaskotum salsins grúfði myrkr- ið, ógnandi og leyndardómsfult, og i myrkrinu þrífast púkar og óvættir þjóðsögunnar; það er ekki óhætt litlum börnum að fara jiangað. Þá er öruggara og skemtilegra að sitja með hinu fólkinu og föður sínum í kringum arininn og hlusta á heim- ilis-kapelláninn lesa húsléstur og bænir, en lang skemtilegast þó, ef hann fer að segja frá æfi helgra manna og kvenna. Þá hlustar litla Birgitta Birgisdóttir með allri sál sinni gagntekinni af hetjudáðum dýrlinga og píslarvotta kristindóms- ins. En lietjudáð dýrlinganna ogí.písl- arvottanna var hetjudáð á andíegu lífssviði, og það er ekki að ástæðu- lausu, að helgisögurnar hafa lilotið nafnið „hetjukvæði hinnar heilögu kirkju“, og fyrir hina litlu dóttur Birgis lögmanns urðu þessar helgi- sögur að æfintýralegum hetjusög- um, sem lirifu ímyndunarafl barns- ins ómótstæðilega og vöktu aðdáun þess á andlegum hetjuskap, á ná- kvæmlega sama hátt og börn síðari alda hafa fengið sínar hugmyndir um hetjuskap úr sögum og æfin- týrum, sem setja ímyndunarafl þeirra i hreyfingu og gera það að verkum, að börnin finna með sjálfúm sjer hvatningu og löngun til þess að líkjast sem mest söguhetjum sinum í sínu eigin lífi. Þegar snemma á æskuárunum ákvað Birgitta að likj- ast hetjum helgisagnanna. ímyndun- arafl hennar liefir að líkindum ver- ið að leika sjer i sifellu að því við- fangefni, sem á jiennan hátt varð henni inngefið, og það er auðsjeð, að endurminningin um lietjudáðir hinna helgu manna fylgdi henni, þegar hún fór úr salnum inn í litlu svelnkompuna sina, út úr ljóshring arineldsins inn í einveru og myrkur svefnherbergisins. En þær myndir og hugsanir, sem helgisögurnar höfðu vákið í hinni næniu sál barns- ins, fengu líf og raunveruleika í draumvvitrunum næturinnar. Eina nótt, en Birgitta var þá sjö ára gömul, dreymdi hana einkennilegan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.