Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1942, Blaðsíða 18

Fálkinn - 18.12.1942, Blaðsíða 18
jólablað fálkans 1942 Ðr. Helgi Pjeturss: ÁGÆTAR ÆTTMÆÐUR I. Konurnar hafa orðið heldur útundan í sögum vorum, og er ekki síst eftirtektarvert hversu miklu minni rækt er lögð við að lýsa útliti þeirra en karlmann- anna. Virðist þetta hálega geta til þess bent, að koriur eigi nokkuð drjúgan þátt í sögun- um, enda má þetta að nokkru leyti telja víst, einsog vikið skal á hjer síðar; og einnig kann það að köma til greina í þessu sambandi, að sögurnar liafi öllu fremur verið konum ætlaðar, þvíað einsog kunn- ugt er, gefa karlmennirnir þvi vanalegast mun meiri gætur hvernig konurnar eru í sjón. Njála segir.svo (20. kap.)„ Þau Njáll áttu sex börn, þrjá sonu og' þrjár dætur, ok koma þeir allir við þessa sögu1).' Höfund- urinn lætur sjer mjög ant um, að lesendunum verði vel ljóst hvernig hræðurnir voru að vallarsýn, og áður liafði hann lýst Gunnari á? Hlíðarenda þannig, að varla hefir verið við jafnast. Eri um það hvernig ,systurnar. lvafi verið í sjón fá- um vér ekkert að vita, og er þó •ekki ólíklegt að orð hefði verið á því gerandi, þar sem ein þeirra giftist Katli Sigfússyni, ágætum manni, sem ekki er ó- sennilegt að kunnað hafi að nieta kvenfegurð, einsog Þrá- inn bróðir hans, og önnur varð kona Kára, sem talið var að engan ætti sinn líka, eftir að Gunnar var fallinn frá. Fáum vjer að vita livað þær hjetu syst- urnar tvær, en þriðja systirin er ekki einusinni nefnd á nafn. Og það er eigi einungis, að ininna sje í sögunum af konun- um sagt en karlmönnunum, heldur fer því fjarri mjög, að það hafi verið ágætustu kon- urnar sem mest er af sagt. En happ má það teljast, að sumra hinna ágætustu kvenna liefir þó verið getið að nokkru, þvi að slíkar konur eru hinn mesti þjóð- arsómi. Dáist jeg að engu því fólki sem i sögum getur, eins inikið og að tveim konum, Halldórú konu Víga-Glúms og Þuriði hinni spöku, dóttur Snorra goða. II. Af ætt Halldóru segir það, að hún var dóttir Gunnsteins 0 Leturbreytingin mín. H. P. er „bjó at Lóni i HörgárdaL, og var „taldr með hinum stærr- um mönnum“. En móðir henn- ar hét Hlíf og var „skörungr niikill“. En um Halldóru sjálfa segir „at hún var væn kona ok vel skapi farin. Sá kostr þólti vei'a einhverr bezlr, fyrir sakar frænda ok mest kunnostu ok framkvæmdar hennar“. Mun það hafa verið í „kunnostu“ lienn- ar, að hún hafi lagt stund á lækningar, og munu konur þá liafa gert slíkt öllu fremur en karlmenn. Tveggja sona þeirra Glúms er getið, og hjetu Már og Vigfús. „Váru báðir efnilegir ok all-ólíkir“. „Már var hljóðr ok spakr“, mun hann líkari hafa verið móður sinni; en Vigfús „hávaðamaður mikill, ójafnaðarmaðr, rammur at aíli ok fullhugi“. Segir í Heims- kringlu nokkuð af framgöngu Vigfúsar í orustunni í Iijör- ungavogi, sem einna frægust or- usta var á þeim tímum, sak- ir þess hvílík afarmenni átt- ust við þar sem Hákon jarl hinn ríki vann sigur á Jóms- víkingum. Már mun þó ekki hafa verið hreystimaður minni en bróðir hans, þó að hann væri vitrari og betur skapi far- inn, og ekki komst liann held- ur alveg hjá bardögum og víga- ferlum, því að þess varð varla auðið á þeim fímum, jafnvel þeim sem friðsamir voru. Már var langafi Sturlu föður Snorra. Er næsta eftirtektarvert hversu vel var vandað til þeirra Sturl- unga um ættir, hver ágætismað- urinn öðrum meiri og ágætiskon- an. En Halldóru tel jeg fremsta af ættmæðrum þeirra. III. Það er í sambandi við bar- dagann á Hrísateigi, sem segir af hinni ágætu framgöngu Hall- dóru. „Þess er getið, að Hall- dóra kona Glúms, kvaddi kon- ur með sjer „olc skulum vjer binda sár þeirra manna er líf- vænir eru, úr hvárra liði sem er“, segir hún. „Enn er hún kom at, þá fell Þórarinn fyrir Mávi (syni hennar), ok var öxlin höggin frá, svá at lungun fellu út í sárit. Enn Halldóra batt um sár hans, ok sat yfir hon- um til þess er lokit var bardag- anum. Enn er menn váru heim komnir, þá mælti Glúmr við Halldóru: „För vár mundi liafa orðit góð í dag, ef þú hefðir heima verit, ok liefði Þórarinn eigi lífs brott komist“. Hún seg- ir „at Þórarni var lítil von lífs, enn þó muntu eiga skamma stund hjeraðvært þótt hann lifi, en ef hann deyr, muntu aldrei eiga landvært“. Ljet Halldóra sem sjer hefðu hygg- indi ein gengið til framkomu sinnar. En vjer fáum þó í sög- unni nokkra bendingu um að svo muni eklci hafa verið. Þess er getið um Glúm, meðan liðs- munur var mikill, og Már son- ur hans ekki kominn til bar- dagans með sína menn, „at hann hopaði ok lá fallinn, enn þrælar hans báðir lögðust á hann ofan ok váru þar slang- aðir spjótum til bana“. Björg- uðu þeir þannig lífi húsbónda síns, og er ekki ólíklegt, að þar sje nokkur vottur þess atlætis sem þeir höfðu notið á lieimil- inu, en húsmóðirin óefað kom- ið þar meir við sögu en hús- bóndinn, svo að Halldóra bjarg- aði þar eigi einungis lífi Þórar- ins, heldur einnig manns síns, þó að óbeinlínis væri. Hefir vel verið um sár Þórarins búið, því að hann lifði, og eins Þor- valdur tasaldi, sem ekki ein- ungis var talinn sár til ólifis, heldur með öllu dauður. Er þar annað dæmi um hvérsu ís- lenskar konur voru góðir sára- læknar á þessum áverkaöldum. Helga hjet systir Glúms og var hún móðir Þorvalds tasalda er barðist á Hrísateigi með Glúrni og' þeim feðgum. Glúmur ljet, eftir bardagann, færa þá sem fallið höfðu „í úthýsi eitt, ok var búit um Þorvald virðuleg- ast, því at klæði váru borin imdir hann, ok var hann rif- aðr í húð. Enn er Helga spurði tíðendin, systir Glúms, fór hún til Þverár, ok spurði hversu sonr hennar hefði fram gengit. Glúmr svarar: „Eigi fekk hraust- ara mann“. Þá mælti hún: „Sjá vilda ek hann dauðan, ef eigi eru önnur föng á“. Þat var henni veitt, ok ljet hún hefja hann í vagn ok búa hóglega um. Ok er hún kom heim, fægði hún sár hans ok batt siðan, ok kom svá ráði hans, at liann mælti við menn“, eða varð málhress, einsog nú mundi sagt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.