Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1942, Blaðsíða 15

Fálkinn - 18.12.1942, Blaðsíða 15
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1942 9 sterkur og sagði að það munaði nú um sig, enda var liann 240 pund. En þvi miður var liann nú samt ekki eins og ákjósanlegast liefði verið og hjelt sig því mest niðri. Um morguninn vorum við allir dauðlúnir og sáum, að kraftar okk- ar mundu ekki endast til þess til frambúðar, að standa altaf við dæl- urnar og fá engan blund. Við fórum því til skipstjóra til þess að heyra álit hans um hvað gera skyldi. Sagði hann okkur þá að taka ofan af fram- lúkunni og var jeg svo sendur ])ang- að niður. Þvi að af því að farmur- inn var svo þungur i sjer var hann allur miðskipa en autt rúm bæði fyrir framan og aftan og hægt að komast á milli ofan á honum. Sjór- inn flaut þá rjett yfir kjölsvinið og jeg heyrði hann renna inn einhvers- staðar í lestinni. En hvar það var gal jeg ekki greint. Jeg fór svo aftur og sagði hvernig ástatt væri. Síðan var haldið sjó- ráð og kom okkur saman um að skifta okkur i tvær vaktir. Önnur skyldi ryðja farmi fyrir borð úr framlestinni, svo að sjórinn gæti runnið betur að dælunum, en hin skyldi standa við dælurnar og dæla sleitulaust. Ef björgun byðist skyld- um við yfirgefa skipið. Við tókuin strax til starfa og svo var dregið upp neyðarflagg. Þann Sama dag fóru tvö seglskip frani hjá okkur, en í jiessu vonsku- veðri var öll björgun ómöguleg. Og ekki vildu skipin bíða hjá okkur eða lialda sjer við hliðina á okkur jiangað til kynni að lygna. Hurfu þau bæði brátt úr augsýn. Það sýndi sig nú að sjórinn hafði lækkað um eitt fet, og var með öðr- uni orðum 4 fel í slað 5 áður. Okk- ur kom svo saman uni að dæla í fjóra tima og varpa farmi fyrir borð eftir bestu getu, og hvila okkur tvo tíma á milli, og þannig áfram. —■ Kæri lesari, sem einhverntíma lesið linur Jiessar; hafið þjer nokk- urntima gert yður í hugarlund hvað sjómaður verður stundum að þola undir svona kringumstæðum? Getið þjer gerl yður í hugarlund, livilíka vosbúð og slit sjómaðurinn, sem |ijer mætið stundum þegar hann er i höfn, liefir orðið að þola þessa eða þessa l'erð og orðið að þraut- reyna sína síðustu krafta til þess að komast að landi? Og þá er hann stundum staddur þúsundir mílna frá heimili sínu. Og svo einn góðan veðurdag liittist hann glaður og á- nægður og er kominn heim. En jeg verð að hverfa til gamla skipsins aftur. Eftir að liafa unnið sleitulaust i 36 tima fórum við nú að skiftasl á um að hvíla okkur tvo tima i senn. Ofviðrið var enn það sarna, hrævareldarnir brunnu ömurlega á öllum stálvírum i reiðanum og við urðum að öskra til þess að heyra hver til annars, en ' veðrið þeytti okkur áfram. Allir vorum við bundn- ir fastir, bæði við stýri og dælur, og sá sem stóð við stýrið varð að gæta sín vel að stýra með öldunni og ekki „elta lambær“, en liafa vind og sjó beint á eftir á undanhaldinu. Jeg liefi oft síðan hugsað um þessa nótt. Okkur kom öllum saman um, að meira gæti ekki blásið og að vindurinn hefði náð hámarki. Sjór- inn var í algleymingi og himinháar öldur risu fyrir aftan okkur, skýin voru svo lág og dimm og skruggu- gangurinn svo mikill að furðulegt mátti heita. Og eins og áður er sagl brunaði skipið áfram og við allir bundnir fastir, svo að okkur skolaði ekki fyrir borð. Skipið okkar var eins og hnot — leiksoppur liinna tryltu náttúruafla, skipshöfnin dauð- uppgefin, tvö þúsund mílur til næsla lands, og lítið útlit fyrir að geta haldið skútunni ofansjávar með dæl- unum — og það sem við hræddumst mest: að lekinn mundi aukast! Jeg var einn þeirra, sem fjekk að fara, inn og hvíla inig í þessa tvo tima. Eins og áður er sagt skiftumst við í tvær vaktir, þrir i livorri, jeg hafði umsjón með annari vaktinni en stýrimaðurinn með hinni. Við fórum svo inn í húsið okkar, sem var ofan jjilja; hengilampa höfðum við i loftinu á liúsinu. Jeg lá i yfir- koju, en liinir af vaktinni í neðri koju. Við höfðum verið inni í ná- lægt einn tíma þegar stór brotsjór slcall yfir og þeytti mjer fram úr kojunni, niður á gólf og i sjóinn, sem hafði fyll lúgarinn. Jeg og hin- ir tv.eir sem inni voru hugsuðum allir það sama: „Nú er alt búið!“ En í sama bili og jeg datt úr koj- unni fjell eitthvað niður í lófann a mjer. Jeg kom fótunum fyrir inig og greip hinni í rúmbrikina og fór svo að atliuga, hvað jeg væri með í lóf- anum. mark — Jesús á krossinum! Þennan grip liafði jeg aldrei átt og enginn sem var um borð kannaðist við að eiga hann. Jeg er nú ekki lijátrúar- fullur og dettur því ekki í hug, að krossmarkið liafi fallið af himnum ofan — hýst við að það hafi legið einhversstaðár milli bita í gamla lúgarnum okkar. En merkilegast fanst mjer þó að jietta litla kross- mark skyldi lenda í lófanum á mjer, því að meira rúm var annarsstaðar. En liefði það dottið utan lijá hend- inni á injer og niður á gólfið í sjó- inn hefði það aldrei liaft þau áhrif á okkur sem ])að gerði. Því að þegar jeg sýndi það þeim tveimur, sem með mjer voru, sögðum við allir sem einn: „Guð hefir sýnl okkur teikn um ]iað, að við björgumst úr þessari hættu og náum landi.“ Við flýttum okkur nú út á þilfar- ið, því að við bjuggumst við að vaktinni liefði skolað fyrir borð. En þeir voru allir þrír á þilfarinu, heilir og óskemdir, en liinsvegar hafði sjórinn tekið báða bátana okkar, og stykki úr borðstokknum á stjórnborða. Við sýndum þeim svo það sem við höfðum fundið, og, kæri lesandi, jeg veit að þjer skiljið, að þetta liafði þau áhrif á okkur, að veik von varð nú að fullvissu um, að við inundum bjargast. Og við gátuin ekki óskað okkur neinni betri sönn- unar fyrir því, að guð inundi halda h.endi sinni yfir okkur og hjálpa okkur áfram. Eftir þetta fanst okkur að alt liti hetur út fyrir okkur en áður. Við vorum glaðir, og þó að fæðið væri lítið og vont þá skerti það ekkert vinnuliug okkar eða þrek. Og við sem vorum þarna um horð tókum öllu með ró og stillingu og liömuð-' ustum við dælurnar og fleygðum fiski fyrir borð eftir þörfum, en 28 daga áttum við enn eftir að velkjast á sjónum þangað til við kæmum til Genova. En allir vorum við sam- mála um það, að þetta litla kross- mark liefði átt sinn þátt í þvi, að okkur fjelst aldrei hugur en sæll- um okkur við hlutskifti okkar og verkið gekk sinn gang —- fjögra tíma vinna og tveggja tíma hvíld á víxl, án þess að nokkur möglaði. Eins og áður er getið hafði vind- ur og sjór nú náð hámarki sinu, og eftir þessa nótt fór hvorttveggja batnandi, og við gátum farið að konia seghun fyrir smátt og smátt. Altaf var vindurinn á eftir og þegar við fórum gegnum Gibraltarsundið og sáuin land á bæði borð man jeg það að jeg horfði lengi til Gibraltar og var að hugleiða, livort jeg ætti að stinga upp á að við færum þar inp, svo að við gætum hvílt okkur þar um stund. En sú hugsun gleymd- ist fljótl og þann 21. nóvember kom- um við lieilir á liúfi til Genova, eft- ir 36 daga ferð. Björguðum við sjálf- ir gamla skipinu okkar í höfn án hjálpar annara en hans, sem hjálp- ar okkur daglega, og getur maður endað frásögnina af þessari ferð ineð gömluni vísdómsorðum: „Það er harla margt milli himins og jarðar, sem spekinginn ekki órar fyrir.“ Við byrjuðum svo að losa lestina,, cn altaf urðum við að „ganga sjó- vakt“ og dæla, til þess að halda henni göinlu okkar á floti. En þeg- ar fór að nálgast botninn i lestinni var svo mikil óþverralykt af fisk- inum að við vorum reknir út úr liöfninni og út á ytri leguna, og þar fleygðum við afganginum fyrir borð. En allur „aflinn okkar“, sem við fiskuðum við Labrador fór nú fyrst fyrir borð á leiðinni, og þar fór ekkar fengur i sjóinn og eiiga ávexli uppskárum við í staðinn. Eftir þetta fengum við að fara inn í liöfnina og síðan fórum við i þurkví til þess að láta þjetta skipið og gera við sjóskaðann, sem við höfðum orðið fyrir á leiðinni. Nýir bátar voru •keyptir, en aldrei fanst neinn verulegur lekastaður á skip- inu. Kanske liefir hann verið undir koparhúðinni, en hún var aldrei hreyfð. Þegar lokið var viðgerðinni í þur- kvínni fór skipstjórinn að reyna að fá farm í skipið áleiðis lieim, en það gekk nú ekki vel, því að skút- an var nú komin i 2. flokk og þeir sem komu niðureftir að gamla liró- inu til þess að athuga kosti þess, fóru fljótt aftur og vildu ekkert hafa samaii við okkur að sælda. Farm fengum við engan. Seint og síðar meir fengum við þó loforð fyrir saltfarmi. Áttum við að taka hann i Portugal og flytja til Fredrikshavn. Við tókum svo kjölfestu og sigld- um frá Genova þann 3. janúar 1903. Fljótt fundum við, þegar út á sjóinn kom, að sú gamla liafði lítið hreyst til batnaðar, og þó vorum við aðeins með kjölfestu en engan farm. Við urðum að dæla og dæla á nýjan leik, eins og áður. En 22. janúar komuin við til St. Yhes i Portúgal; fleygðum við þar kjölfest- unni fyrir borð, byrjuðum að ferma salt og höfðum lokið því 4. febrúar. Þegar við vorum fullfermdir varð nú alt upp í loft. Skútan lak svo mikið, að dælan mátti aldrei standa ólireyfð lengur en sex tíma i einu. Vorum við nú allir sem einn sam- huga um að neita að fara út úr höfninni með skipið, og fórum á fund daiiska ræðismannsins og tjáð- um honum þetta, allir i senn. Dæl- urnar voru iiú innsiglaðar frá klukk- an sex að kvöldi til klukkan sex að morgni. Þóttumst við nú vita upp á hár, að þá væri kominn 18 þuml- unga sjór i þá gömlu, af þeirri reynslu sem við liöfðum af henni frá undanförnum nóttum. En livílik skelfing lialdið þið að hafi dunið yfir okkur þegar lfinn háttvirti ræðismaður kom á vettvang og úr- skurðaði að ekki væri nema 8 þuml- unga sjór i skipinu. Hann gleymdi tíu þumlungunum. Við urðum æfir og sögðum þetta vera lirein ósann- indi en ekki tjáði að deila við dóm- arann. Við fengum okkar dóm svart á livitu: að halda áfram ferðinni, hvort sem okkur líkaði betur eða ver. Hver sá, sem færi af skipinu skyldi talinn strokumaður og fá sinn dóm eftir því! Hver og einn, hvort sem hann er sjómaður eða ekki, niun geta setl sig i 'okkar spor! Að hugsa sér þessa menn, sem ráku okkur á stað aftur, dimman vetrardag út á At- lantshafið, yfir Biscayaflóann, með þrauthlaðið skip, hrijilekt. Já, les- andi góður, sem hafið ferðast með okkur liina ferðina, þjer getið sctl yður í okkar spor! Okkur fanst við hafa unnið eins og lietjur á ferð- inni frá Labrador, en þarna voru nú launin fyrir að liafa sjálfir bjarg- að skútunni í höfn hjálparlaust. Okkur leið illa. Við hliðina á okkur lá gömul, rússnesk skonnorta, sem stóð svipað á fyrir eins og hróinu okkar. Þeim, sem þar voru um borð, var skipað að sigla líka. Svo ljettu bæði skipin þann 6. fehrúar. Vindurinn var með okkur og við komumst fljótlega fram hjá Lissa- Hjeldiim vi& svo áfram að dæla, allir til skiftis. Og hvað var það? — Lítið kross-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.