Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1942, Page 25

Fálkinn - 18.12.1942, Page 25
19 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1942 manni, .stórum og digrum manni, sem masaði einliver ósköp um að það væri gott að hann hefði komið, því að nú væri hann að gefast upp! Á eftir manninum kom lest af körl- um og konum. „Hvernig stendur á ykkur hjerna úti á mýri?“ sagði Laust forviða. „Við komum úr hrautarlestinni. Hún strandaði i skal'Ji hjer cinlivers- slaðar fyrir ofan, svo að við ætluð- um að reyna að komast á næsta hæ — en nú liöfum við vaðið snjóinn i meira en tvo tíma.“ [ FYRSTU voru þetta sjö snjó- * kerlingar en þær urðu svo að sjö manneskjum, þegar snjórinn bráðnaði af þeim, Svo að stofugólf- ið varð einn pollur. Þarna vár Crone farandsali, Marius skipsþjónn, Hörxlum fasteignasali, ungfrú Dana hjúkrunarkona og steppdansara- flokkurinn Hally Sisters and Broth- ers, sem öðru nafni hjetu ungfrú LiIIy og piltarnir Hugo og Willy — skyldleiki þeirra mun eingöngu hafa verið i andanum, þvi að þau voru ekkert skyld, að því undan- skildu, að Adam mun hafa verið ættfaðir þeirra allra. Undir eins og Mína liáfði jafnað sig eftir ákom- una, gerði hún sjer ljóst livað á spítunni hjékk: Hún varð að búa út mat handa sjö manns, og það yrði að gerast fljótt. En hún gat uetta---hún átti hvítkál í xjallar- arium og saltketskagginn hennar var ckki tómur. Laust stóð í keng á sokkalestunum úti í horni og starði á fólkið eins og naut á nývirki. .lafnan höfðu það verið æðstu stundir æfi hans er liann kom á markaðinn í Holst- erbro einu sinni á ári og fann lífið iða í kringum sig. En nú var þarna einskonar markaður í stofukytrunni hans, og það sjálft aðfangadags- kvöldið. Skelfing gat það talað, þetta fólk — það var blátt áfrarn undravert. Þegar einhver ljet út úr sjer einliverja kýmna athugasemd greip annar hana á lofti og sneri henni við, svo að önnur merking varð i henni — það var gaman að hlusta á þetla — ljómandi gaman. n LT í EINU pírði Laust augun- um: hann sá ekki betur en að unga stúlkan, sem þau höfðu kall- að ungfrú Lilly, vippaði sjer upp úr pilsinu sínu og hengdi það til þurks á ofninn. Svo leit liún frekju- lega kringum sig í stofunni og sagði hvatskeytislega: „Ef það ætlar að líða yfir vkkur við að sjá skikkan- legar silkibuxur, þá á jeg kamfóru- dropa lijerna í töskunni minni!“ Karlmennirnir hlóu og' sögðust mundu lifa það af, en litla hjúkr- unarkonan kipraði varirnar. Laust þóttist að vísu ekki ótttast yfirlið, en fanst liann samt vera á hálum ís, svo að hann læddist út í trygga liöfn til Minu. Þar var hann þang- að til kálið var soðið. Er betri matur til en hvítkál með saltketi og bjúga? Það fanst þeim Laust og Mínu ekki vera — og þetta kvöld voru sjö manneskjur, ný- komnar úr lífsháska, á alveg sömu . skoðun. Þær sátu með járngafflana reiðubúna þegar Mina sagði með irnilegri alúð: „Æ, gerið þið svo vel að fá ykur almennilega á disk- ana. Við söltuðum heila kind í haust, svo að nóg er til af ketinu!“ En þessa stundina fanst Crone fafandsala að liæfilegt hefði verið að ætla honum einum tvær kindur, en liann varð þess fljótt vísari, að það var undirstaða i matnum henn- ar Mínu. „Gerið þið svo vel — æ, gerið þið svo vel. Hjerna er púðursykur og steyttur kanel til að salla á kálið.“ Sylcur og kanel á hvítkál! Það hafði Marius skipsþjónn aldrei heyrt fyr því að liann heyrðist greinilega flissa ofan í diskinn sinn. Mína misskildi þetta og sagði mæðulega: „Já, það liefði auðvitað fremur átt að vera strásykur handa svona kaupstaðarfólki — en hann er nú því miður ekki til á heimil- inu.“ „Jeg ætla að reyna púðursykur og kanel á kálið,“ sagði Lilly og stráði á kálið. „Þetta er Ijómandi gott!“ Nú vildu fleiri reyna þennan hragðbæti og mörgum fanst hann ágætur. Allir urðu saddir — sumir svo, að þeir áttu bágt með að standa upp l'rá borðinu. Fasteignasalinn leit til Crone farandsala og sagði: „Þetta var nú matur sem sagði sex!“ Nú var næst að hola öllu þessu fólki niður. Mina og Laust vissu ekki sitt rjúkandi ráð. í Mýrarkoti var lítið herbergi, sem kallað var gestakamers, en það hafði ekki ver- ið notað í mörg ár. Að vísu var rúm þar inni, en þegar Mína fór að lita eftir, var snjóskafl úr glugganum og yfir rúmið. Og svo var nú betri stofan, en þar var enginn ofn, og þegar málið var borið undir gestina sögðu þeir einum rómi, að þeir vildu helst ekki fara úr hlýjunni, þó svo að þeir yrðu að sitja á stól alla nóttina. „Við Laust getum legið i fjósinu, þá getur kvenfólkið fengið rúmið okkar,“ sagði Mína. Það brá fyrir þakklæti i augum litlu hjúkrunarkonunnar, en ungfrú Lilly íýsti þvi yfir, að hún væri ekki hrædd við Ijón, það hefði hún sýnt þegar hún steppaði i ljónabúr- inu hjá.Aero Cliffs — en mýs! -— henni færi kalt vatn milli skinns og hörunds þegar hún sæi mýs. Og hún fann á sjer, að það væru mýs í svefnherberginu! Svo varð það úr, að digru karl- mennirnir tveir fengu hjónárúmin, hitt fólkið lireiðraði um sig eins og hver gat best í hlýju stofunni. Klukkan var ekki orðin tiu þegar allir gestirnir voru steinsofnaðir. Iíuldinn og hitinn, þreytan og hvild- in, kvíðinn og vissan, hungrið og kviðfyllin — allar þessar andstæð- ur höfðu verkað á það eins og besti svefnskamtur. En Laust og Mína lágu andvaka í auða básnum i fjósinu. Kýrnar h.ringluðu i nautaböndunum, storm- urinn ýlfraði og mýsnar ljetu skrjáfa í hálminum. En það var ekki þetta —- það var alt hilt. Þessi atburður hafði orðið ol' gagntakandi. Öll þessi ókunnu andlit og óþektu radd- ir. Skelfing var þetta skrítið fólk, liugsaði Mína. Dansmærin, sem geklc um á hjólreiðabuxum — eða livað það nú var —- liafði spurt liana hvort hún vildi sígarettu! Hún hlaut að vera að gantast að henni. Eins og hún, gömul sveitakonan, gengi með sígarettur í talandanum á sjálft aðfangadagskvöld? Laust bylti sjer. Viðburðir kvölds- ins voru' líka á þeysingi í heila- búinu á honum, eins og hringekja. Hann háfði aldrei' rent grun í, að svona manneskjur væru til. Þær gátu altaf fundið sjer eitthvað til að segja. Og hvað þetta fólk gat hlegið! Þetta hlaut að vera gæfu- samt fólk — peningaáhyggjurnar ömuðu ekki að því, eins og sumum. Hann andvarpaði djúpt og sofnaði. En svo kom jólamorguninn og gjörólíkt veður. Það var kalt enn- l>á og talsverður skafrenningur, en það vat- heiðskirt — stundum hrosti sólin eins og í ógáti. Það var ekk- ert viðlit, að gestirnir kæmust frá Mýrarkoti — enda lá þeim ekkert á. Þeim leið eiginlega prýðilega. Þeir voru orðnir svo spriklandi fjörugir eftir að hafa sofið úr sjer drungann frá kvöldinu áður. ¥T NGA FÓLKIÐ var ýmist i snjó- ** kasti eða brunaði sjer á rass- irum ofan af húsþakinu niður sam- felda fönn, sem hafði lagst upp að þakskegginu. Skipsþjónninn var frammi i eldhúsi að hjálpa Mínu. Það var nú beinlínis hrærandi, að svona ungur piltur skyldi hafa hugs- un á þvi. — Kvenfólkið var svo sem með hugann annarsstaðar. Digru mennirnir tveir komu líka fram i eldhús, en erindið var að spyrja hvað þeir ættu að fá að borða. Ja, klína hafði nú hugsað sjer leifarnar af kálinu og svo grautarþynning. „Jeg sá svo ljómandi falleg hænsni úl í hlöðu,“ sagði Hördunt og gerði sig svo biðjandi og barnslegan í málrómnum. Mína gat ekki áð þvi gert, að það tognaði á andlitsbjórnum á henni — hún hafði aldrci vanist því, að gestirnir segðu henni fyrir urn mat- inn. En úr því að þeir gerðu það, þá var víst best að reyna að gera þeim til hæfis ...... Þetta var dýrindis veislumatur: súpa, hænsnasteik og ábætir — og vín í ofanálag. Það var Crone, sem hafði uppgötvað sæg' af rykuguin flöskum á gólfinu í kjallaranum hjá Mínu. Hvað það var? Jú, það var nbsvín, sem Mína liafði bruggað l'yrir tnörgum árum, en sem alveg hafði gleymst að drekka — þvi að hver átti eiginlega að drekka það? Það kom á daginn að þetta var á bragðið eins og besta kampavín og þar að auki þræláfengt. Hláturinn glumdi við innan- úr stofu og fram i eldhús. „En livað blessað fólkið skemtir sjer!“ sagði Mina. Hún skyldi ekki fyndniorðin en það var eins og lilátur hinna kitlaði hana og hún hallaði sjer fram á eldstóna og hrist- ist af hlátri. „Ójú,“ sagði Laust. „En hver á að borga brúsann?“ Mína og hann átu ekki við borð- ið, en alt i einu opnuðust dyrnár og hópur af gestunum kom fram og krafðist þess að liúsbændurnir drykkju að minsta kosti eitt glas með þeini — glas af þessu ágreta ribsvíni. Og upp úr þessu gerðust hin fá- ránlegustu tíðindi í Mýrarkoti: Þeg- ar tekið hafði verið af horðintt var því skotið út að vegg og nú ljeku I/ally Sister ancl Brother listir sín- ar. Lappirnar á þeim gengu eins og slrokkbullur. Undir eins og þau voru húin gekk Crone frant og las upp kvæði eftir Drachmann. Skipsþjónn- inn kom næstur og sagði eitthvað a ensku og svo söng fasteignasalinn gamlar tíðars'ísur, sem aldrei ætl- uðu að enda. Allir lögðu eitthvað til — að endingu söng ungfrú Dana hjúkrunarkona: „Det var en Lör- dag Aften“ ofurveikt en svo við- kvæmt, að áheyrendunum konnt tár í. augu. IMMan hafði á ný lagst yfir bæ- inn, en inni í stofunni blakti ljösið á lampanum og gólfið gekk í öldum. Skipsþjónninn hafði sett upp bar i stofuhorninu og hjúkr- unarkonan var óðfús að hjálpa hon- um — þau liöfðu sem sje koinist að þvi, að þau voru bæði frá Thisted og þessháttar eykur samúðina. Mina hjelt sig í eldhúsinu eins og nokk- urskonar björgunarbátur, en öldur hafsins ltöfðu gleypt Laust. Hann hafði sungið gaml.ar sveitavísur fyrir fólkið og ltann hafði dansað og verið hlindingur i blindingsleik. Og svo hafði hann lent i því í panta- leiknutn, að eiga að fara út og telja stjörnurnar með dansmærinni tind- ilfættu. Svo rann upp 2. dagur jóla og nú var komið logn, svo að hægt hefði verið að kveikja á jólatrje úti á hlaði. ístrubelgirhir höfðu fengið ntorgunkaffið i rúmið og hagræddu sjer og hvíldu á eftir. Og nú fædd- ust vinsamlegar hugsanir í stóru, kringlóttu kollunum á þeim. „Heyrðu, Crone, hvað eigum við að gefa hjónunum þegar við förum?“ „Æ, ekkert sjerlegt — þú veist, að það l'ær alt gefins hjerna í sveit- inni. Það er ekki vert að vera a'ð koma þvi upp á of mikið.“ „Jeg var að tala við konuna í gær og þá hafði jeg upp úr henni að þau eru bláfátæk — þau eru meira að segja milli steins og sleggju út af ábyrgð.“ „Það er annað mál — þá verðum við að láta okkur farnast vel við þau. En hvað finst þjer við eigum að láta þau liafa?“ „Maðurinn ltefir í rauninni bjarg- að lífi okkar .......“ „Jæja, mitt líf er nú ekki mikils virði — jeg hefi astma og podagra og-------— I Frh. á bts. 23.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.