Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1942, Blaðsíða 48

Fálkinn - 18.12.1942, Blaðsíða 48
42 JÖLABLAÐ FÁLKANS 1942 „Já, lítið ]>jer á miðánn minn. I>jer liafið fengið „röð“: 7 4 5 6 8 — mjög góð sögn. En jeg hefi aðeins 7 4 5 6 7 ——“ „Þetta er allra laglegasti farmiði. Fallega gulur á litinn.“ „Hvað varðar mig um litinn. Það er sögnin, sem alt veltur á. Og hvað hefi jeg? Tvö sjö — vesælt par.“ „Gerið þjer svo vel, það er vel- , komið að jeg skifti við yður.“ „Ekki að nefna,“ svaraði Júlíus, „aldrei, svo sannarlega sem jeg heiti Júlíus Apolonius Friðhóll Jeremi- asson ( þarna fjekk jeg að vita hvað maðurinn hjet). Það má segja margt ljótt um mig — að jeg hafi eytt vikukaupi minu í spilum, logið til aldur míns i manntalinu, að jeg sleiki hnífinn þegar jeg jet, — en að hafa rangt við í spilum, það geri jeg aldrei.“ Mjer fór a'C leika forvitni á mann- inum. — Hversvegna higuð þjer til aldurs á manntalinu,“ spurði jeg. „Var það til ])ess að verða sunnu- dagsbarn?“ „Jeg er fæddur 3. febrúar 1870,“ svaraði hann og gnísti tönnum. „Getið þjer lmgsað yður lilægilegri dag: 3.2.1870. Þar er ekki nokkur sögn, ekki einu sinni pw. Og það gat jeg ekki sætt mig við. Svo gaf jcg upp fæðingardaginn 11.11.1871 — fimm langa — býður nokkur bet- ur?“ „Jeg er fæddur 22. desember 1892,“ svaraði jeg. Júlíus starði á mig andaktugur. „Viljið þjer giftast dóttur minni?“ spurði liann, „liún er lagleg stúlka, vel uppalin og kyrlát; l)ún er vel að sjer í matseld og barnfóstrun og saumar harðangurssaum.“ „Jeg má til að sjá hana fyrst,“ sagði jeg i glensi. „Jeg á heima í InkognitOgötu,“ sagði hann, „viljið þjer koma heim með mjer og fá kvöldverð? Tebolla og brauðbita, alt viðhafnarlaust. Jeg hugsa að Hilda sje heima.“ Nú fanst mjer fara að taka í hnúkana. „Jeg er bundinn í kvöld,“ laug jeg. „En hversvegna viljið þjer endilega fá mig fyrir tengdason?“ „Vegna þess að þjer hafið „fjóra langa“ í afmælisdeginum yðar,“ svaraði hann: „22.12.92. Það er ó- venjulega góð sögn. Hilda liafði, að mjer fornspurðum, trúlofast manni, sem hjet Jósep. en jeg sparkaði hon- um niður stigann — hann er fædd- ur 17. maí 1896. Getið þjer hugsað yður aðra eins frekju?“ „Hvernig hafið þjer orðið svona?“ spurði jeg, en iðraðist spurningar- innar undir eins. Þvi að það er ein- m'itt ekki svona, sem maður á að lala við menn, sem — svo maður taki undir með Björnson — hafa mist alt, en ekki vitið. En Júlíus Jeremíassyni' gramdist þetta ekki baun. „Jeg er pokerspil- ari af ástriðu," svaraði hann, „jeg spilaði póker hvert einasta kvöld og vanrækti mína ástúðlegu, nú i friði hvílandi eiginkonu (hún dó 4.4.1914 — fult hús við jarðarförina) og við banabeð hennar varð jeg að lofa þvi, að snerta aldrei spil framar. Það b.ef jeg lika efnt, en það hefir kostað mig óbærilegar kvalir, og nú verð jeg að spila poker með tölunum, sem jeg kemst yfir. Það er beinlin- is orðið löstur. — Um daginn borð- aði jeg á veitingahúsi og reikning- urinn var 22 krónur og 22 aurar (fjórir langir). Hann var skammar- lega liár, en jeg varð svo feginn, að jeg gaf þjóninum 5 kr. 55 í þjórfje.“ Eftir þetta hitti jeg Júlíus Jere- miasson talsvert oft. Jeg kom lika heim til lians og leit á Hildu, sem var í svörtum kjól og með svartar neglur, af því að hún hafði ekki fengið að giftast honum Jósep sín- um. Það varð ekkert úr neinu milli okkar, en það spilti engu um, að jeg yrði góður vinur Júlíusar. Jeg reyndi að sefa hann og beina spila- fíkn hans á liættulausari braut en áður. Og þetta tókst mjer þó lygilegt sje; liann fór að safna dagblöðum, ír.eð ákveðnum númerum, og þegar honum tókst eitt sinn á uppboði að ná í allan 111. árgang af „Intelligens- sedler“ rjeð hann sjer ekki fyrir gleði. En svo kom áfallið — hræði- legt og óvænt. Það er ekki hægt að saka síma- stjórann þó að liann gerði það sem liann gerði. Hann þekti ekki Júlíus Jeremíasson. Hann varð blint verk- færi i höndum guðanna; hann skildi ekki símasón örlaganna, og sendi þessvegna rannsóknarlögreglunni brjefin hans. En það er best að jeg segi söguna eins og hún gekk. Július Jeremíasson var að fá sjer sima. Hann var i stöðugum spenn- ingi vikum saman, en hann vildi ekki biðja um hátt númer, því að það hefði verið „að hafa rangt við.“ Hann fjekk 43172. Þann daginn var ekki komandi nærri honum. Ililda kom grátandi lil mín og sagði, að liann pabbi sinn hefði lamið sig í hausinn með simaskránni og kallað sig „svenska röð“ — en það var sögn, sem liann fyrirleit og yildí aldrei viðurkenna. En þetta var þó ekkert hjá því, sem skeði næsta dag. Júlíus Jeremi- asson hafði verið að lesa i síma- skránni alla nóttina til þess að at- huga hverjir hefðu bestu sagnirnar í númerunum sinum, og þegar hann uppgötvaði það, undir morgun, að Jósep, fyrrum trúlofaður Hildu, en nú giftur rikri ekkju, hefði fengið i úmerið 66777, logaði ástríðan upp úr honum og liann skrifaði sím- stjóranúm fyrsta hótunarbrjefið. Þau urðu fleiri og loks ljet símstjórinn taka hann fastan. Hann var rann- sakaður af tveimur læknum, sem hvórugur kunni poker (eitt mesta hneyxli í geðveikramálasögu vorri), og þeir sendu hann á Klepp. Og þar tókst lionum, eins og kunnugt er, að svifta sjálfan sig Jífi, þann 22. febr. 1932 (fjórir langir). VEIÐARF/ERI ÚTGERÐARVÖRUR VERKFÆRI - VJELAÞJETTINGAR Málingavörur Tjörur Botnfarfi Sjómanna- og- Verkamannafatnaður Klossar Regnkápur Kuldahúfur Nærfatnaður. VERSLUN 0. ELLINGSEN H. F. Elsta og stærsta veiðarfæraverslun landsins. Vanti yður byggingavörur eða smíðaefni til nýbygginga, breytinga eða verkstæða er hyggilegast að tala við mig. — — Eins og að undanförnu hefi jeg áualt fgririiggjandi gmsar teg- undir af krossuiði, harðuiði og bgggingaefnum, ásamt hinni ó- dgru og góðu uikureinangrun. JÓN L0FTSS0N Bgggingaefnauerslun. Austurstrœti 14, Sími 1291
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.