Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1942, Blaðsíða 38

Fálkinn - 18.12.1942, Blaðsíða 38
Die Fledermaus. Frh. af bls. 31. Dáðir forviða Falke og Eisenstein á ]jví að hittast á þessum stað. Og nú kemur dr. Blind til þess að tala máli skjólstæðings síns, o£ Eisen- slein fær tækifæri til að hella sjei .vfir iiann á nýjar- leik og fleygi'- nonum út öðru sinni, en tekur um leið af honum höfuðfatið, yfirfrakk- /,nn og gleraugun, kemur inn aftur í gerfi Blinds og hygst að yfirheyra manninn, sem fangelsaður hefir ver- ið í hans stað. En rjett í ,því að Álfred er leidd- ur inn 1 skrífstofuna, kemur itosa- lind og ætlar nú heldur en ekki að klekkja á bónda sinum. Þykist hún standa vel að vígi, því að hún er með úrið hans. En nú kemst alt í uppnám. Þau Alfred og Rosalind ráðast fyrst að hinum dulhúna Eis- enstein, sem þau halda að sje dr. Blind. En þegar Eisenstein heyrir um heimsókn Alfreds til frúarinnai, jjrífur hann af sjer höfuðfatið og gleraugun og eys úr skálum rjett- látrar reiði sinnar yfir frúna. En hún lætur sjer ’ fátt um finnast og hregður honum um lauslæti og svik við sig. Bundinn er endir á rifrildi hjónanna með þvi, að dr. Falke kemur á skrifstofuna og ineð hon- um alt fólkið, sem verið hafði í veislu rússneska prinsins. Falke greiðir úr öllum misskiiningi og skýrir frá þvi, að alt sje þetta heimskuleg hrella, sem hann sje höfundur að, og átt hafi að vera liefnd á Eisenstein, fyrir grikkinn, sem hann hefði gert sjer. Hefði prinsinum verið kunnugt um fyrir- ætlun hans og fallist á hana. Eisen- stein lætur sjer þessi málalok vel líka. Hann er sannfærður um sak- leysi konu sinnar og faðinar liana að sjer með mikilli blíðu og hún tekur þvi undur þýðlega. Taka menn nú gieði sína aftur og er borið fram freyðandi kampavín. Lýkur leikn- um svo með glaðværð og glasa- glaniri, og skyldi enginn trúa því, að þetta sje um miðjan morgun og i — „tugthúsinu“. Athugasemd. Það er næsta líklegt að ekki beri nákvæmlega saman þessu textaágripi og „Leðurhlökunni" eins og hún kann að koma fyrir sjónir á okkar leiksviði nú um jólin. Til eru nú orðið margár útgáfur af „Leður- blökunni" og ekki allar samhljóða, og hún er húin á leiksviðið á ýmsan hátt. T. d. hefir hún verið sýnd sem „Grand Opera“ á Metropolitan i New York og víðar í borguin vestra, en sem óperetta í London og við- ast' hvar á Þýskalandi. Annars er hin upphaflega merking óperettu- heitisins aðeins: lítil eða stutt ó- pera, þó að nú sje í ]iað lögð aðal- lega merkingin gaman-6pera. En livað sem öllu þessu liður, þá cr aðal-þráðurinn samhljóða í öllum útgáfum þó að aukaatriðunum sje snúið á ýmsa vegu. Hjer er stuðst við vandaða am- eríska textaútgáfu. Th. A. Hefðarfrú og dýrlingur Frh. af bts. 15. um við dóm guðs yfir mönnunum, hæði í það sinn og oftar. Vafalaust hefir henni orðið þetta á, þegar hún sendi brjef frá Rómaborg heim til Svíþjóðar með opinberun, sem átti inni að lialda hvorki meira nje minna en fullkomna uppreistaráætl- un gegn Svíakonungi, Magnúsi Ei- ríkssyni, en sænsku stórmennirnir, þ. e. a. s. þjóðfjelagsstjett Birgittu Birgisdóttir, hötuðu þennan konung af einlægni og heilum hug. En opin- berun Jjessi er þrungin hinum ruddalegusu meiðyrðum í garð hirts óliamingjusama konungs, enda urðu stórmennirnir innan , skamms til þess að setja hann af konungsstóli. Iíftirmaður hans í konungsembætt- inu, Albrekt frá Mecklenburg, varð þó fyrir ennjjá heiftúðlegri árásum af hálfu frú Birgittu. f einni opin- beran sinni talar hún um Albrekt sem „son eiturormsins, fæddan af ormlegum föður og órmlegri, eitur- fullri móður“. Ekki taldi ]jó Birgitta hlutverk sitt einungis í þvi fólgið að halda reiðilestra yfr valdamönnum þessa heims. Aftur á móti dugði ekki heldur fyrir brúði Krists að sökkva sjer niður, sæl og dáðlaus, í rósemd og sætleika samneytisins við guð, heldur varð hún umfram alt að vinna. Stærsta og erfiðasta hlutverk lífs síns fjekk hún, er Kristur birtist henni og skipaði lienni að grund- valla nýtt klauslur samkvæmt þeirri reglu, seni hann las fyrir sjálfur. í Sviþjóð var lnin þegar orðin það áhrifamikil, að hún gæti auðveld- lega fengið bæði konunginn og stór- mennin til að fallast á fyrirætl- anir sínar, og konungshjónin gáfu mjög riflegar gjafir til hins fyrir- liugaða klausturs. Birgitta hefir aug- sýnilega strax byrjað á framkvæmd- unum, en orðið að fresta þeim fyrst um sinn, af því að einhverju mikil- vægu skilyrði hafi verið ófullnægt. Hana vantar nefnilega staðfestingu páfans á hinni nýju reglu, og hún fjekst ekki, enda þótt Birgitta sendi sierstakan boðbera til hins Heilaga Föður. En fyrst sendimaður hennar gat ekki fengið neitt framkvæmt i málinu, lagði lnin sjálf út í píla- gríinsferð til Rómaborgar árið 1349, í þeirri von, að geta framkvæmt hugsjónir sínar, sem hún áleit að væru sjer innblásnar af guði. En hún fór ekki ein.Til vonar og vara fylgdi henni liinn lærði skriftafað- ir hennar, Petrus Olavi frá Skenn- inge, en hinn skriftafaðirinn Pet- rus frá Alvastra, sótti hana heim i Rómaborg, þar serii hún átti eftir að dvelja í rúmlega tuttugu ár. Þessir tveir hafa, að lienni látinni, samið æfisögu hinnar merku konu í bók, sem lilaut nafnið „Vita Sanctæ Birgitlæ“. En meistari Matt- hías, frægasti skriftafaðir hennar, dó árið 1350, sama árið og svarti- dauði geisaði sein verst í Svíþjóð. Það hefir aldrei verið með fullu skýrt, hvernig á því stóð, að Bir- gitta leitaði til Rómaborgar en ekki til Avignon, ]>ar sem páfinn átti þó heima, þegar lnin ætlaði sjer að fá staðfestingu hans á liinni nýju klausturreglu, en af frásögnum skriftafeðra liennar má ráða, að hún áleit sig hafa fengið skipun Krists sjálfs um að fara til Rómaborgar og bíða þar, þangað til hún hefði sjeð páfann og keisarann hittast í Róma- borg og eins að vinna sjálf að því að svo yrði. Fyrir Birgittu eins og fyrir mörgum öðrum trúræknuni mönnum í þá tíð, var það ekki nema sjálfsagt, að hinn Heilagi Faðir byggi í Rómaborg, sem umfram all- ar borgir heims væri helguð um alla eilífð af því blóði, er píslarvottar kristindómsins höfðu fórnað guði til dýrðar. Líklegt er að hún hafi húist við því, að páfinn mundi snúa aftur þangað þegar árið eftir, 1350, sem var fagnaðarár heilagrar kirkju, en þá söfnuðust saman til liinnar helgu borgar stórir hópar pílagríma úr öllum löndum kristin- dómsins. En Bij-gitta varð fyrir vonbrigðum. Árum saman varð hún að bíða, stundum lifði hún ásamt fylgdarliði sínu í dýpstu fátækt, þó að hún væri ein auðugasta kona Svíþjóðar á þeim tímum, oft varð lnin að þola háðsyrði og fjandsemi, en aldrei efaðist hún um rjeltmæti hlutverks ])ess, sem hún áleit að væri lienni gefið af guði. Birgitta átti sannarlega þá trú, sem kann að vinna bug á öllum örðugleikum, og luin þurfti líka í fylsta máta á þeirri trú að lialda. Lengi vel virtist það vera algerlega vonlaust fyrirtæki að reyna að útvega staðfestingu páfans á nýrri klausturreglu, þegar af þeirri ástæðu, að ekki voru þá fleiri klausturreglur leyfilegar en fjórar, nefnilega reglnr þeirra Basilí- usar, Ágústínusar, Benediktusar og Fransiskusar, og svo hafði verið ástatt í rúmlega hundrað ár. Allar nýjar klausturstofnanir varð að inn- lima í einhverja af þessum fjórum eldri reglum. Annar erfiðleiki, og síst minni en hinn, var hugmynd Birgittu um að stofna samklaustur kvenna og karla, eða öllu lieldur tviklaustur með fullkomlega aðskild- um sjerbygginguin lianda konum og körlum, þar sem hvort kynið um sig liefði ákveðið hlutverk að vinna fyrir heildina. Stjórnandi tvíklaust- ursins ætli að vera kona, abbadís nunnuklausturs, en hún ætti að njóta aðstoðar eins munks „priorsins“ í hinu hliðstæða karlmannaklaustri í málum, sem kæmu því við. En jjess- liáttar fyrirkomulag var að sjálf- sögðu alveg frábrugðið skoðunum miðaldamanna á stöðu konunnar í þjóðfjelaginu og þótti algerlega ó- sæmilegt, en frú Birgitta var nú ekki til einskis hin tiginborna dóttir sænsks stórmanns, og þar að auki hin valdmikla húsfreyja á bæ ann- ars stórmennis um margra ára skeið, en slík kona hafði frá fornu fari alt aðra og sjálfstæðari afstöðu í nor- rænum löndum en í suðlægari hlut- uin Evrópu, jafnvel á miðöldunum. Það var von, að hugsunarháttur liinnar norrænu hefðarkonu væri ákaflega hneykslandi i augura þeirra manna, sem vanir voru að líta á konuna, sem eitt argasta verkfæri djöfulsins til að koma frómleika karlmanna fyrir kattarnef. En frú Birgitta ljet sjer ekki detta i hug að gefast upp. 1 hinni frægu Iýsingu Heidenstams á pílagrímsferð Bir- gittu til Rómaborgar, lætur höfund- urinn liana segja viðvíkjandi þessu við skriftaföður sinn: „Enda þótt þú og allir aðrir karlmenn í landinu hrópuðu nei við, þá skal samt verða eins og jeg hef fyrirskipað". í meira en tuttugu ár dvaldi Birgitta í Róma- borg og vann að málefni sínu af hinni mestu þrautseigju. Meðal ann- ars sendi hún páfanum i Avignon JÓLABLAÐ FÁLKANS 1942 brjef með skipun Krists um, að hinn Heilagi Faðir ætti að snúa aftur til borgar píslarvottanna, og loksins, þann 1(5. október 13(17, hjelt þáverandi páfi, Urban V., innreið sína í Rómaborg. Árið eftir kom jafnvel keisarinn þangað, og þá skeði það, að keisarinn, sem trúr sonur hinnar heilögu kirkju leiddi liest hins Heilaga fÖður, einu sinni þegar yfirmaður kirkjunnar reið frá Sankt Angelo kastala til Pjeturs- kirkjunnar, Birgitta vann af kappi að þvi að fá staðfestingu páfans á klaustur- reglu sinni, sem hún vildi kalla „Regula San Salvatoris“ — reglu hins Heilaga Frelsara — af því að frelsarinn liafði sjálfur skipað fyr- ir um hina nýju klausturstofnun. En hún varð enn fyrir vonbrigð- um. Páfinn vildi að vísu gjarnan lcyfa henni að grundvalla klaustur — en aðeins samkvæmt reglu hins heilaga Ágústinusar. f þrjú ár, eða allan þann tíma, sem páfinn var kyrr í Rómaborg, lijeldu samningar áfram, án þess þó að páfinn vildi fallast á klausturreglu hins Heilaga Frelsara. En Birgitta, „konungs- frænkan frá Næríki“, eins og hún virðist hafa látið kalla sig í Róma- borg, gafst þó ekki upp. Þegar páf- inii, eftir þriggja ára dvöl i hinni helgu borg, sneri aftur til Avignon, fylgdi hún honum alla leið að Monte Fiascone og gerði örvæntingarfull- ar tilraunir til að ná samþykki hans, en árangurslaust. Loksins þann 5. ágúst 1370, veitti páfinn lienni leyfi til að stofna tvö klaustur, eitt fyrir konur og annað fyrir karlmenn — en aðeins samkvæmt reglu hins heilaga Ágústínusar. En ]>etta var alls ekki í samræmi við klaustur-" hugmynd hennar. Birgitta liafði þó verið það bjartsýn, að lnin var þeg- ar árið áður, 1369, búin að senda einn vina sinna lieim til Svíþjóðar til að byrja á framkvæmd klaustur- byggingarinnar. Þó að Birgitlu liefði ennþá einu sinni mishepnasl, virist hún samt ekki liafa efast um hina heilögu skyldu sína að ljúka við það hlutverk, sem drottinn hafði gefið henni, að leiða stofnun hinn- ar nýju klausturreglu til farsælla lykta. En það varð henni ekki auð- ið meðan liún var sjálf á lífi. Þegar Birgitta var komin nálægl sjötugsaldri lagði hún út í nýja píla- grímsferð, í þetta sinn til hins Heilaga Lands, en þar lieimsótti hún marga þá staði, sem koma við sögu frelsarans. Skömmu eftir komu sin til Rómaborgar Ijest frú Bir- gitta Birgisdóttir í júlímánuði 1373. Sama ár var lik hennar flutt áleiðis til heimalandsins. En það var ekki fyrr en ári seinna, að hinar jarðn- esku leifar þessarar merku konu voru komnar heim til átthaga hennar og voru grafsettar í Vadstena, þar sem klausturhús hennar voru enn i smíðum. Áður en Birgitta dó, liafði hún falið einni dóttur sinni, frú Kárin, að vinna áfram að stofnun hinnar nýju klausturreglu samkvæmt fyr- ij-mælum hennar. Og Karin gat loksins komið þvi til leiðar, að páfinn, Urban VI., samþykti „reglu hins Heilaga Frelsara“, árið 1378, að vísu innlimaða í reglu Ágústinus- ar að formi til, en i öllum aðalat- riðum samkvæmt vilja Birgittu. Þegar lík Birgittu Birgisdóttir fluttist til heimalandsins, var hún víðfræg orðin fyrir heilagt liferni, Frh. á bls. 34.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.