Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1942, Síða 47

Fálkinn - 18.12.1942, Síða 47
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1942 41 Paul Gjesdahl: P O K E R VINIR Júlíusar Jeremíassonar liöfðu lcngi verið hræddir um, að svo mundi fara sem fór. Við þektuin hina hættulega spilafík^ hans, þessa óseðjandi nautn hans, að spila poker allan sólarhringinn. Við vissum hvernig hann laafði har- ist við þennan löst og unnið í fyrstu lotu, en tapað þeirri sem mest reið á. Lífið greiddi Júliusi rothögg, og nú liggur liann þarna — öðrum til aðvörunar og skelfingar. Tilfinningar mínar í lians garð voru alls ekki vinsamlegar í fyrsta skifti sem við rákumst hvor á ann- an. Jeg stóð framan á aftanihnýt- ingu Frogner-strætisvagnsins og var að bruna inn i bæinn. Jeg var í vondu skapi og ijet vasaútgáfu-jelið kæla skap mitt, sem var þrúngið hatri og sársauka. Jeg kom frá kær- ustunni minni — fyrverandi kær- ustunni minni. Hún hafði liringt og sagt, að jeg yrði endilega að koma til sín, hún þyrfti að segja mjer dálítið mikilsvert. Jeg var í þann veginn að smokra mjer inn úr dyr- unum — og þá sagði lnin mjer upp. liún elskaði mig ekki lengur, sagði hún — jeg hefði of gisið liár, og eftir nokkur ár væri jeg orðinn sköllóttur. „Hvaða bull!“ sagði jeg, „inaður á að hafa gisið hár, þáð ber voll um gamla ættarmenningu og fágað- ar lifsvenjur. Auk þess nota jeg alt- af ekta franskl hárvatn, og það gef- ur persónu minni göfugan ilm; þeg- ar dimt er geturðu ímyndað þjer að þú sjert trúlofuð stjórnmálaer- indreka." En það stoðaði ekkert, hún sat við sinn keip, og svo glopraðist það út úr henni, að hún væri ástfangin af píanista með heilan frumskóg af hári á kollinum — langan, Ijós- an lubba, sem slettist ofan í augu þegar hann ljeki ástriðufulla' músík —- „allegro furioso" er það vísl kallað. Jæja, þá var vist ekki um annað að gera en að fara, einu tengslin mín við liljómlist eru þau, að jeg hefi verið í karlakóri í hálfan manns- aldur án þess að geta lært nóturnar. Jeg skelti útidyraliurð minnar fyrv. elskuðu á eftir mjer og skrönglaðist niður tröppurnar, svo að fram kom sú tegund liljómlistar sem á tón- listarmáli er kölluð „kakófoni“, nú, og svo stóð jeg þarna á strætisvagn- inum- og ljet jelið lemja mig í and- litið, og hugsaði um dauðann. Þá var það að Július Jeremías- son steig upp i vagninn. Jeg vissi ekki þá, að hann hjet Júlíus, en jeg sá undir eins að hann var Jeremías- son. Hann var þungbúinn og tærð- ur og þessvegna varð mjer undir eins illa við hann. Jeg var í því skapi, að jeg vildi lielst sitja einn að allri lieimsþjáningunni. En ekki varð neitt úr árekstri fyr en við áttum að fara að borga. Miðasalinn kom fram að liurðinni og barði á glerið með giftingar- liringnum. Eins og kunnugt er krefst strætisvagnafjelagið þess, að miða- salarnir sjeu giftir, svo að þeir hafi eitthvað að berja í rúðuna með og svo að þeiin finnist það vera skemtilegra að standa á strætis- vagni í allskonar veðri en að vera heima. Július stóð næst aura- gatinu i hurðinni. Hann hugsaði sig um sem snöggvast og rjetti svo fram fimtán aura. En alt í einu kipti hann að sjer liendinni aftur og gaf i skyn, að jeg skyldi borga fyrst. Jeg kann vel við kurteisa menn, og þessvegna varð mjer lieldur hlýrra til Júliusar en áður, meðan jeg rjelti fram fimm- tíueyring. En þá var liendinni á mjer alt í einu spyrnt frá svo að fjmtíueyringurinn datt ofan í snjó- slabbið á frampallinum — og Júlíus borgaði fimtán aurana sína og fjekk miða. Þá gerði jeg dálitið, sem jeg hefði ekki átt að gera, vegna þess að það var Ijótt, og seih jeg mundi ekki hafa gert ef jeg hefði vitað live hör- undsár Júlíus var. Jeg bölvaði. Jeg sagði lireint og beint: „Hvert í hel- víti, maður, getið þjer ekki gáð að yður? Hvaða fíflalæti eru þetta?“ Þetta sagði jeg af því að unnustan hafði svikið mig og jeg var liarm- þrunginn. Þegar maður er sálgrein- ingafróður er auðvelt að sjá gegn- um sjálfan sig. Þá bar dálitið óvænt við. Jere- míassonurinn fór að gráta. Tvö þung tár runnu út úr stórum und- anrennubláum augunum i honum. „Afsakið þjer,“ sagði hann, „jeg var bara að spila poker.“ Jeg bráðnaði undir eins, en jafn- framt fór mig að gruna margt. Jeg spila aldrei poker sjálfur, en mig órar eitthvað fyrir spilareglunum. Jeg véit að það er um að gera, með ærlegu eða óærlegu móti, að fá fimm spil á hendina, sem standa i ákveðnu sambandi hvert við annað. Það er góð spilasögn að fá „fjóra langa“ (t. d. 4 tvista, 4 fimm o. s. frv.), svo kentur „fult hús“ t. d. 2 kóngar og 3 ásar) „röð“ (t. d. kóng- ur, drotning, gosi, tía, nia), eða „flush“ (öll spilin af sama lit) sem er ennþá betra. Þetta liefi jeg lært af því að sjá „Wild \vest“ kvik- myndir i Bíó. En mjer var ókunn- ugt um, að hægt væri að spila poker í strætisvagni — og það meira að segja í tíu stiga frosti um há- vetur. „Skýrið þjer þetta nánar fyrir mjer,“ sagði jeg vingjarnlega, og liorfði fast i augun á honum, þvi að jeg hafði lesið i „Hjálp i viðlögum“ að þannig eigi maður að meðhöndla geðveiki á lágu stigi. „Gjarnan,“ sagði Július Jeremías- son, „en má jeg þá fyrst fá að sjá farmiðann yðar.“ „Gerið þjer svo vel!“ Júlíus leit á miðann og stundi hátt. — „Vissi jeg ekki,“ sagði hann. „Jeg tapaði." „Töpuðuð?“ & þurkuélin iif misk fatabrcinsuu og (ituu " &uig*vt_$ 34 c^vrnti 1300 /Kegkiaoife. Þurfið þjer ekki að láta hreinsa eða lita fatnað yðar. Sendið hann þá til okkar og við munum kosta kapps um að gera yður ánægðan. Látið fatnað yðar aldrei verða of óhreinan, það slítur honum að óþörfu. Hrein og vel pressuð föt auka ánægju yðar. Sendum um land allt gegn póstkröfu. Sendum. Sími 1300 Sukkapressan Sækjum. Walsapressan tlrEÍnsunarvélin

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.