Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1942, Blaðsíða 19

Fálkinn - 18.12.1942, Blaðsíða 19
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1942 rifS0S^ÚfmM4fmW^fmf0if^k^^^ 13 IV. Mikill er sá munur, liversu miklu skemtilegra er að liugsa til þess skörungsskapar sem kom fram í því að græða sárin og mýkja meinin, en þeirra af- reksverka, sem meira segir af í sögunum og í öfuga átt voru unnin. En þó er, sem betur fer, ýmislegt af Forn-íslendingum sagt, sem bendir til þess, að hugarfarið hafi livergi nærri verið eins ómannúðlegt og sum- ir vilja vera láta. Má til dæmis nefna það, er Leifur sá, sem allra íslendinga hefir frægasl- ur orðið, hlaut viðurnefni sitt af því, að hann hjargaði mönn- nni, sem i dauðans greipum voru á jskipsflaki í hafi úti. Mannúðin er sú dygð, sem að- dáunarverðust er, en enginn löstur viðbjóðslegri en grimd og miskunnarleysi, og liefir mannkyni jarðar vorrar erfið- lega gengið og seint,.að vaxa frá því hugarfari, sem öllu öðru fremur 'hannar að komist verði á leiðina til liins æðra lífs. En þó að mikið liafi vantað á, að eins vel væri í þeim efnum á Norðurlöndum og þurft hefði, þá mun þó óliætt að fullyrða, að Norðurlandaþáttur mann-^ kynssögunnar sje þar skárslur, í fullu samræmi við það, að i vitkunarsögu mannkynsins, kveður að Norðurlandaþjóðun- um mest, þegar miðað er við mannfjölda og allar ástæður. Og' skal nú vikið að því, að segja nokkuð frá konu, sem mjög framúrskarandi var að viti, og jafnvel meiri þátt virð- ist hafa ált í hinum stórmerki- legu og þýðingarmiklu íslensku" fornbókmentum, en menn haía ennþá gert sjer fyllilega ljóst. V. Snorri g'oði, er Njála segir að vitrastur maður liafi verið á íslandi „þeirra er eigi váru forspáir“, átti 22 börn og var maður mjög kynsæll, svo a'ð líklegt má telja, að enginn af mönnum sögualdarinnar sje í jafn ríkum mæli forfaðir vor íslendinga og hann, og er það að vísu gott ætterni, ekki síst þar sem ein af konum lians var Hallfríður, dóttir Einars Þveræings, sem engu síður en Snorri, var frægur fyrir visku sakir. Frægastir harna Snorra voru þeir Halldór og Þóroddur, og er af þeim háðum sagt í Heimskringlu, en það harnið sem þarfast hefir verið íslenskri þjóð, er sennilega Þuríður og var Ilallfríður Einársdóttir hennar móðir. Er því síst furða, þó að Þuríður væri vel viti borin svo að af har, enda geta þeir hennar háðir að því, Ari og Snorri. Kemst Ari svo að orði, að Þuríður hafi verið „hæði margspök ok óljúgfróð“, en Snorri segir að hún hafi verið „sjDÖk at viti“. Var hún og nefnd Þuríður hin spaka, og mun þó ekki hafa svo verið fvr en aldur færðist yfir hana. Hún dó liáöldruð 1112 eða 1113, og var þá liðin nálega hálf önnur öld frá fæðingu Snorra föður hennar. Snorri lifði sam- tímis Gunnari á Hlíðarenda, Ólafi Höskuldssyni, Agli og Njáli, en þessi dóttir hans sam- tímis Sæmundi og Ara. Hefir það verið íslenskum bókment- um mikið happ. að þessi mikla atgjörviskona skyldi verða svo langlíf. Er óvíst, að Islendinga- sögur eigi um sannfræði, nokkrum einstökum meira að þakka en Þuríði. Það virðist eigi ólíklegt, að Þuríður hafi á yngri árum ver- ið fríðleikskona mikil, einsog Þórdís amma hennar og Þuríð- ur á Fróðá föðursystir hennar, sem svo mjög' var orðlögð. Og eflaust hefir fríðleikur þar nokkru um valdið, hversu flest- ar eða allar hinar mörgu dæt- ur Snorra goða giftust, og aftur þó að þær yrðu ekkjr ur. En Þuríður átti fyrir mann Gunnlaug son Steinþórs á Eyri, er verið hafði liinn erfið- asti fjandmaður föður henn- ar. Mundi þar vera söguefni gott, að segja frá þvi hvernig þar tókust ástir og mæg'ðir, sem áður hafði verið hinn mesti fjandskapur. Þa'ð þarf nú ekki að efa, hvert muni vera að rekja efnið í Eyrbyggju, sem svo mikið seg- ir af föður hinnar ágætu fróð- leikskonu, og þá einnig Lax- dælu, sem liann einnig kemur mikið við, en Bolli hinn prúði, sonur Guðrúnar Ósvífrsdóttur, og einn af orðlögðustu fríðleiksr mönnum þeirra tíma, átti Þór- disi, systur Þuríðar. Þá mun og .Heimskringla eiga Þuríði meira en lítið að þakka, Þóroddur hróðir hennar var með Ólafi konungi helga, en Halldór einn af frægustu köppum Haralds harðráða. Jeg hefi í Framnýal leitt nokkur rök að því hvernig eina af ótrúlegustu sögunum í Heimskringlu muni vera til Þuríðar að rekja, og er ekki annað líklegra en að Þóroddur hafi sagt systur sinni frá því ótrúlega.sem á daga hans dreif í Noregi. Eftirtektarverð er líka í þessu sambandi sagan af til- drögunum til þess, að Þórarinn Nefjólfsson, sem var „farmaðr mikill“ og „allra manna vitr- astr ok orðspakastr“, flutti Hrærek konung til íslands fyr- ir Ólaf helga. Liggur nærri að ætla, að Þórarihn liafi sjálfur sagt Hallfríði móður Þuríðar frá þessu, en hún sí'ðan dóttur sinni. Er ekki ólíklegt, að Hall- fríður liafi verið frjettin ei hún kom til þings með föður sínum eins og Egill Skalla- grímsson kemst að orði við Þorgerði dóttur sína — en Þór- arinn Nefjólfsson verið Ijettur í máli við liina ungu og fögru höfðingjadóttur, enda kunnað frá mörgu að segja. Ef einhverntíma verður á- stundað meir en hingað til hefir verið, að gera líkneski af ágætum íslendingum eða setja þeim einhver minnismerki en jeg er ekki í vafa um að svo mun verða, ef íslenska þjóðin á sjer nokkra framtíð aðra en til glötunar þá má ekki gleyma þessum tveimur ágætu konum, sem hjer hefir nú verið nokkuð af sagt, og þjóð vorri hafa verið svo mjög til heilla og sóma. Okt. Helgi Pjetnrss. Athugið það að svona lita þau út íslensku jólaspilin Fást í næstu búð. Heiidsöhibirgðir: Magnús Kjaran
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.