Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1942, Blaðsíða 36

Fálkinn - 18.12.1942, Blaðsíða 36
„Mamma! Lái'us! Hvert eruð þið að fljúga?“ En þau gátu engu svai- að, heldur sátu þau og hjeldu sjer dauðahaldi í sóflinn og flugu áfram. Níels fanst þetta hræðilegt og liann sárlangaði að hjálpa þeim. Sem betur fór mundi hann eftir óskapokanum, sem hann liafði enn- þá í hendinni, og nú hristi liann hann og sagði: „Hafðu þig liægan Norðanvindur. Þú mátt ekki lirekkja fólk! Skilaðu okkur öllum heim!“ Það var sannarlega gott, að Nícls hafði lært að nota óskapokann, þvi að nú lor alt betur, en maður skyldi liafa haldið. Storminn lægði smátt og smátt, snjóskýin urðu þjett- ari og svartari og nú lieyrðist hvin- urinn aðeins í fjarska. Níels gai ekkert sjeð, en nú fann hann að komið var við öxlina á honum, og hann heyrði rödd iangömmu sinnar við eyrað á sjer. „Þú ert alveg að sofna, drengur minn — og nú er orðið aldimt. Við verðum víst að fara að kveikja!" Níels njeri stýrurnar úr augun- um -— jú, ekki bar á öðru, hann var heima og það var komið kvöld. Bú- ið að kveikja á rafljósunum á göt- unni og þau voru svo skrítinn í þjettri logndrífunni, sem gerði alt alt hvítt og hljótt, þvi að liávaðinn af götunni lieyrðist varla eftir að snjórinn liafði fallið á hana. í sama bili heyrðist gengið um útidyrnar; það var liann pablii hans Níelsar að koma heim. „Jeg kem með gest til 1jíii,“ sagði hann. „Það er hann Lárus liili Irændi þinn úr sveitinni,“ og svo ýtti hann litlum dreng, á aldur við Níels inn úr dyrunum. Hann var allur snjóugur frá hvirfli til ilja, en þegar hann var kominn úr yfir- höfninni þá þekti Níels hann aftur — jjetta var drengurinn, sem hann hafði sjeð á sóflinum, sem Norðan- vindurinn feykti. Nú hafði liann fokið alla leið inn í bæinn, og átti að vera lijá Niels i marga daga. Þegar drengirnir voru orðnir góðir kunningjar, trúði Níels Lár- usi fyrir jjví, hvað hann hafði sjeð kvöldið sem hann kom, en Lárus sagði, að hann mundi hafa dreymt þetta, þvi að hann hefði aldrci flogið á sófli. En Níels þóttist nú vita betur. Jólahafurinn. Hjá hörnunum á Norðurlöndum er það siður um jólin í sveitinni að „gaa-julebukk". Hvað haldið jjið að það sje? Það er ekkerl í ætt við að „bukka“ eða hneigja sig. „Jule- bukken“ eða jóla-geithafurinn er gömul jjjóðsagnavera, og var sagt að Jjessi geitliafur gengi á milli bæja og sníkti sjer mat á jólunum. En af því að jjessir geithafrar eru nú ekki framar til, fremur en huldu- JÓLABLAÐ FÁLKANS 1942 Hver vill eignast fallegt hús? fólk eða tröll, jjá fundu krakkarnir upp á þ.ví, að koma í hans stað og ganga á milli bæja eitthvert kvöld upp úr jólunum. Þegar jjau gera Jjetta þá er um að gera áð klæða sig svo að maður þekkist ekki og gera sjer upp ann- arlegan málróm, svo að ekki sje liægt að þekkja mann á röddinni lieldur. Stelpurnar fara í strákaföt og þau mega ekki vera of góð eða falleg, því að jólahafurinn verður að vera ræfilslegur til fara — því ineiri gustuk finst fólkinu að gefa honum einhverjar góðgerðir. Og svo er hafurinn auðvitað með tusku- grímu fyrir andlitinu. Ef hann þekk- ist ekki þar sem hann kemur, þykir liann eiga kröfu á því að fá góð- gerðir, en annars er það nú svo a ðhann fær góðgerðir hvort sem liann jjekkist eða ekki. Krakkarnir í sama bæ eða bygðarlagi fara öli i þetta ferðalag sama kvöldið og slást liá oft mörg í ferð saman, svo að jiað er gestkvæmt á heimilunum Jietta kvöld. Ekki er staðið lengi við á sama stað, því að jólahafr- arnir verða víða að koma við. Sum- staðar er höfrunum ekki boðið nema í eidhúsið, eða þá að það er stung- ið að þeim einhverju góðgæti í dyr- unum, til Jjess að losna við frekari átroðning. —• Ep svo gera krakkarnir líka ann- að þau búa sjer til jólaliafur, lil þess að gefa hvort öðru og til þess að nota til skrauts á jóiaborðinu og því um líkt. Nú skal jeg segja ykk- ur hvernig má fara að því. Þið Jrnrfið til þessa fjóra pípuhreins- ará, svólitla visk af stör eða hálmi og dálítið af garni, rauðu eða jafn- vel marglitu. Á mynd I og II sjáið þið hvernig þið eigið að beygja pipuhreinsar- ana og leggja hálmstráin utan um þá og fljetia þau utan um þá til beggja enda. Neðri myndin sýnir lappirnar fjórar en sú efri halann (þar eru tvær lengjurnar fijettaðar saman í eitt) til hægri en liornin til vinstri. Þar eru sum af stráun- um beygð niður, því að þá kemur fram hausinn. Loks er lagt lag af ull milii stykkjanna I og II (það er búkurinn á hafrinum) og svo reyrt utan um alt saman með uliargárni. Og þá er hafurinn fullgerður. Hann er að vísu dálitið ólíkur lifandi geithafri í laginu, en svona segja krakkarnir að hann eigi að vera. Það er mikið talað um húsnæðis- leysi núna, og mörgum þætti víst meira en lítið í það varið, að eign- ast hús eins og Jjetta, sem Jjið sjáið hjerna efst á myndinni, til vinstri. En líklega yrði ykkur nú ofvaxið að byggja það, krakkar. Hinsvegar væri ekki úr vegi að Jjið dreng- irnir reynduð hve þið eruð hand- lægnir, með Jjví að smíða svona liús handa leikbrúðunum liennar systur ykkar. Það er gert ráð fyrir, að Jjað sje tæpur metri á lengd og gert úr þunnum krossviði. En ekk- ert væri á móti Jjví, að æfa sig á að gera liúsið úr pappa fyrst, og hafa Jiað Jiá í helmingi minni mæli- kvarða en tölurnar á myndunum segja til. Ef vel tekst með pappaiiús- ið þá er jeg viss um, að þið getið smíðað húsið í rjettri stærð og úr krossviði á eftir. — Og nú skulum við atliuga allar teikningarnar og hugsa okkur að við smíðum eftir þeim úr krossviði og rjettri stærð. Fyrst er þá að búa tii grundvöll- inn undir húsið. Lítið á teikningu nr. 1 (efst til liægri). Þar sjáið liið ramma, 42 cm. í annan endann, 92 cm. langan, 32 cm. í hinn endann, en neðri liliðin er með 10 crn. breiðum stalli, 25 cm. frá breiðari cndanum. Þetta er „srunnmúrinn“. í hann þurfið þið 270 cm. langan lista, 10 cm. breiðan og 2 cm. Jjykkan, og liarf að vera gróp í honum, jafnbreið og þyktin er á krossviðnum, sem Jjið notið í húsið. Best er að fá listann tibúinn frá irjesmið eða rammasmið og lielst að iáta hann setja saman undir- stöðuna. Lítið á myndina A, t. h. neðar- iega. Þar sjáið þið margar tölur, en Jjær vísa til iþess, hvar hvert stykki á að vera í húsinu. en á hinum myndunum er sýnd lögun og stærð stykkjanna hvers um sig. Þið byrjið með að leggja gólfið (3) á „grunnmúrinn' eða rammann, síðan setjið Jjið upp bakvegginn á húsinu (4); hann er giuggaiaus og einfald- ur. Á B. sjáið Jjið livernig veggirnir eru greyptir ofan i grunnlistann, ofí gólfið lagt á innri brúnina. Reyk- liáfinn er best að búa til strax og reisa hann (2); hann er 70 cm. hár og spítan í honum 7 cm. á hvorn veg. Þið sjáið á (3) hvar hann á að standa. Og svo sagi'Ö þið hvert stykkið á fætur öðru Jjangað til ekkert vantar. Fyigið vei númeraröðinni og á A sjáið Jjið jafnan hvar hvert stykki á heima. 3 er t. d. neðra gólfið, 12—18 Jjakið, en af Jjví gerið þið tvær plötur og fer sú efri í þakið yfir yfirbygging- unni. Dekkri fiöturinn, þar sem töl- urnar 15—17 standa, sýnir hvar yf- irbyggingin á að standa á neðra Jjak- inu, og hvað hún er stór um sig. — Sum stykkin eru ekki sýnd á teikningunni, en Jjað á að vera liægt að finna stærðina á Jjeim, eftir Jjvi livar þau eiga að standa. Þið festið saman stykkin með trje- lími og neglið iil styrktar með nöglum, álíka eins og þehn, sem not- aðir eru í vindlakassa. Rammalista krinfíum dyr og glugga verðið þið að búa tii eftir ykkar eigin hyggju- viti, og sömuleiðis að velja máln- ir.gu að utan og veggfóður innan- húss. Handriðið með tröppunum og krinsum neðra þakið búið þið til úr hæfilega gildum vír.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.