Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1956, Síða 23

Fálkinn - 14.12.1956, Síða 23
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1956 19 Fyrsta bjarndýrið. nú ekki liver Jiað var — að sjá þarna birnu með tvo heldur litla unga á sundi, innan um ishraflið. Birnan féll fljótlega og veslings húnarnir syntu þarna hjá móður sinni dauðri. Þá var um það rætt, hvort við ættum ekki að taka þá iifandi með okkur og flytja 'heim. En aðstaða var engin ti! ])ess, eins og á stóð. Við vorum enn á vesturleið, enn var allt í óvissu, iiver hinn eiginlegi árangur yrði af ferðinni, og á heimleiðinni mundi leið okkar liggja um isinn og þá mundi hægara um vik með slíkt. Sitt skotið frá hvorum okkar skipstjóra gerði strax út af við húnana. Þetta mun mönnum þykja grimmd- arleg aðferð. En hefði birnan sýnt meiri miskunn við selamóður, ef líkt hefði staðið á fyrir henni? Það er annars af þessari birnu að segja, að þegar ég birkjaði hana — ég hafði það sérstaka starf með hönd- um að flá og gera til alla veiði, bæði hirni og seli — kom i ljós, að hún hafði ekki dáið svöng. Ég risti jafn- an upp maga allra dýranna, til þess að sjá, hvað þeir innihéldu, en gerði það úti á borðstokknum, til þess að það óhreinkaði ekki að óþörfu þilfar- ið. Úr maga þessarar birnu flaut ekki aðeins ómelt spik, lieldur svo og svo stórar flyksur af seisskinni. Var aug- sýnilegt að luin liafði flegið skinnið af, svo að ungarnir kæmust betur að spikinu. Ég sá mest eftir því að geta ekki hirt skinnflyksurnar, sem sumar voru ærið stórar, og eiga Jiær eða gera eitthvað úr þeim til minja. Ung- arnir voru auðvitað ekki síður vel haldnir. Og þegar til innyflanna kom, flóði mjólk úr fitunni inni við nýrun. Birnan hefir eflaust verið góð móðir á sinn hátt. En hérna komust fýlarnir, sem þarna er allmikið af, heldur betur í krásina og leið ekki á löngu, uns allt var upp urið. Enn einnar viðureignar ætla ég að geta, hinnar einu, þar sem okkur mis- tókst veiðin, enda átti liún sér stað uppi á isnum, en ekki í sjónum. Við höfðum siglt nokkra lirið, en þá varð fyrir okkur stór isfláki og lögðum við þar að. Þá sjáum við hvar stór björn kemur þrammandi í áttina til ekkar. Við hlupum fjórir upp á ísinn með byssur. Leiti bar á milli okkar og bjarnarins, þ. e. ishrúgald, sem myndast við það að jakar þrýstast saman, molnar úr báðum og þrýstist það upp. Björninn kemur upp á liæð- ina, í dágóðti skotfæri frá okkur. Skip- stjórinn sendir honum skot og liverfur björninn strax niður af hrúgaldinu ltinu ntegin. Við héldum að hann hefði ftdlið dauður niður af, en þó gat verið að dýrið hefði særst og gat ])að ])á orðið illt viðureignar, þvi að sært dýr í vörn svífst einskis. Við fórum þvi varlega en djarflega upp á ís- hrúgaldið, en þegar upp var komið, sáum við að dýrið var á rás undan. Við sáum að skotið hafði hæft það, þvi að blóð og hár voru á isnum, en það mun liafa verið vöðvaskot og ekki bagað dýrið að nokkru ráði. Við leggjum þegar á rás á eftir þvi. Snjór var nokkur ofan á isnum og hann ójafn og með sprungum, eins og hann er venjulega, en i vigamóðnum skeytt- um við þvi ekkert, heldur hlupum eins og orkan framast leyfði. Einn okkar var á klossum, Gunnar vélstjóri, en hann skildi þá eftir og hljóp á sokka- leistunum, til þess að vera léttari. Björninn virtist ekki fara hart og aldrei sáum við það að hann hnyti um ncitt, eins og okkur iiætti við að gera, en alltaf breikkaði bilið milli hans og okkar, og er við loks sáum okkar óvænna, 'hættum við þessum eltingaleik. Að senda dýrinu skot á þessu færi var alveg gagnslaust, sér- staklega þar sem það sneri frá okkur. Á leiðinni til skips sáum við fyrst, hvað þetta var í rauninni ofdirfsku- fullt af okkur. Víða gátu verið sprung- ur, sem snjórinn rétt aðeins faldi, þar sem maður hefði getað sokkið ofan í. Þegar heim í skipið kom, voru nær- föt mín svo gegnblaut af svita, að ég varð að skipta um nærföt. Einkennilegt er það með ísbjörn- inn, að þegar hann tekur á rás, þá slceiðar hann, þ. e. tckur báða fætur sömu hliðar samtímis fram, sem fáar skepnur munu gera, nema hesturinn, og þó ekki allir liestar, eins og við vitum. Um 40 seli skutum við á ísnum. Ég gerði þá alla til, eins og að fram- an er getið. í maga eins einasta þeirra sá ég fiskabein, án þess að geta séð, úr hvaða fiski þau væru. Á hverju ísnum. lifir þá sá urmull sela, sem er á ])ess- um slóðum? I sjónum moraði af kampalömpum, sem við þekkjum úr fiskamögum hér, og mun það vera aðalæti þeirra, svo og fugla þeirra, sem þarna eru. Kampalampar eru ná- skyldir marflóm og rækjum, en eru ekki bundnir við botninn, eins og þær. En á einhverju lifa þeir, og treysti ég mér ekki til að skýra það. VIÐ LENDUM í ÍSKLEMMU. Þó að yndislegt væri, þegar komið var inn í ísinn, þar sem auðar vak- irnar voru eins og heiðatjarnir, þá gat hann einnig sýnt annað svipmót. Pólstraumurinn ber hann jafnt og 'þétt suður á bóginn og vegna straums- ins veltur það á ýmsu, að hann greið- isl sundur eða þéttist saman. Lendi skipið i klemmu, getur verið voði á ferðum. Við lentum einu sinni í slíkri klemmu, sem reyndist okkur þó ekki hættuleg. En einkennilegt er það, að þegar svo ber við, stendur skipshöfn- in úti á isnum, eins og á þurru landi. Verði skipið isnum að bráð, klemmist saman og sökkvi síðan, eru ótal möguleikar á því að komast á isnum til lands og bjarga hinu nauðsynleg- asta úr skipinu. Það er sem sagt allt annað en að vera á „flæðiskeri“ staddur. Geta má nokkru nánar um þessa klemmu og atvik í sambandi við hana. Skömrnu fyrir hádegi þennan dag komum við þar að, sem tveir stórir jakar komu saman á dálitlu sva'ði, og fór skipstjóri við annan mann út á annan jakann og ætluðu að gæta að, hvort kleift mundi að komast þar í gegn. Er þeir voru þar, gleikkaði sundið milli jakanna og var þá skip- inu stefnt inn í sundið. Það var ekki nema svo sem fjórar skipslengdir. En þegar inn i þetta sund var komið, þokuðust jakarnir saman aftur. Með liátíðlegri ró þjöppuðu þeir að skips- skrokknum báðu mcgin. Jakabrúnin á stjórnborða var það há, að brúnin á skipssúðinni náði ckki uppfyrir og gat því skrokkurinn ekki runnið upp þeim megin. Á bakborða lyftist skipið aftur á móti upp, eftir því sem klemm- an jókst, og tók það þvi að hallast allmikið. Við höfðum skömmu áður skotið bjarndýr, fyrsta bjarndýrið okkar í ferðinni, afskaplega mikla skepnu, og lá það á þilfarinu stjórnborðsmegin. Það gerði nokkurn halla á skipið og hefir það stuðlað að þvi, að skipið gat ekki lyfst þeim megin. Hvað var hér að gerast? Ætluðu þessi köldu og kærulausu bákn að brjóta fyrir okkur farartækið? Voru þessi heljarbákn að sýna okkur hvað við, peðin, með þessa litlu skel okkar, værum alls ómegnugir gegn heljar- afli þeirra? Enn jókst klemman, skipið lyftist meira á bakborða og hallinn til stjórn- borða jókst að sama skapi. Öldu- stokkurinn þeim megin tók að bresta á dálitlum parti. Skipstjóri skipaði svo fyrir að taka skyldi út á ísinn kassa með kúlna- skotunum, svo og byssur allar, til ör- yggis, hvað sem í kynni að skerast. Enga æðru var að sjá á neinum, enda gerðist þetta allt einstaklega ró- lcga, þó að ekki yrði við neitt ráðið. Fyrir mitt leyti get ég sagt, að ég skoðaði þetta ckki eins mikla hættu og það í raun og veru var. Það var eins og við værum á þurru landi, þar sem jakarnir voru, og maður hafði það á tilfinningunni að á land kæmist maður, þó að báturinn sykki. Eftir tæpan stundarfjórðung gliðn- uðu jakarnir sundur aftur, með sömu hátiðlegu róseminni og áður. Skipið komst á réttan kjöl og flaut eins og fyrr. Var strax tekið til dælunnar, en Gotta í

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.