Fálkinn


Fálkinn - 21.03.1962, Page 6

Fálkinn - 21.03.1962, Page 6
PANDA □□ LANDKONNUÐURINN MIKLI „Ég er anzi hræddur um; að þessi flugvél sé heldur stór“, sagði landkönnuðurinn. „Ég vildi heldur fá eitthvað minna í skiptum fyrir bílinn minn.“ „Þið eigið bíl til þess að skipta“, sagði sölumaðurinn, „leyfið mér að líta á hann fyrst.“ Hann hristi höfuðið, þegar hann skoðaði nánar jeppann. „Hann er ekki mikils virði“, sagði hann. „Stór blettur á honum og . .. óhemju drullugir hjólbarðar.“ „En sú vandræði", sagði landkönnuðurinn vonsvikinn. „Ef þú vilt hann ekki, ætla ég . . .“ „Bíddu augnablik“, greip sölumaðurinn fram í fyrir honum. „Ég skal láta þig fá frábæra litla flugvél fyrir slitna farartækið þitt.“ Sölumaðurinn klappaði flugvélinni allri. Samt sem áður stanzaði hann, þegar nokkrar skrúfur hrukku úr vélinni. „Mjög traust og áreiðanleg vél“, sagði hann. „Ég mun alls ekki þola að missa hana.“ „Ég vissi ekki, að jeppinn okkar væri svona gamall“, sagði Panda. „Gamall“, sagði sölumaðurinn og greip hann á orðinu, næstum of gamall til þess að fara með hann á öskuhaugana.“ Aloysius frændi hafði fylgt þeim Panda eftir, læddist nú hljóðlega inn í garðinn. Hann var enn þá í hefndarhug. Þegar hann sá jeppa land- kannaðarins, fylltist hann heift. Hann greip hamar, sem nærri var og hljóp við fót áleiðis að jeppanum. Landkönnuðurinn og sölumaðurinn luku viðskiptun- um. „Fyrsta flokks skipti, herrar mínir“, sagði sölu- maðurinn gleiðbrosandi. „Þessi fallega flugvél í stað- inn fyrir þriðjaflokks jeppa.“ „Já, ég veit“, sagði land- könnuðurinn og fitlaði óþolinmóður við stjórntækin. „Það væri betra að þú ýttir svolítið á mig. Startarinn virðist ekki starfa of vel. „Sölumaðurinn greip í stél- ið og ýtti henni svolítið áfram. Og Panda og land- könnuðurinn voru allt í einu komnir á loft. Kaup- maðurinn virti ánægður flugvélina fyrir sér og þá barst honum ókunnugt hljóð til eyrna. Hann sneri sér við og sá ókunnugan mann í óða önn að berja jeppann hans með hamri. 6 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.