Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Síða 10

Fálkinn - 30.05.1962, Síða 10
SVEITIN í HÖFUÐBORGINNI hænur, þær verpa aldrei fyrir utan stíuna, svarar annar. — Sjáið þið strákar, þarna er hænu- réttindahæna, sjáið þið, hvernig hún teygir sig og gaggar, segir einn úr hópn- um. — Aumingja haninn, svöruðu hinir og sneru aftur til stíflugerðarinnar. Lax og Iaxaseiði. Það er verið að vinna við laxaklaks- stöðina við Elliðaárnar, ungur maður er að þrífa þrærnar. Verkið virðist ganga vel, enda sparar maðurinn ekkert kraft- anna. Nokkrir reiðmenn eru að leg'gja upp frá Nesti með nýjan mat í mal og brjóstbirtu í vasa. Upp hjá Skötufossi eru nokkrir stráklingar með spýtuprik að dorga. Veiðin virðist ekki ganga neitt sérlega vel, en við og við krækja þeir í seiði. Það má þó alltaf sjóða þau handa kettinum. — Loksins fekk maður eitthvað, heyrist einhver kalla. Það kom í ljós að línan var föst í botni. Kofarnir ramba þarna einn og einn Fjárhúskofarnir fyrir ofan Blésugróf- ina eru sennilega frumlegustu bygging- arnar í nágrenni Reykjavíkur. Aug- sýnilega hefur þeim verið hrófað upp í flýti. Þarna eru nokkur börn á ferli. Strákur rennir sér á þríhjóli eftir miðj- um veginum og skeytir engu, þótt bílar þeyti sína lúðra á eftir honum. Til annarrar handar eru nokkrir strákar í feluleik í galta, sem reistur hefur verið upp við einn kofann af hagleik. Þeir taka að kasta heyinu á milli sín. Til hvers er hey, ef ekki má hamast og leika sér í því. — Mikið djöfull eru rollurnar leið- inlegar skepnur, segir einn strákanna. —■ Þetta segja sauðirnir, bætir annar kotroskinn við. Og strákarnir halda áfram að kasta heyinu. Tvær litlar stúlkur eru í mömmuleik á túnbletti rétt hjá fjár- húskofunum. -— Komdu með meiri drullu, heyrist önnur kalla. — Ég ætla að fara að baka lummur. 10 FÁLKINN Garðyrkja. Alls staðar eru menn að starfi. Allt iðar af lífi. Flugurnar eru vaknaðar og syngja nú vordaginn langan lofsöngva til mykjunnar. Garðyrkjumaðurinn reytir arfa úr reitnum. Þar heitir Gróðrastöð, sem jurtir í garða Reykj- víkinga eru ræktaðar. En hvað skyldu garðyrkjumenn vera að hugsa um móð- urmálið, gróðurinn og plönturnar skipta miklu meira máli. Nokkrar stúlkur, sennilega á landsprófsaldri, ganga fram- hjá. — Ekki vildi ég vera að reyta arfa í sumar, segir ein. — Ekki ég heldur, ég var í unglinga- vinnunni í fyrra og ég vil ekki fara þangað aftur, segir önnur. ■—■ Fleira verður að gera en gott þykir, bætir sú þriðja við glettnislega en fullorðinslega. Þær mæta nokkrum strákum á líku reki og allur hópurinn fer inn í næstu sjoppu til þess að fá sér smók. Og garðyrkjumaðurinn heldur áfram að reyta arfa. Vonandi selur hann vel sumarblómin sín. Hestar og reiðskóli. Skeiðvöllur hestamannafélagsins Fáks blasir við augum. Þar verður sennilega fjör á góðviðrisdögum í sum- ar, einkum á kappreiðunum, sem venjulega eru þreyttar á annan í hvíta- sunnu. Rétt fyrir vestan völlinn standa reisuleg hesthús ásamt hlöðum. Við eitt húsið er hópur ungra sveina og meyja að dútla við reiðtygi, gjarðir og hnakka. Ung og lagleg stúlka leiðbein- ir þessum skara.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.