Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Qupperneq 37

Fálkinn - 30.05.1962, Qupperneq 37
□TTD - BARDABINN UM ARNARKASTALA Fáfnir og menn hans höfðu nú umkringt dalinn. „Svo hann náði því, þrátt fyrir allt“, muldraði Fáfnir. „Ég hef ekki metið piltinn rétt, ég hélt, að þetta yrði hans bani, en hvað hafði Ruth verið að gera í tjaldinu og hvers vegna hafði hún ekki verið í tjaldbúðunum, þegar þeir fóru af stað. „Ef þið sjáið strokumann, þá skuluð þið skjóta'-, sagði hann. „En Fáfnir, við höfum engar örvar“, stamaði einn af mönnum hans. Og þeir urðu að gjalda dýru verði vanræ'ksluna og gleymskuna, því að skömmu seinna flaug ör í gegnum loftið og einn manna Fáfnis kastaðist af baki, og öskraði af sársauka. Fáfnir sneri sér við í hnakknum og sá ... Ottó, þar sem hann stóð á kletti og miðaði á hann ör. „Þessi ör á að hæfa þig, Fáfnir", hljómaði rödd Ottós. „Áætlanir þínar eru runnar út ísandinn. Ég hef náð illgresi Satans. Og þú skalt fara með mér til Arnarkastala sem fangi". Fáfnir bölvaði, hann gat hvergi skýlt sér, nema bak við menn sína. „Farið i skjól“, hrópaði hann. Og hinn huglausi flokkur flýtti sér til skógar. Fáfnir reið hesli sinum fyrir framan menn sina, þannig að hann var alltaf í skjóli fyrir ör Ottós. Og Ottó gat ekki annað en látið þá sleppa. Fáfnir var nú sloppinn úr allri hættu og stöðvaði hest- inn. Hann þurrkaði svitann af enni sér. Þetta kom allt á óvænt. Hann sneri sér við og sá að allur flokkurinn hafði yfirgefið hann. Eftir voru aðeins tveir menn. En Ottó hafði hætt eftirförinni. Hann hafði haft heppnina sem förunaut. En hvar var Ruth, stúlkan sem hafði hjálpað honum, niður- komin. Hann gat ekki skilið hana eftir. Hún var í hættu vegna þess að hún hafði hjálpað honum. Hann leitaði um svæðið og kallaði hátt nafn hennar. Honum barst aðeins bergmálið til eyrna. FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.