Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1962, Page 38

Fálkinn - 30.05.1962, Page 38
Ekið um nótá Frh. af bls. 36 ég má taka við sælgætiskassa, er það ekki, ellegar fjóluvendi, en að þiggja skartgripi eða loðkápuu, nei, nei. Fjand- inn hafi það, eins og ekki megi á sama standa, hvaðan ég fæ hlutina, ef ég bara fæ þá! — Ég lét þig ekki fara, Díana, því miður. Enda þótt það væri eins rokna vitlaust og hægt var að hugsa sér. Allt saman. En ég braut heilann nótt og nýtan dag. Taugar mínar voru í rusli. Ég stundaði starf mitt illa og var að því ltominn að missa stöðuna, Díana, vegna þín. Ég sagði þér frá þessum vandræðum. — Herra minn trúr, svaraðir þú. — — eins og þetta starf sé betra en hitt. Veröldin er full af atvinnu. Ég get áreiðanlega komið þér að hjá föður hans Leós. — Þakka þér fyrir, sagði ég. — En ég ætla ekki að leggja út á plastkrúsa brautina undir vernd. Ég er lögfræðingur. — Plastkrúsir geta verið alveg eins góðar og málaferli. — Ég hef unnið lengi hjá Stanhope, Díana, sagði ég innilega við þig. Mér þykir vænt um það fyrirtæki, og einn góðan veðurdag geri ég ráð fyrir að verða þar meðeigandi. — Herra Stanhope er einna líkastur illum vatnahesti, svaraðir þú. — Ef ég væri í þínum sporum, myndi ég leita fyrir mér annars staðar. — Nú á ég engan húsbónda framar, Díana, og ekkert útlit fyrir að verða meðeigandi. Ég er líka ærulaus — og vonlaus. Ég á ekkert. Þú ætlar að yfir- gefa mig og giftast Leó, sem kúgaðist og kastaði upp. Og allan guðslangan daginn hefur þú magnað seið þinn til að tejlta mig á að gefa þér eftir skiln- aðinn. Orsökina hefur þú talið: Ótryggð m,{na! Díana, Díana — þú ert fordæða- Hvers vegna skyldi ég fara að sleppa þér? Ég sem elska þig — ég elska þig. Díana, hafðu trefilinn vel um hálsinn á þér. Og það hefur slokknað í vindl- ingnum. Reyktu hann núna. Þú ert þreytuleg, fjarska þreytuleg. Það er svo sem ekkert undarlegt, eftir jafn ónæðissaman dag hjá okkur. Þú vilt ekki reykja. Díana, hlustaðu nú á mig, ég gef þig lausa. Þú getur tekið þennan pappírsbúk, gerðu svo vel. Ég notast við vasapelann minn. Manstu, þegar við ókum inn milli hólanna, þú veizt, illviðrisnótt í októ- ber fyrir löngu síðan? Þá var vagninn opinn......Það var þessi rjómaguli, sem Osborne keypti. Við þurftum að nota verð hans í næstu afborgun af íbúðinni, en þú keyptir demantshring fyrir það. Lyftu upp höndinni, elskan, svo ég megi sjá geislabrotið glitra á þessum hring. Það ætti þó ekki að vera nein fyrirhöfn að lyfta hönd, finnst þér það. Þú þarft hvorki að brosa né tala. Þú getur haldið áfram að vera ísjaki fyrir það. 38 FÁLKINN Við komust af þá októþernótt. Manstu að við ókum eins og vit- laus værum? Þú hlóst og hárið flaxaðist um þig eins og eldglæringar. Þú söngst æsandi aríu úr „Carmen“ og stormur- inn lék undir. Ég iðrast eftir að hafa ekki látið taka það á plötu, Díana, Það hljómaði svo vel. Hreinasta kraftverk, að við skyldum ekki rekast á vagninn, þennan með mjólkurbrúsunum, sem kom út úr hliðargötunni, manstu? Þú hlóst í sí- fellu og við tæmdum vasafleyginn, en þú sagðir: — Þvílíkt skrölt og skruðning" ar, sem allir þessir mjólkurbrúsar hefðu orsakað, ef við hefðum rekizt á hann. Það hefði ég viljað heyra. Maðurinn tók drjúgan fleyg úr flösk- unni. — Nú er það þitt. Hann hélt flöskunni að vörum konu sinnar. Hún hreyfði sig ekki. -—- Þarf ég virkilega að hella því ofan í þig, elskan? Þetta er úrvals koníak, og þú þarft þess með. Drekktu nú, Díana, lofaðu mér að sjá aðrar hliðar eðlis þíns. Gráttu stórum, fögrum kristalstærum tárum. Horfðu á mig skærum augum, hlæðu, eins og þú ein getur hlegið, vertu öskuvond. Ó, Díana, lofaðu mér að lifa allt saman upp á ný. Leó, sem á að eignast þig á morgun. Lokaður vagn skrönglaðist framhjá þeim í myrkrinu. Ljósglampar, rauð bakljós, og þokunóttin hafði gleypt hann. — Heyrðu nú, Díana — drykkur- inn rennur niður á loðkápuna þína. Og flaskan orðin tóm.......Hann opnaði gluggann og fleygði flöskunni út. Og nú skulum við halda áfram, Dí- ana. Flýta okkur, ekki læðast eins og hæliskarlar með hækju og staf. Hún er skilnaðargjöf mín til þín, þessi næt- urferð á ókunnum leiðum. Hann hefur engan skilning á því, en ég skil þig, svo furðuleg og fjölþætt sem þú ert. Vagninn tók viðbragð. Hann þaut eins og byssukúla út í húmaða þokunóttina, ijósvendir hans glömpuðu í vilpum á veginum, dóu út og nýir vendir lýstu fram á veginn. — Við losnuðum þó frá bannsettum lúðrunum, tautaði maður- inn ánægjulega. Mér hefur ætíð verið illa við þessi kvein þokulúðranna um nætur. Eigum við ekki að syngja. Við vorum þó vön að syngja á ókunnum næturleiðum. Röddin þín er eins og musterisklukkuhljómur. . Konan sagði ekki orð. Deplaði ekki einu sinni augunum. Hálsklúturinn hafði runnið niður í kjöltu hennar. Loð- kápan lá utarlega á herðum hennar, og menið glitraði á hálsi hennar, sem var hvítur eins og marmari, í daufu skini bílljósanna. — Þú vilt ekki að ég dragi úr hrað- anum? Konan svaraði því engu. Vagninn þeyttist dunandi áfram eftir veginum, og jós á sig vatni úr vilpunum sem á honum voru. Nakin og regnvot tré þutu framhjá, undarlega einstæð 1 þokunni. Sofandi hús, allir í svefni. Allt í einu kom í ljós stóreflis gasgeymir. — Þorp, tautaði maðurinn, — ókunnur smábær. Brátt voru þau komin út úr hinu fram- andi þorpi. Hávaðinn í vélinni jókst stöðugt. —- Syngdu Díana, sagði maðuinn. — Syngdu. Hann fór að syngja sjálfur. Leiðin lá nú yfir hæð eina með bröttum brekkum til hliðanna, spegilgljáandi vegur. Þá tók vagninn að skriðna út á hlið. Loks missti maðurinn vald yfir hon- um. Það heyrðist brothljóð í gleri, svo í málmi .... síðan lá bíllinn við rætur brattrar brekku, með hjólin upp í loft. Þau snerust í sífellu, eins og þau hefðu fælzt. Það gaus upp eldur — hvæs- andi, sogandi. Sjúkrabifreið síþeytti hornið í myrkr- inu. Gildir hjólbarðar fóru um gljáandi veginn, yfir hnúska og holur. Manna- mál. Glampandi ljósverplar. Menn með sjúkrabörur. .... Næturlæknirinn kom á harðahlaup- um, með hattinn á skakk og frakkalöfin flaxandi út í loftið. Leónóra hjúkrunar- kona leit upp úr dagbók sinni. — Nú svo þeir hafa náð í yður. — Ég var í brúðkaupi. Er yfirlækn- irinn kominn? Systir Leónóra kinkaði kolli yfir að luktum dyrum. — Það er líklega bílslys? Helvítis þokan. — Já, það var bifreiðarslys. Karl- maður og kvenmaður. Afleitt að verða að kalla yður úr veizlunni. — Skítt með það. Henni var að verða lokið, hvort sem var. En ég er þreytt- ur. Vonandi þurfum við ekki að gera uppskurð. .... Yfirlæknirinn kom út um dyrnar, sem áður voru lokaðar. -— Nú, þér eruð þarna, Richards. Gott kvöld — eða góð- an dag. Þér getið farið heim að sofa. — Eru þau — látin? — Bæði tvö. Hjón í bifreið, áttu heima í Wharton. Þau hafa ekið langa leið. Skilríkin segja þau gift. Framúr- skarandi fögur kona, fíngerð eins og frábært postulín. Einkennilegt fannst mér, að maðurinn er klæddur ullarföt- um með sterka gönguskó, en hún í svört- um samkvæmiskjól, mjög flegnum. Að- eins með loðkápu stutta á herðum. í úr- svalri þokunótt, eins og nú er. Hún bar á sér skartgripi fyrir geysileg verð- mæti. En það er samt ekki hið furðu- legasta. — Núh!. Richards var að hneppa frakkanum að sér. — Það sem mér finnst óskiljanlegast af öllu er, að maðurinn er nýlátinn af meiðslum sínum — fyrir stundarfjórð- ungi síðan. En kvenmaðurinn — kona hans, var orðin köld eins og ísjaki, þeg- ar komið var með hana hingað. Ekki vegna þess, að henni hefði verið kalt í þessum klæðnaði. Hún var dáin fyrir átta klukkustundum, að minnsta kosti. Það var byssukúla í miðju hjarta hennar. ★

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.