Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 4

Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 4
Við höfum áður birt hér á síðunni mynd af dóttur Charlie Chaplin, Geraldine. Hún hefur um hríð stundað nám í Covent Garden Operunni, en alltaf af og til hefur hún brugðið sér heim til foreldra sinna, sem búa við Gefnfarvatn. Á myndinni auk hennar eru systur hennar Josephine og vinkona hennar. ★ Eugen Taimer, danski söngvarinn, sem söng hér á skemmtistað í vetur, var beðinn að syngja í garði Frelsisins í Árhúsum. Auðvitað ók hann þangað á nýja sportbílnum sínum. En hann villtist og vissi ekki hvert hann átti að aka, svo að hann tók það til bragðs að spyrja vegfaranda til vegar. — Segið mér er þetta vegurinn til Frelsisins? spurði hann. — Nei, hljómaði svarið, þér hafið ekið í þveröfuga átt. Þér eigið að aka norður og niður. ★ Pascal Vildieu heitir 23 ára gamall laganemi í Casablanca. Fyrir nokkru varð hann yfir sig: ástfanginn af argentínsku leikkon- unni, Victoria Ziny. Þess vegna lagði hann það á sig að ganga 3 þúsund km vegalengd frá Casablanka til Rómar, í því skyni að sanna leikkonunni ást sína. Þau hittust í Casablanca, þar sem leik- konan dvaldist í stuttu leyfi. Þar lýsti Pascal fyrir henni ást sinni, en hún var ekki meira en svo trúuð á tilfinningarnar hans. Þá ákvað Pascal að sýna henni ást sína í verki og lagði af stað til Rómar fótgangandi. Pascal hefur verið kallaður Zatopek ástarinnar af blaðamönnum í Suðurlöndum og ekki er annað vitað, en leik- konan og laganeminn séu ákaflega hrifin hvort af öðru um þessar mundir. Að minnsta kosti fara þau í langa göngutúra um nágrenni Rómaborgar, og leiðast innilega. 4 FÁLKINN Alexander King er kunnur blaðamaður í Bandaríkjunum. Hann hefur gefið út bók með endurminningum sín- um og þar segir hann meðal annars frá því, þegar hann fór til Princeton til þess að eiga viðtal við Albert Einstein. Með honum var ljósmyndari, sem var svo ýtinn við meistarann, að King ótt- aðist, að þeim yrði kastað út. En Einstein sýndi næstu ofurmannlega þolinmæði í við- skiptum sínum við ljósmyndarann. Á meðan ljósmyndarinn var að skipta um filmu í vél- inni, virti Einstein hann fyrir sér og spurði síðan: — Þér eruð úr stórum systkinahóp er ekki svo? — Jú, við vorum níu systkinin. Hvers vegna spyrjið þér? — O, mér fannst það bara, sagði Einstein, það er erfitt að komast af og vekja athygli á sér í stórum systkinahóp. Og frá blautu barns- beini er varla tekið eftir neinum sérstökum úr hópnum, nema hann sé annaðhvort mjög ýtinn eða ósvifinn. Mér finnst þess vegna það eitt að vera úr stórum systkinahóp upplögð þjálfun fyrir blaðaljósmyndara. ★ Kannist þið, lesendur góðir, við danska söng- konu, sem ber nafnið Birgit Falk. — Dönsku blöðin segja okk- ur að hún hafi sungið í Reykja- vík á einum af stærsta skemmti- stað bæjarins og gert lukku? Sjálfsagt er þetta rétt hjá kollekum vor- um í Danmörku, en þeir bæta því við, að Birgit þessi hafi látið ljósmynda sig með fálka, sem sé þjóðarfugl á íslandi. Birta þeir myndina og kalla hana tvenns konar fálkar á íslandi. Og nú sjáið þið þessa mynd í Fálkanum, vikublaði. ★ Einhverju sinni í forsetatíð Cooldge var gert við Hvíta húsið í Wasington. Á meðan viðgerðinni stóð var forsetinn alltaf öðru hvoru að koma og athuga gerðir verkamann- anna. Einn daginn kom hann þar að, sem arkitektinn var að gera við loftbjálkana. Þeir voru mikið skemmdir og arkitektinn sagði að eldingar hefðu gert þetta á sínum tíma. — Það þarf alveg að skipta um bjálka, sagði arkitektinn, en spurningin er bara hvort það eigi að vera trébjálkar eða dýrir bitar úr stáli. — Setjið bara stálbita, sagði Coolidge, ég sendi enska kónginum reikninginn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.