Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 32

Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 32
Uppreisnarseggur Framh. af bls. 31. skal ég segja yður. Allt síðastliðið ár hef ég verið í klausturskóla norður í landi. Námi mínu lauk fyrir viku síðan, og ég átti um það að veljal að eiga á- fram heima í skólanum eða takast á hendur erfiða heimferð. Að komast heim gegnum vígstöðvarnar var ger- samlega útilokað. Nú, ég ætlaði heim, og þess vegna varð ég að gera eins og þér, aðeins við það hentugri aðstæð- ur, að jafnskjótt og ég væri komin yfir norðurlandamærin, gat ég ferðazt á fyllilega lögmætan hátt. Þau sátu lengi þegjandi, niðursokkin í hugsanir sínar og augu þeirra beind- ust að blikandi stjörnunum. — Að þér nennið ........ sagði hún állt í einu. Hann leit til hliðar .... dálítið utan við sig: — Hverju? — Að leggja líf yðar að veði fyrir alla þessa glæfra. — Glæfra? — Já. Hún kveikti í nýrri sígarettu, vafði teppunum fastar um herðar sér og sagði: — Auðvitað lesið þér blöð og tilkynningar uppreisnarmanna, og þér vitið, hvað stendur í þeim. Norðurher- inn berst fyrir fólkið, fyrir frelsið, fyrir friðinn! Lesið þér líka blöð og tilkynn- ingar stjórnarinnar? Ef svo er, vitið þér, fyrir hverju suðurherinn berst. Hann berst fyrir fólkið, fyrir frelsið, fyrir friðinn! — Það getur verið, sagði hann hrana- lega, — að báðir aðilar berjist undir sömu kjörorðum, en þeir meina sitt hvað með þeim. Uppreisnarmenn berj- ast til að fá framgengt hinum miklu þjóðfélagsumbótum, sem ríkisstjórnin lofaði að framkvæma, þegar hún var kjörin fyrir þremur árum síðan. — Og eigi ég að trúa skoðunum föð- ur míns, sagði hún, — berst ríkisstjórn- in til að fá frið og ró til að framkvæma þær umbætur, sem hún lofaði að koma á. Hún fleygði sígarettunni út í myrkr- ið og hló biturt. — Fyrir þremur ár- um síðan voru skoðanir föður míns öðru vísi, því að þá sá hann byltingarher Novelléros, hershöfðingja, fyrir ein- kennisbúningum. Það er þetta, sem ég á við með glæfrum. Þið hafið allir sam- an heilmikið af orðskrúð og sannfær- ingu, sem þið dyljið morð ykkar og bellibrögð á bak við. Það færi ykkur betur, ef þið játuðuð hreinskilnislega, að þið eruð á höttunum eftir persónu- legum ávinningi. Hver er annars ástæða yðar fyrir að vera með? Hún lá stundarkorn og starði á mán- ann, áður en hann svaraði. — Veikleiki, sagði hann. — Ég var mjög lengi óvirk- ur. Alveg eins og þér. Áhorfandi með hreinar hendur! En ég sá of mikið af skelfingu allt í kring. Of mikið blóð. Of mikið af tilgangslausum hermdar- verkum. Ég gat ekki þolað það. Ég varð að vera með. Vera með til að fá þessu brjálæði lokið. Síðan gaf ég mig fram. — Og eigið víst líka von á umbun, ef uppreisnarmenn sigra. — Að sjálfsögðu. — Persónulegum ávinningi? — Já. Að prentfrelsi verði komið á. Ég er rithöfundur. Starf rithöfundar er helvíti, ef hann má ekki setja önnur orð og hugsanir á prent en þau, sem ríkisstjórninni þóknast. ÞAU vöknuðu við dagrenningu hel- stirð af kulda. Dalurinn fyrir neðan lá hulinn þéttum, hvítum skýjum, en öll hásléttan var böðuð af gullinni morgun- sólinni. í fjarska greindu þau dálítinn svartan reyk frá flaki flugvélarinnar, þar sem enn lifði í glæðunum. Þau skiptu á milli sín kexinu og mestu af vatninu. Þvínæst nuddaði hann dofna handleggi hennar og fótleggi, festi nýj- an heftiplástur yfir sárið á enni hennar og svipaðist dálítið um meðfram fjalls- brúninni til að átta sig og finna bezta staðinn til að fara niður. Það reyndist þeim báðum mjög erf- itt að klifra niður, jafnvön og þau voru fjallgöngum. Líkamlegt erfiði olli verkjum í vöðvunum, og margvíslegar hættur tóku mjög á taugar þeirra. Án afláts sendi sólin miskunnarlausa geisla sína yfir þau, og hitinn meðfram ber- um klettaveggjunum varð sífellt óbæri- legri, eftir því sem þau nálguðust kyrr- stæð ioftlögin í dalnum. Eftir klukku- stundar klifur hneig hún niður á klapp- arnöf gersamlega magnþrota og neitaði að halda áfram. Hann beygði sig á- hyggjufullur yfir hana og vætti svita- storkið andlit hennar með dálitlu drykkjarvatni. — Það er synd þín vegna, sagði hann, — að ég hef orðið að draga þig með út í allt þetta, en það getur ekki öðru- vísi verið, ekki nú. Komdu, við skulum halda áfram! Hún leit upp, horfði á hann með þjáningu i svipnum og hvæsti. — Ég hefði betur verið kyrr uppi við flakið. Þar hefð ég getað setið í makindum og beðið eftir hjálp. Drættirnir kringum munn hans urðu stífir og lýstu lítilsvirðingu. — Já .... og verið lyft þægilega upp á mjúkan púða í burðarstól og vera síðan borin á leiðarenda, ekki satt? Ég er farinn að þekkja hinar háleitu hugmyndir þínar um lífið, stúlkukind. Hugmynd áhorfandans! Þess sem situr og horfir á, meðan aðrir hafast að og óhreinka hendur sínar og sálir. Orð hans hittu hana eins og svipu- högg. Hún kveinkaði sér undan þeim og snéri höfði til hans og brosti dauf- lega: — Ég er bersýnilega ekki lengur hrausta, unga stúlkan, sem yður geðj- aðist svo vel að? — Nei, það ert þú ekki lengur, sagði hann kuldalega. Brosið breiddist um varir hennar, sært bros. Hún sat þögul og dró þungt andann. Síðan reigði hún sig þrjózku- lega og reis á kné. Stan Smoot var ráðinn til þess að þefa uppi hæfileikafólk á vegum kvik- myndafélags nokkurs í Hollivúdd. Þér megið ekki halda, að hann sé öfunds- verður af þeim starfa sínum í margar vikur hafði Stan ekki fundið eina ein- ustu stjörnu, ekki komið auga á neinn væntanlegan snilling. En dag nokkurn, þegar hann sat á marmarasvölunum á Hótel Bay & Rocs, þá glennti hann upp skjáina. Hann lét dagblaðið síga svolítið niður —- þarna á næsta borði sat hún. Hún var lifandi eftirmynd Marlyn Monkey. Varla var þó hægt að segja að hún væri eins rík- um kynþokka gædd, brjóstin voru tæpast eins þrýstin, og snyrtingin var tæpast eins fáguð — en það voru allt saman smámunir, sem auðveldlega mátti laga. Einmitt í morgun hafði yfirmaður Stans, Sam Goldstein þrum- að: — Útvegið okkur nýja Marlyn Mon- key — en í guðanna bænum hún þarf að hafa eitthvað í kollinum. Við getum ekki lengur gert kvikmyndir með dúkk- um, sem gegnumtrekkur stendur í gegnum heilabúið á. Finnið eina Mar- lyn Monkey með vit í kollinum og þér fáið 50 þús. dali á borðið. Stan stóð upp og gekk yfir að borð- inu til hennar. Hann settist og var alls- endis ófeiminn, ýtti nafnspjaldi sínu til hennar. Það sáust engin svipbrigði á henni. — Ha? sagði hún kuldalega og fleygði nafnspjaldinu út í loftið, svo að þér haldið, að þér getið fengið mig til að falla niður af stólnum. Stan kom strax að kjarna málsins. — Vitið þér, hóf hann mál sitt, ákaf- ur — að þér líkist hinni frægu kvik- mvndastjörnu Marlyn Monkey eins og hver dropi er öðrum líkur. — Þér segið ekki? — Og vitið þér, hélt Stan ótrauður áfram, að Marlyn Monkey var fiskuð upp á þriðja flokks snarlstað á Miami Beach af árvökum gáfnaþef frá Uni- versal Pictures. í dag er hún hamingju- söm, enda á hún fimm milljónir á bankabók, sundlaug á stærð við Rauða- hafið, svo marga Kádiljáka með gyllt- um hjólkoppum, að hún getur opnað stærstu bílabúð í Kaliforníu hvenær sem hún vill. Allt þetta á hún, þótt hún hafi ekki vit í kollinum sem svarar nöglinni hérna á mér. — Allt í lagi, sagði hún. — Ég skal sýna yður, að ég er að minnsta kosti ekki hrædd við að óhreinkast á hönd- unum. Áfram! Orð hans höfðu sært hana djúpt, og í rauninni var það gremja hennar, sem veitti henni styrk til að halda áfram förinni niður. Síðar, þegar styrkur gremjunnar var á þrotum, veitti hann henni nýjan þrótt með því að rétta henni höndina og ýta alúðlega og kump- ánlega við henni. -—- Fyrirgefðu, sagði hann. — Fyrsti 32 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.