Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1963, Síða 11

Fálkinn - 15.05.1963, Síða 11
— Er hann ekki yndislegur, hann Peppe minn? Svo fríður og með hrokkið hár! Er hann ekki blátt áfram töfrandi? Þá stóðst ég ekki mátið lengur: — En hvers vegna í ósköpunum ertu að segja mér þetta? Hún skildi hvernig mér leið og svar- aði: — Ég segi þér þetta, af því að ég mundi aldrei geta sagt neinum öðrum það. Já, ég er svo lánsöm að eiga mann, sem er sannkallaður gimsteinn. En farðu nú inn til hans og vertu honum til samlætis. Ég á enn sitthvað eftir ógert hér í eldhúsinu. Ég var feginn að geta farið. Blóðið ólgaði í brjósti mér, þegar hún talaði um manninn sinn á þennan hátt. Peppe hafði slökkt á útvarpinu og sat í þung- um þönkum og nagaði á sér neglurnar. Loks sagði hann: — Rodolfo, get ég treyst þér? — Auðvitað geturðu það. — Hlustaðu þá á mig. Klukkan ellefu í kvöld á ég stefnumót, og ég verð að fara á það. — Stefnumót? Við hvern? Hann svaraði óþolinmóður: — Við stúlku. Og nú verður þú að hjálpa mér, ef þú vilt heita vinur minn. Á ákveðnum tíma, við skulum segja klukkan hálf ellefu, þá verður þú að muna allt í einu, að við eigum saman stefnumót við Fabrizi, þú veizt bíla- salann, um viðskiptamál. Þú minnist á þetta og ég staðfesti það og síðan bjóð- um við Massiminu góða nótt og förum. Satt að segja varð ég mjög órólegur. Að hugsa sér að vera kvæntur konu eins og Massiminu, sem var verð þyngd- ar sinnar í gulli, — að hafa ekki verið kvæntur nema í tæpan mánuð — og eiga samt stefnumót við stelpur að næturlagi. Þess vegna sagði ég alvar- legur á svip: — Ef þú endilega vilt, þá get ég gert þetta fyrir þig. En taktu eftir því, sem ég segi, Peppe: Það er ekki rétt af þér að gera þetta. — Hvers vegna ekki? — Af því að þið hafið ekki verið gift nema í einn mánuð og henni er mjög annt um þig. Þá rauk hann upp eins og naðra. — Hvað gagnar það, þegar mér er alls ekki annt um hana? Hún vildi fá mig, hvað sem það kostaði, enda þótt ég reyndi að gefa henni í skyn, á allan mögulegan hátt, að ég elskaði hana ekki. Jæja, ef þú vilt gera þetta, þá er allt í lagi. Ef þú vilt það ekki, þá er mér alveg sama. — Gott og vel. Þú getur verið róleg- ur. Ég skal gera þetta. Þegar hér var komið sögu hafði Mass- imina lokið við að elda matinn og kom inn til þess að leggja á borð. Hún breiddi skínandi dúk á borðið, setti þrjá diska á það og auðvitað vakti hún athygli mína á hinu fína sex manna kínastelli með gullnu blómamunstri. Kát og hress gekk hún úr einu herberg- inu í annað, kom með glös, hnífa og gaffla. Gleði hennar beindist öll að Framh. á bls. 38. FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.