Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1963, Page 25

Fálkinn - 15.05.1963, Page 25
við að halda henni. Saman tókst þeim að þvinga hana niður í stól. Blá augu Nellu voru köld og miskunnarlaus. — Þegar straumurinn breytist tök- um við hana með okkur í bátinn, sagði hún hægt. — Síðan látum við hana sjá um það sem eftir er. Hún mun hverfa sporlaust og allir munu álíta að hún hafi flúið . . . sérstaklega þegar upp kemst, að hún hefur tekið allt verðmætt í húsinu með sér. Meg sat sem lömuð og hlustaði á þetta. Hún megnaði ekki að streitast á móti lengur. — Þú verður að gæta hennar vel þar til ég kem aftur, Bruce. Sæktu reipi og bittu hana við stólinn. Það er bezt að kefla hana líka svo að hún geti ekki æpt. Bruce Preston hreyfði sig ekki. — Hvert ætlarðu að fara, spurði hann. — Til Cliff House. — Þú ert gengin af vitinu! Nella hló lágt. — Þegar ég var eiginkona Roberts keypti hann heilmikið af dýrmætum og fallegum skartgripum handa mér. Fimm hundruð pund munu heldur ekki endast okkur lengi. Bruce svitnaði. — Hvers vegna að stofna sér í slíka áhættu, spurði hann. — Þeir munu þekkja þig aftur. Hún hló hæðnislega. — Líttu á okkur báðar, sagði hún og gekk fast upp að Meg. — Ef mér tekst að halda mér í hæfilegri fjar- lægð, mun frú Verney aldrei geta séð neinn mun á frummyndinni og eftir- myndinni. Eg verð að minnsta kosti að hætta á þetta. Skartgripirnir munu færa okkur talsverða peningaupphæð í aðra hönd, Bruce. Og þegar upp kemst, að skartgripirnir eru allir horfnir, þá beinast öll bönd að þessum kvenmanni. Nella sá sjálf um, að Meg yrði ræki- lega bundin. Síðan fór hún leiðar sinn- ar. Meg varð að beita sig hörðu til þess að láta ekki örvæntinguna ná yfirhöndinni. Hún vissi að nú var um líf og dauða að tefla. Ef hún væri ekki róleg og hugsaði rökrétt, þá mundi hún hverfa sporlaust. .. — Bruce. . . leystu frá munninum á mér, bað hún. — Ég lofa að hrópa ekki. Hann hikaði. Meg fann að honum geðjaðist ekki að fyrirætlunum Nellu. — Þú hefðir ekki átt að blanda þér inn í þetta. Ég vildi ekki gera þér neitt mein, sagði hann og leysti frá munnin- um á Meg. Meg stundi þungan. Hún var fegin að henni hafði tekizt að fá Bruce til að tala. Nú reið á að nota tímann vel. — Hvar hefur Nella verið alla þessa mánuði, spui’ði hún. — Og hvað gerð- ist eiginlega kvöldið, sem hún og Ro- bert rifust? Bruce virtist glaður yfir að fá að tala um þetta. Brátt hafði hann sagt henni upp alla söguna. Meðan hann talaði reyndi Meg varfærnislega að losa böndin af höndunum. En allt í einu uppgötvaði hann hvað hún aðhafðist. — Það þýðir ekkert fyrir þig að reyna að komast undan, sagði hann. — Þú hefur ekki minnstu von um að það takizt. — En bandið skerst inn í handlegg- ina á mér, kvartaði Meg. — Það er allt of fast bundið. Geturðu ekki losað það ofurlítið? Hann hló næstum sjúklega. — Held- urðu að ég sé fæddur í gær? sagði hann hæðnislega. — Ég hef ekki minnstu möguleika Framh. á bls. 28. FALKINN 25

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.