Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 24

Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 24
Hérna vestur í henni Ameríku þykir ekkert húshald fullkomið nema hundur sé þar heimilisfastur. Og engir hafa það betra en hundarnir. Þyngri viðurlög liggja við því að berja hund heldur en barn. Hundruð þúsunda manna lifa á því að framleiða gómsætan hundamat. Hrossakjötsréttir handa hundum eru svo góðir, að blámenn í suðurríkjunum hafa þá til sunnudags- matar. Hundakexið er svo lostætt, að Esja og Frón gætu verið fullsæmd af að baka það handa börnum íslands. Fatn- aður fyrir hunda er til í verzlunum í miklu úrvali, en hundasjúkrahús og fæðingarstofnanir eru algengar. Undan- farin ár hefur geðtruflun og tauga- veiklun aukizt mjög í hundum sem og mönnum, og hafa hressingarhæli fyrir hunda sprottið upp, en hundasálfræð- ingar makað krókinn. í fyrstunni hafið ég hálfgerða skömm á þessu mikla hundadekri, en svo fór eftir nokkra mánuði, að mér fór að leika forvitni á því að vita í hverju þessi hundaást væri aðallega fólgin. Mig fór að langa í hund. Þess vegna fór ég einn dag í aðalstöðvar dýraverndunarfé- lagsins hér í grenndinni, en ég hafði sannfrétt, að þar mætti fá keypta ódýra hvutta. Fékk ég þar sex vikna hvolp af ÖRLAGADOM1IR Framhald af bls. 16. — Þú sást Nellu falla fyrir borð og hélzt að Robert hefði slegið hana? Meg tók hótunarbréfið upp úr vesk- inu og lagði það á borðið fyrir framan hann: — Það varst þú sem skrifaðir þetta bréf til þess að kúga fé út úr Robert Hún talaði hratt og ákveðið. — En Robert er ekki einn af þeim mönnum sem lætur féfletta sig. Hann fór til hellisins, en ekki til þess að borga féð, trúi ég. Hann fór til þess að gera upp sakirnar við þig. Þið fóruð að slást og svo varstu nærri búinn að drepa hann. Hún strauk hendinni yfir ennið. — En ég get ennþá ekki skilið hvers vegna hann hélt að ég væri með þér. Jæja, lögreglan hlýtur að komast til botns í því. Því að nú fer ég beint til hennar. — Ó, nei! Þú verður kyrr! Það var ekki Bruce sem sagði þetta. Röddin kom frá einhverjum sem stóð á bak við Meg. Hún sneri sér við og 24 FÁLKINN vafasömum uppruna og var þar með orðinn hundseigandi. Afhendingin fór fram með viðhöfn; ég ritaði undir yfir- lýsingu um að ég myndi fara mannúð- lega með hundinn, en fékk í stað vott- orð um nauðsynlegar bólusetningar og ormahreinsun. Þetta var fallegasti hvolpur, hvítur á bringu og löppum, móbrúnn á baki með lafandi eyru og raunasvip. Var hann snarlega skírður því rammíslenzka nafni, Móri. Varð mikil gleði á heimil- inu, þegar ég kom með Móra heim. Öll fjölskyldan elti hann í halarófu og fylgdi hverri hreyfingu, meðan hann var að snuðra um hin nýju heimkynni sín. Brátt komu í ljós fyrstu gallarnir við hundahaldið. Móri hægði sér nefnilega bæði til baks og kviðar hvar sem hann var staddur í það og það sinnið. Blessuð eiginkonan var á fleygiferð á eftir hon- um með tuskuna um allt húsið. Sljákk- aði heldur hrifning hennar, þegar hún sá, hve oft Móri þurfti að kasta af sér vatni. En svo tókum við líka eftir því, að hvolpurinn klóraði sér grimmdar- lega um allan skrokkinn og virtist kunna illa kláðanum. Ástæðan fyrir þessum ófögnuði kom brátt í ljós, því nú gerðist sem í vísunni: .... ,,á skinni rak upp óp. Fyrir framan hana stóð tvífari hennar. — Ég hélt ekki að við ættum eftir að hittast, sagði Nella Greene smeðju- lega. — Það var leiðinlegt að það skyldi gerast á þennan hátt. Meg rann kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar hún heyrði tóninn í rödd hennar. Að baki hrópaði Bruce ævareiður: — Nella, að þú skyldir haga þér svona heimskulega! Nú veit hún jú allt! Nella læsti dyrunum hægt og varlega og studdi sig upp við þær: — Það var þess vegna sem ég sagði, að hún ætti að verða hér kyrr. Hún vissi þegar allt of mikið um þetta mál. Það verður okkur dýrt, ef henni tekst að sleppa úr þessu húsi. Nú skildi Meg hvers vegna frú Verney hafði haldið, að hún hefði séð hana í þessu húsi. Þessi kona, sem allir héldu að væri dáin, hafði falið sig allan tímann. Og þegar Robert sagði, að konan hans hefði ráðist á hann í hell- inum, hafði hann rétt að mæla. — Robert heldur að þér séuð látin, hvíslaði Meg. hoppar flóin fríða,“ og það sem meira var; sú fyrsta stökk yfir á peysuerm- ina mína. Sló við þetta nokkrum óhug á fjölskylduna sem vonlegt er, og lá við, að hætt yrði við allt hundahald. Á eftir klóruðu sér fleiri en Móri, og tvífætlingarnir leituðu að ímynduðum flóm. Ég gekk á fund hundeigandi nábúa míns og tjáði honum þessi voveiflegu tíðindi. Hann upplýsti, að Móri myndi ekki vera eini hundurin á meginland- inu, sem við þennan ófögnuð ætti að stríða, því í búðum gæti ég keypt dós af eitri og útrýmt ósómanum. í búðinni fann ég hvorki meira né minna en ein- ar tólf tegundir af meðali þessu, og má af því ráða, að margir vilja verða til að létta þessari plágu af hinum elskuðu hundum. Eftir að við höfðum úðað Móra með eitrinu góða, bráði strax af honum, og skömmu síðar var ákveðið að láta hann í ærlegt þrifabað, en það hafði okkur verið ráðlagt. Skemmst er frá því að segja, að Móri kunni þessari ráðstöfun mjög illa. Hann barðist um á hæl og hnakka í baðkerinu og ýlfraði eins og stunginn grís. Skvetti hann okkur hjón- in öll út, en dóttirin stóð fyrir aftan Framh. á bls. 28. — Það er hyggilegast fyrir hann að halda það áfram, sagði Nella. — Jafn- vel þótt hann hafi þekkt mig aftur í hellinum, bætti hún við. — Hver mun trúa honum, þegar hann fullyrðir að hann hafi séð draug? Allir vita að hann hefur verið slæmur á taugum lengi. Tíminn mun sannfæra hann um, að það hafi verið þér, sem hann sá. — En ég mun segja sannleikann, sagði Meg ákveðin. — Það held ég ekki, greip Nella fram í. — Er yður ennþá ekki ljóst í hvaða aðstöðu þér hafið sett sjálfa yður? —■ Nella . .. hvað hefurðu í hyggju að gera, stamaði Bruce óttasleginn. — Spurðu heldur hvað við höfum í hyggju að gera til þess að bjarga okkur. Við getum ekki látið þennan kvenmann úthrópa það sem hún veit. — En við getum ekki... Hann lauk ekki við setninguna. — Seg þú ekki orð. Reyndu heldur að gera eitthvað áður en hún fer að hrópa. Meg opnaði munninn, en þá var hönd Bruce þar fyrir. Hún reyndi að slíta sig lausa, en Nella hjálpaði til

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.