Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 26

Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 26
KVENÞJOÐIN Ritstjóri: Kristjana Steingrímsdóttir, húsmæðrakennari. Fyrst þarf að undirbúa hárið. Burstið það vel og lengi og núið hársvörðinn með fingurgómunum, þar til það hitar í hann. Burstið hárið lokk fyrir lokk frá hársverði og upp. Það losar um óhreinindin, styrkir hársvörðinn og starfsemi fitukirtlanna. Vætið nú hárið vel með volgu vatni. Bezt er að gera það undir handúðaran- um. Nú er sápan sett í. Núið henni í með föstum öruggum handtökum frá hnakka fram að enni. Þvoið hvirfilinn sérstaklega vel, þar eru mestu óhrein- indi, munið einnig eftir undirhárun- um. Núið hárbroddana milli fingurgóm- anna. Sé hárið litað og með „perma- nenti“ í eru þeir frekar óhreinir. Skolið með volgu vatni, frá hnakka að enni. Látið bununa koma beint niður á hvirf- ilinn. Endurtakið þetta og gætið þess að skola vel í seinna skiptið. Endið með köldu vatni, ef þið þolið, það lokar hársverðinum. Þvoið hárið með gætni, nuddið það ekki meðan það er rennandi vott og greiðið það ekki strax. Burstið hárið meðan það er hálfblautt. Þá glansar það betur og auðveldara er að leggja það. Vefjið hárið upp hálfblautt — það má hvorki vera of blautt, né of þurrt. Veljið hárþvottaefnið með vand- virkni. Munið að það bezta er aldrei of gott. Hægt er að fá sápu, sem ætluð er fyrir feitt, þurrt eða eðlilegt hár. Marg- ir kvarta undan því að hárið verði feitt og leiðinlegt og flasa myndist. Þetta getur átt rætur sínar að rekja til þess, Framh. á bls. 28. Það sparar bæði tíma og rými og léttir ótrúlega vinnu við heimilisstörfin, þegar allt er haft í röð og reglu. Það er mun auðveldara að geta allt að því með lokuð augu gengið að hlutunum en þurfa að róta lengi til að leita að þeim. Festið því lykkju í hvern bursta og síðan krók innan á skáphurð- ma — og hengið svo burstann á sinn stað eftir hverja notkun USTIN AÐ HAFA ALLT í RÖÐ OG REGLU 26 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.