Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 20

Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 20
ÞEGAR þessar línur eru ritaðar er enn efst á baugi hið sögulega landhelgis- brot togarans Milwood, sem Óðinn háði við mesta eltingarleik, sem um get- ur í sögu landhelgisgæzlunnar. Nánari málsatvik eru öllum kunn af fréttum blaða og útvarps og verður ekki rakin hér. Hins vegar birtir FÁLKINN hér myndaopnu af þessu sögulega atviki, myndir, sem ekki hafa áður birzt í blöð- um. Myndirnar eru teknar af háseta á Óðni, Guðmundi Hallvarðssyni, en það var einmitt hann sem tók hina frægu mynd af árekstri Óðins og Milwood, og birt- ist í Vísi. Þess má geta að filman af myndum þessum var lögð fram í réttar- höldunum. — Myndin hér að ofan er af Palliser og í vari við hann er bátur með skipverjum af Óðni. Báturinn sést betur á myndinni hér til vinstri og myndin þar við hliðina sýnir er Óðinsmenn stíga um borð í Milwood. Á hinni síðunni er efst Hunt skipstjóri á Palliser um borð í báti Óðinsmanna. Þar við hliðina sést flugvél með fréttamenn frá skozkum blöðum fljúga yfir sögustað- inn og loks stíga tveir skipverjar af Óðni um borð í bát sinn. i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.