Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 14

Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 14
Þegar alþingi islendinga var rofið í fyrsta sinn ' - lájA iigilljiíimi mHlmm wBmm • •• • ' v » ,,,,,,. ... ■ ■■ "■■■" /7:; :7f, >'■ whíllmlii. Á áttunda tug síðustu aldar öðluðust íslendingar þýðingarmikil réttindi í sjálfstæðisbaráttunni. Með stjórnar- skránni 1874 var lagður grunnurinn að aukinni sókn þjóðarinnar til fulls frels- is. Barátta Jóns Sigurðssonar hafði leitt til sigurs, þó enn væri langt í land til fullkomins sigurs. Jón Sigurðsson sá þegar í upphafi, að ýmsir agnúar voru á stjórnarskránni. Hann talar um hana sem „góða byrjun“ í grein í And- vara sumarið 1874. Framsýnustu stjórnmálamenn lands- ins voru alls ekki ánægðir með skipun málanna og árangurinn af tilskipunum og lögimum, er fengust fyrir helming áttunda tugs aldarinnar síðustu. En þeir létu kyrrt liggja um stund, fóru hægt í sakirnar, enda urðu litlar breytingar á skipun alþingis í kosningunum næstu. Einnig ber þess að gæta, að eftir unn- inn áfanga, þarf nýjar baráttuaðferðir og annan áróður. Auk þess stóð svo á, að þeir, sem skellegastir höfðu verið og staðið lengst í fylkingarbrjósti, voru að hverfa af sviðinu. Fyrstu árin eftir að stjórnarskráin tók gildi, var fremur lygnt í íslenzkum stjórnmálum. Það 14 FÁLKINN var eins og hlé að afstöðnu miklu veðri. En það leið ekki á löngu, þar til kom fram á alþingi frumvarp til endurskoð- unar stjórnarskrárinnar og átti eftir að hreyfa svo við íslenzkum stjórnmálum, að þau urðu á næstu áratugum allt önnur, færðust í líkt horf og var í þró- uðustu þingræðislöndum. Skarð Jóns Sigurðssonar, foringjans mikla, var fyllt á alþingi. En flutningsmaður endurskoðunarinnar varð arftaki hans og reyndist í þeim sessi dugmikill. Benedikt Sveinsson var fæddur á Sandfelli í Öræfum 20. janúar árið 1826. Faðir hans síra Sveinn var fátæk- ur prestur, sonur Benedikts prests Sveinssonar í Hraungerði í Flóa. Móðir Benedikts var Kristín Jónsdóttir frá Esjubergi á Kjalarnesi, Örnólfssonar. Að Benedikt stóðu miklar gáfuættir. Formóðir hans, Anna, kona síra Sveins í Hraungerði, var systir Jóns Eiríks- sonar í Kaupmannahöfn, eins mesta brautryðjanda um framfarir íslands á 18. öld. Benedikt var mikill skapmaður, eins og hann átti kyn til, skarpur og fylginn sér. Hann komst ekki til náms, fyrr en um tvítugt, sakir efnaleysis. Árið 1850 lenti hann í uppreisninni gegn rektor latínuskólans, Sveinbirni Egilssyni skáldi, og fekk ekki að ganga undir próf. En skömmu síðar þreytti hann stúdentspróf, ásamt tveim öðrum, sem báðir féllu, en Benedikt náði prófi, þrátt fyrir það, að allt var gert til að koma honum á kné. Síðan sigldi hann til háskólans í Kaupmannahöfn og lauk þaðan lagaprófi með glæsileik. Árið eftir var hann skipaður dómari við landsyfirdóminn, og þótti það mikill frami. Hann kvæntist Katrínu Einars- dóttur frá Reynistað í Skagafirði, og var hún miklu yngri en hann. Hjóna- band þeirra varð ekki farsælt, enda áttu þau lítt skap saman, bæði stórlynd og stórráð. Þau slitu samvistum. Benedikt lenti í deilum við dönsku stjórnina og var vikið frá embætti árið 1870. Síðan varð hann um skeið embætt- islaus. En sumarið 1874 var honum veitt Þingeyjarsýsla. Hann hóf þing- mannsferil sinn sem konungkjörinn þingmaður árið 1861. En árið 1865 var hann kjörinn alþingismaður Árnesinga. Hann var alþingismaður til dauðadags,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.