Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 8

Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 8
Síðastliðið haust birtist í ýmsum dag- blöðum sú yfirlýsing frá dr. Forshuvud, sænskum tannlækni, að Napoleon mikli keisari hefði látizt úr arsenikeitrun. Hafði læknir þessi rannsakað hárlokk úr hári keisarans og hélt hann því fram, að arsenikið hefði Montholon marskálk- ur gefið honum inn. Yfirlýsing þessi vakti talsverða athygli, en menn efuð- ust mjög um gildi hennar. í fyrsta lagi hafði læknirinn ekki fært sönnur á, að hárlokkurinn væri af keisaranum og í öðru lagi hlaut Montholon aldrei marskálkstign og í þriðja lagi skýrði læknirinn ekki frá því, hvert gæti ver- ið tilefni þessa morðs. — Sagnfræðing- ar töldu því yfirlýsinguna gripna úr lausu lofti. En sænski læknirinn lét sig ekki. Hann gaf út bók um efnið og var hún þýdd á frönsku af Henry Lachou- que, frægum rithöfundi. Sú bók varð til þess, að menn rannsökuðu málið frá grunni. Lochouque þessi gaf út minn- ingar Marchands þjóns Napoleons í tveimur bindum, en annað bindið fjall- ar einmitt um dvöl Marchands á St. Hel- enu ásamt keisaranum. Lachougue hafði rætt ýtarlega við sænska tannlækninn og eftir þær viðræður og eftir lesning minninga Marchands telur hann einn- ig fullvíst, að keisarinn hafi dáið úr arsenikeitrun. En áður en yfirlýsingin hafði komið fram í blöðunum hafði Svíinn fengið hár af keisaranum til að efnagreina. Hafði Lachouque fengið honum það í hendur og taldi það sannað, að hárið væri af keisaranum. Var hár keisarans geymt í tveimur pökkum. Var annar með áletrun Marchands og hafði verið í eigu hans, en hinn hafði verið eign Isobey, listamanns nokkurs. — La- chouque lét dr. Forshuvud hafa hár úr báðum þessum pökkum. Læknirinn komst að þeirri niðurstöðu við efna- greininguna, að arsenik eitrun hefði orðið Napoleon að bana. Hér greinir sagnfræðinga og vísinda- menn á um ýmislegt. Um dánarorsök Napoleons hafa ýmsar skoðanir verið látnar í ljós. Margir læknar hafa skýrt frá því, að Napoleon keisari hafi látizt úr lifrarbólgu með graftarígerð. Sumir hafa álitið, að um magasár hafi verið að ræða. í frönsku læknablaði frá árinu 1941 reit dr. A. Tailhefer grein, þar sem hann taldi, að Napoleon mikli hefði látizt úr alvarlegum magasjúk- dómi, magasári eða magakrabba. Taldi hann að veikindi þessi hefði byrjað á litlu bugðu magans og síðan nálgast neðra magaopið og ollið þar þrengslum og stíflum. Hinn frægi sagnfræðingur, Dr. Ga- niere, ákvað að rannsaka dánarorsök keisarans nánar og dvaldist í tvo mán- uði á St. Helenu í því skyni að kynnast staðháttum, loftslagi og lifnaðarháttum 8 'FÁLKINN íbúanna. Hann skrifaði mjög athyglis- verða grein um málið. Nefndi hann þar öll sjúkdómseinkenni Napoleons, þau er fi’am komu, meðan hann dvaldist þar, t. d. lifrartruflanir, höfuðverk, bjúg á fótum, svefnleysi og óbeit keis- arans á því að hreyfa sig. íhugum nú um stund hvernig búið var að hinum keisaralega fanga á þess- ari afskekktu ey. Fyrstu þrjú árin, sem keisarinn var á eynni, stundaði Dr. Barry O. Meara hann. Læknir þessi var leystur frá störfum vegna þess, að hann var grunaður um að vera of hlynntur sjúklingi sínum. Napoleon var eftir það lengi án læknishjálpar og Um dánarorsök Napoleons hefur margt venS látiS í Ijós. I þessari grein er máliS rætt og nýja skoSamr koma íram. treysti hann því á lækni, sem búsettur var á eynni og hét dr. Stoköe. Sá hélt því fram, að keisarinn væri haldinn lifr- arstækkun eða bólgu. — Napoleon bjó ekki lengi að hjálp hans. Dr. Anton- marchi var sendur frá ftalíu til að stunda hann. Sá hélt því fram, að veik- indi keisarans stöfuðu af stjórnmála- legum ástæðum og hið eina, sem hann þyrfti með væru líkamsæfingar. Lét hann einnig bera á Napoleon áburð, sem hans keisaralegu tign logsveið undan, dældi ofan í hann uppsölulyf, sem gerðu ástand sjúklingsins enn verra. Læknir þessi var almennt talinn heimsk- ur og Napoleon þoldi hann ekki. Napo- leon hafði eitt sinn sagt við þennan lækni: „Þegar þið opnið mig og skoðið innan í mig, þá komizt þið að því, hvað hefur þjakað mig.“ Það var Anton- marchi, sem krufði keisarann, og skýrsl- an sem þá var gerð styður fyllilega ályktanir Dr. Tailhefer og Dr. Ganiere, en þeim hafði borið saman um, að bana- mein Napoleons hafi verið magakvilli, sem var í eðli sínu krabbamein. Styð- ur það og þessa skoðun, að faðir Napo- leons, Charles Bonaparte lézt úr krabba- meini árið 1785. Víkjum nú sögunni til Englands árið 1960. Þar sýndi enskur læknir prófess- or René Leriche maga úr manni. Maga þennan sagði sá enski vera úr Napoleon og var hann algjörlega heilbrigður. Dr. Ganieré skýrði atburð þennan rækilega. Kvað hann vera úr Hunt safninu, en sem þangað hafði komizt úr eigu sir Hastley Cooper, en honum hafði gefið dr. Barry O’Meara. En hann yfirgaf St. Helenu 3 árum áður en keisarinn dó. Þannig var loku fyrir það skotið, að maginn hefði verið úr Napoleon. Rit sænska tannlæknisins, dr. Fors- huvud, hefur að geyma allmikið sagn- fræðilegt efni, enda hefur hann haft aðgang að skjölum, sem rituð voru af mönnum, sem dvöldust með keisaran- um í útlegðinni. Er þar víða lýst veik- indum keisarans. En svo virðist, sem höfundurinn hafi komizt að niðurstöðu áður en hann byrjaði á verkinu. Les- andinn lifir í arsenik mettuðu andrúms- lofti. Allir, sem veikjast, eru áreiðan- lega með arsenik eitrun og eftir því að dæma, hefur arsenik verið flutt til eyj- arinnar í tunnutali. En höfundur minn- ist ekki á, hvernig eitrið hafi verið flutt inn og gleymir því, hve stranglega Bretar vöktuðu eyjuna. Höfundur kem- ur brátt að því hverjum dauði Napole- ons hafi verið ábati. Hann útilokar brezku stjórnina en beinir grun lesenda að Bourbonum, konungsættinni frönsku sem var mjög í nöp við Napoleon, enda

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.