Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 38

Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 38
Vonbiðill Framhald af bls. 11. eiginmanninum, sem aftur á móti sat hreyfingarlaus í hægindastólnum, graf- alvarlegur og utan við sig. Og ég tók eftir því, að í hvert skipti, sem hún fór framhjá honum, gat hún ekki stillt sig um að glettast ofurlítið við hann, ávarpa hann með gæluorði og svo fram- vegis, og einu sinni gekk hún svo langt, að hún nuggaði mjöðminni upp við öxl hans. Hún var í stuttu máli sagt ást- fangin og skammaðist sín ekkert fyrir. Við settumst til borðs fyrir framan opinn gluggann. Þar sem íbúðin var á fyrstu hæð, sneri glugginn beint út að gangstéttinni. Það var molluleg ágúst- nótt og að utan barst ómur úr útvarp- inu. Nágrennið virtist vera fullt af út- varpstækjum og alls staðar gargaði sama lagið, eins og margir hanar sem gala saman við sólris. Massimina kom inn með matinn og ég hugleiddi, að ég hafði aldrei áður séð hann bera á borð mat, sem hún hafði sjálf eldað. Ég komst fljótt að raun um, að hún hafði mikla hæfileika í þessa átt og að Peppe væri asni að halda framhjá henni með einhverjum stelpugálum. Við snæddum þegjandi, unz ég hafði orð á því við Massiminu, hvað hún væri góður kokk- ur, og hún svaraði því til, að henni þætti vænt um, að mér skyldi geðjast að matnum hennar, því að Peppe væri alltaf að kvarta undan honum. Peppe mótmælti harðlega. — Ég kvarta ekki, en þú ert alltaf að reyna að fita mig. Borðaðu, borðaðu, borðaðu. Ég reyni bara að verja mjg. Hún starði ásakandi á hann eins og móðir sem setur ofan í við barn sitt. — Ljúktu þá við matinn! Vertu ekki hræddur við það. Ef þú fitnar skal ég nudda þig svolítið, og þá verður þú aftur grannur. Þessi hugmynd Massiminu að nudda húsbónda sinn vakti mér hlátur og næstu mínúturnar snerist samtal okkar um nudd og Peppe sagði glottandi: — Massimina, segðu okkur hverju frúrnar trúa þér fyrir, meðan þú ert að nudda þær. Hlustaðu, Rodolfo, og vittu hvort þér finnst það ekki hlægilegt. Massimina hikaði andartak, en síðan sagði hún okkur nokkrar skopsögur: um gamlar kerlingar sem létu nudda sig til þess að þóknast elskhugum sín- um, eða svo sögðu þær, um ungar kon- ur, sem trúðu henni fyrir getuleysi eiginmanna sinna, — kvikmynda- stjörnur, sem sögðu henni nákvæmlega frá ferli sínum og svo framvegis. Peppe bætti við, en með glott á vör: — En það er ein af þessum ágætu frúm, sem ég hefði gaman af að hitta — hún heitir víst Nóra. f hvert skipti sem hún hringir til þess að panta tíma, reynir hún að fitja upp á samræðum við mig. „Þér eruð eiginmaður Massi- minu, er það ekki? Og hvað gerið þér? Vinnið þér við nudd eins og konan yð- 38 FALKINN ar? Hvers vegna ekki?“ Massimina varð bálreið, þegar hún heyrði þetta: — Sá dagur mun koma, hrópaði hún, — að ég mun í staðinn fyrir að nudda þennan kvenmann slá hana svo ræki- lega á lærið, að hún fái ör eftir það. Viðurstyggileg flenna — það er það sem hún er! Peppe var skemmt, enda hafði hann minnzt á þennan kvenmann af ásettu ráði. Eftir kvöldverðinn opnuðum við aftur fyrir útvarpið og hlustuðum á tónlist. Massimina fór fram í eldhús til þess að þvo upp. Peppe hélt áfram að naga á sér neglurnar og alltaf öðru hverju leit hann á klukkuna. Ég varð stöðugt vand- ræðalegri eftir því sem leið á kvöldið, af því að mér þótti vænt um Massiminu og geðjaðist ekki að því að hjálpa Peppe til þess að svíkja hana. Mig langaði til að gera úrslitatilraun til þess að koma í veg fyrir ráðagerð hans: — Hvar býr þessi stúlka? Hann horfði á mig, hikaði og svaraði síðan: — Ekki langt héðan. Hún á heima í Via Candia. — Jæja, segðu mér hvar hún býst við að hitta mig, ég skal fara þangað og segja henni, að þú munir hitta hana á morgun. Sérðu ekki hvað Massimina er hamingjusöm? En hann yppti öxlum og svaraði: — Þú ert asni. Ég lofaði að koma og stend við það. Jæja, Massimina lauk við uppþvott- inn og mér var ekki undankomu auðið. Ég leit á úrið mitt og sagði við Peppe: — Heyrðu, það er víst kominn tími til fyrir okkur að fara að hitta Fabrizi í sambandi við viðskiptin. — Já, auðvitað, sagði hann snöggt. Ég var búinn að gleyma því. Ef þú hefðir ekki minnt mig á það hefði ég steingleymt því. Komdu! Við skulum fara. Hann stóð upp um leið og hann sagði þetta, og það hefði þurft blindan mann til þess að sjá ekki, hversu feginn og ánægður hann var. Massimina varð að sjálfsögðu vör við þetta og sagði: — Fabrizi? Þú hefur aldrei sagt mér neitt frá honum. Þá greip ég allt í einu fram í: — Massimina, viltu finna mig andar- tak. Ég þarf að tala við þig. Við fórum inn í svefnherbergið, ég lokaði dyrunum og sagði: — Sjáðu til: Það er bezt að þú látir Peppe fara, án þess að gera mikið veður út af þessu. Því meira sem þú reynir að hafa hemil á honum, því greinileg- ar kemur í Ijós, að þú ert afbrýðisöm, og þeim mun minna er honum annt um þig. Taktu eftir því sem ég segi: Láttu hann fara án þess að segja nokkuð við því. Hún horfði á mig. Andlit hennar var svo skælt og skelft, að það var átakan- legt á að horfa. Loks stamaði hún: — Allt í lagi, Rodolfo. Ég skal gera eins og þú segir. Við fórum aftur inn í dagstofuna og Massimina sagði hispurslaust við Peppe: — Jæja þá! Góða nótt! Ég þarf að mæta snemma í fyrramálið, en ég skal ekki vekja þig. Við sjáumst þá annað kvöld. Rödd hennar skalf, en hún harkaði af sér eins og hún hafði lofað mér. Hvað Peppe snerti, þá drúpti hann höfði, — hann skammaðist sín. Við fórum til dyra og Peppe sagði: — Góða nótt, Messimina! Hann hraðaði sér út. En ég stanzaði andartak til þess að þakka Massiminu fyrir kvöldverðinn. Ég bætti við: — Þakka þér, þakka þér kærlega fyrir, og ég vona að þú viljir einhvern- tíma borða með mér á veitingahúsi. Þá tók ég eftir því, að hún grét. Hún stóð grafkyrr, hallaði sér upp að dyra- stafnum og tárin láku hvert á fætur öðru niður kinnar hennar. Þetta snart mig. Ég sagði: — Ekki gráta, Massimina! Við erum í raun og veru að fara að hitta Fabrizi. Hún svaraði lágri röddu: — Fabrizi hringdi í gær og sagðist vera á förum til Naples. Peppe vissi það, en hefur gleymt því. Mér þótti fyrir þessu. Ég vissi ekki hvað ég átti að segja, svo að ég endur- tók: — Ekki gráta, Massimina! Það er hverju orði sannara, að þú átt lítið og snoturt heimili og hið dásamlegasta af öllu er eiginmaður þinn. Hún hristi höfuðið og sagði: — Hið dásamlegasta af öllu verður, þegar ég get farið snemma að sofa og hætt að hugsa um hann. Ég bauð henni góða nótt og fór út á strætið, þar sem Peppe beið mín. Við fórum framhjá glugganum. Massimina stóð við hann og horfði á eftir okkur, unz við beygðum fyrir hornið. Sokkabönd . . . Framhald af bls. 16. Og Skúli gekk að skáp við einn vegg- inn og dró fram stóran og þungan járn- kassa fullan af eins og tveggja krónu peningum sem allir báru þess merki að hafa verið notaðir sem skotmörk. Þeir voru misjafnlega hittir og sára fáir í miðjuna heldur flestir í röndina og þar sem kúlan hafði komið í þá hafði rifn- að úr þeim. Þá voru þarna innan um peningar sem höfðu verið klofnir og tilhöggnir á ýmsa lund og nokkrir svo vendilega slípaðir að ekki mátti lesa á þeim nokkurn staf. — En miðarnir, eru þeir nokkuð skemmdir? — Já, það er sama sagan með þá. Þeir eru klofnir og hlýtur það að vera mjög tafsamt og vandasamt verk, því í þessum miðum er eins og ég sagði áðan sérstakur pappír. Þá bar einu sinni talsvert á því að þeim væri skipt í tvennt, en það hefur stórum minnkað. Eitt er það líka sem mönnum hefur dottið í hug og það er að rífa fimm-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.