Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 29

Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 29
ÖHLAGADÓMUR Framhald af bls. 28. unum. Bruce féll ekki, en hann var ringlaður af högginu og áttaði sig ekki strax. Áður en hann komst að dyrun- um, þaut Meg yfir ströndina og í áttina að Cliff House. Hún var frjáls . . . en hversu lengi? Hún heyrði Bruce hrópa og bölva og vissi að hann veitti henni eftirför. Hún varð að komast til Cliff House áður en hann næði henni. Þá mundi hún geta sýnt frú Verney fram á, að Nella væri ennþá á lífi og að hún væri ábyrg fyrir árásinni á Robert. Hún hljóp beint af augum eins og fætur toguðu og leit aðeins öðru hverju við, en sá ekkert. Ef til vill hafði Bruce hrasað og dottið. Átti hún að þora að hægja á sér og hvíla sig ofurlítið? Máninn hvarf á bak við ský og það var erfitt að finna stíginn upp brekk- una. Hún náði vart andanum fyrir mæði og varð að stanza og hvíla sig. Það varð henni til happs. Allt í einu heyrði hún fótatak. Há vera kom hlaup- andi í myrkrinu. Það var Bruce. Meg lá grafkyrr bak við klett, þorði næst- um ekki að anda. Bruce hlaut að hafa þekkt skemmri leið frá ströndinni og hingað upp. Hann hefur bersýnilega ætlað að króa hana af, áður en hún kæmist að húsinu. Hún bað þess í hljóði, að máninn kæmi nú ekki fram milli skýjanna og afhjúpaði hana. Maðurinn stóð hreyf- ingarlaus og skimaði í áttina til Cliff House. Frá honum var engrar miskunn- ar að vænta. Það var ljós í eldhúsglugganum. Átti hún að þora að hrópa í von um að frú Verney kæmi út? Bruce hlaut að hafa heyrt hljóð, því að nú stefndi hann frá henni. Það var nægilega bjart til þess að hún gat greint bæði hann og konuna, sem kom á móti honum niður stíginn. — Ég sagði þér að þú ættir ekki undankomu auðið, heyrði hún Bruce segja ógnandi röddu. — Bruce! Slepptu mér! Ertu genginn af vitinu? Þetta var Nella. Hún sá skuggamyndir af þessum tveimur verum bera við himin. Hún fylgi. Kjörfundir voru yfirleitt fjöl- mennir og góðar undirtektir við frum- varpið. Víða um iand völdust til fram- boðs fyrir endurskoðunarmenn nýir menn, sem margir urðu á næstu árum atkvæðamiklir þingmenn. En líklega varð kjörsókn hvergi eins mikil og hiti í kosningunum eins og í Eyjafjarðar- sýslu. Þingmenn Eyfirðinga buðu sig hvor- ugir fram. Síra Arnljótur Ólafsson prestur á Bægisá, var einn af hatrömm- ustu andstæðingum frumvarpsins. En sá að þær tókust á. Bruce hrópaði og virtist vera viti sínu fjær af reiði. Hann hafði ekki þolað spenninginn og höfuðhöggið hafði víst ekki bætt skap hans. — Þetta er ég, Nella! Ég er búin að sækja skartgripina! Ertu alveg genginn af vitinu! Slepptu mér! Við hröpum fram af brúninni.. . Síðan heyrðist skerand angistaróp. Meg hélt fyrir eyrun . .. þoldi ekki að heyra þetta. Verurnar tvær voru horfn- ar. Þegar hún læddist skjálfandi að staðnum, þar sem þau höfðu staðið, var enginn þar. Hún leit andartak nið- ur snarbratta klettana, þar sem sjóinn braut. Hún sneri sér síðan snöggt undan. Hana svimaði og henni var óglatt. Henni fannst það taka sig heila eilífð að komast hinn stutta spöl að Cliff House og þegar hún komst loks í forstofuna, féll hún meðvitundarlaus í faðm frú Verney . . . ★ AÐ HUGSA SÉR, að gömul mann- eskja eins og ég skuli neyðast til þess að flytjast í bannsetta stórborgina, tautaði frú Verney. í heila viku hafði hún skeiðað fram og aftur þrumandi um húsið. — Það er ekki einu sinni svo gott að læknirinn sé heima til þess að hjálpa til við að pakka niður. — Þú veizt eins vel og ég, að hann hefur engann tíma aflögu til þess að standa í slíku, sagði Meg. — Og ef þú vilt ekki flytjast til London, þá getum við með góðu móti fengið nýja ráðs- konu. Varstu ekki eitthvað að minnast á, að þú gætir búið hjá systur þinni? — Aldrei í lífinu, sagði frú Verney. — Allt er betra en að hlusta á allt rausið í henni um sjúkdómana sína og öll leiðinlegheitin á því heimili. Hvað ætli maður geti svosem ekki vanizt þessu stórborgarlífi eins og öðru. Bifreiðin beið fyrir utan, og skömmu síðar voru þær á leið til járnbrautar- stöðvarinnar. Meg sneri sér við og horfði til hússins. Henni fannst eins og hún mundi aldrei framar koma hingað. Og hún var fegin því. Það voru svo margar þungbærar og ömurlegar minn- ingar tengdar þessu húsi, bæði fyrir hana og manninn sem hún elskaði. Þau hefðu aldrei getað orðið hamingjusöm í Cliff House. Einar bóndi Ásmundsson í Nesi var við aldur og bar því fyrir sig og var ekki heldur í framboði. Það hafði vakið talsverða athygli sumarið áður, að Ey- firðingar sendu ekki fulltrúa á Þing- vallafundinn. Hafa þar sennilega ráðið áhrif síra Arnljóts á Bægisá. En Akur- eyringar sendu tvo fulltrúa á fundinn, en Akureyri var þá ekki orðin sérstakt kjördæmi, Varð það ekki fyrr en 1905. Úr Eyjafirði var því að vænta mikilla tíðinda í þessum kosningum. Veturinn 1886 fór að kvisast um Eyja- Meðan lestin þaut hraðar og hraðar í áttina til London, lét hún augun aftur og sagoi við sjálfa sig, að upp frá þess- ari stundu mætti hún ekki leiða hug- ann að fortíðinni. Allt hið illa var nú liðin og gleymd tíð. Fyrir liðlega ári síðan höfðu líkin tvö fundizt við klettana. Frásögn Meg hafði vakið rnikla at- hygli. En hún hafði staðizt þá raun. Nú var hún í raun og veru orðin eigin- kona Roberts, vígð honum undir réttu nafni. Öll formsatriði höfðu gengið til- tölulega auðveldlega fyrir sig. Brátt mundi hún hitta hann aftur og upp frá því mundu þau aldrei skilja. Þegar þau komu á áfangastað, varð hún að vekja frú Verney. — Vaknaðu! Við erum komin! Hún leit út um lestargluggann og kom auga á Robert. Hún kallaði bros- andi til hans. Henni varð hugsað til þess hversu vel hann liti út. Allar áhyggjur og þreyta var horfin úr svip hans. Nú ljómaði hann allur af starfsorku og lífshamingju. Loksins gætu þau bæði hafið nýtt og betra líf ... ENDIR. Blaðsölubörn í úthverfum! takiö eftir! Framvegis verður FÁLKINN af- greiddur á hverjum þriðjudegi kl. 13.00 á eftirtöldum stöðum til hægðarauka fyrir ykkur: Tunguvegi 50, sími 33626. Langholtsvegi 139, kjallara, sími 37463. Kleiíarvegi 8, kjallara, sími 37849. Melgerði 30, Kópavogi, sími 23172. Fálkinn flýgur út fjörð, að ýmsir væru líklegir til fram- boðs í héraðinu fyrir endurskoðunar- menn. Voru ýmsir til nefndir en aðal- lega var talað um, Jón Davíðsson á Kroppi, Jón Einarsson á Laugalandi, síra Magnús Jónsson prest í Laufási og Skafta Jósefsson á Akureyri. Síðari hluta vetrar eða snemma um vorið var haldinn fjölmennur fundur á Espihóli. Til fundarins sóttu margir bændur úr innstu hreppum sýslunnar. Þar voru ræddar væntanlegar kosning- Sjá næstu síðu. FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.