Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 18

Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 18
FLUGVÉLIN yfirgaf eyðimerkurbæinn Ran- giri seint um kvöldið með þriggja manna áhöfn og átta farþega. Ákvörðunarstaður hennar var Nirizra, flugvöllur rétt við landamæri Bonbaríu, þar sem byltingin hafði geysað á fjórða mánuð. Feikimikill þokubakki neyddi flugvélina af leið og inn yfir fjöll Bonbaríu, þar sem óveður skall á í sömu mund og þeytti silfurgljáandi vélinni á fjallstind. Vélin mölbrotnaði, og allir fórust um borð nema tveir farþeganna, ungur maður og ung stúlka. Þegar björgunarsveit kom á slys- staðinn daginn eftir, voru bæði sem komust lífs af, horfin. Enginn gat gefið skýringu á hvert þau hefðu farið og hvers vegna. í tíu sólarhringa leituðu hermenn um fjöllin án minnsta árangurs. Síðan var leitinni hætt og nöfnum þeirra bætt við listann yfir þá, sem höfðu beðið bana í flugslysinu. Ári síðar komust yfirvöldin loks að því, hvað hefði í rauninni drifið á daga unga fólksins eftir slysið. Hér er frásögnin um þá leynilegu för, sem þau tókust á hendur til að bjarga lífinu. LENGI eftir að hyldýpið milli fjallanna hafði gleypti ópin og skerandi hávaðann, lágu þau kveinandi á sundurtættu klefagólfinu. Sársauk- að fólk sjái, að hér séu menn, sem komizt hafa af og séu hjálparþurfi. Svar hans var stutt og snúðugt. — Nei! Hann greip sárabindi, settist á hækj- ur fyrir framan hana og setti plástur á blóðugan skurðinn á enni hennar. Andartak horfðust þau í augu. Augu hennar voru blá og skær og augna- ráðið einlægt og einarðlegt; augu hans voru voru brún, dimm og dul. — Allt í lagi, sagði hún, — þá skýt ég rak- ettunum sjálf. Hún greip rakettubyssuna og ætlaði að hlaða hana. Samstundis kom hann að- vífandi og hrifsaði fyrst byssuna en síðan rak ettuna úr höndum hennar. — Heyrið þér? Engar rakettur hér, skiljið þér það? — Já, sagði hún blíðlega. Hún var undrandi og gröm, en líka dálítið hrædd. Að vísu var hann aðeins stór drengur, 20 eða 21 árs og varla eins hár og hún, en það var eitthvað ógnvekj- andi í fari hans, í gáfulegu og hranalegu andliti hans, í festulegri skipandi rödd hans. Og hendur hans! Hún fann afl þeirra leysast úr læðingi löngu eftir að hann hafði sleppt takinu á henni. ÓVEÐRINU slotaði jafnóvænt og það hafði SMÁSAGA EFTIR ERLING POULSEN inn eftir taugaáfallið skar ennþá í vöðva þeirra og taugarnar, og þau börðust bæði við að ná and- anum. Hræðslan stirðnaði á fölum og blóði drifnum ásjónum þeirra, þar sem þau störðu 30 eða 40 metra út í myrkrið úr afturhluta vélarinnar, sem hafði brotnað af við árekstur- inn, og horfðu inn í eldhafið, sem umlukti stjórn- klefann og sundurtættan farþegaklefann. Þau sáu lík flugmannsins og' farþeganna, og þau sáu stórar málmplöturnar glóa, bresta um samskeytin og vindast upp og á meðan bar vindurinn svartan, eitraðan reykmökkinn að vitum þeirra. — Fljótt, stundi hann. — Eftir andartak springa geymarnir, komið! Hann klöngraðist yfir samanrekinn stól, kraup á kné fyrir framan hana og fjarlægði dyraumbúnað, sem lokaði leiðinni út. Blóðið streymdi úr enni hennar, og kjóllinn hennar var gauðrifinn og hékk í tætlum utan um hana. Úti í myrkrinu settust þau hlið við hlið í skjóli við stóran klett, og þaðan heyrðu þau sprengingarnar og sáu háar, gular eldtungurnar teygja sig upp í svartan himininn yfir höfðum þeirra. Þau töluðust ekki við, heldur sátu og störðu út í myrkrið, gegndrepa af rigningunni, hreyfingarlaus eins og höggmyndir. Fyrst þegar snarkandi bálið af eldsneytinu var slökknað, og regn og rok hafði kælt sjóðheitt loftið um- hverfis flakið, héldu þau aftur að flugvélar- stélinu sem brotnað hafði af. Samanþjöppuð farangursgeymslan veitti þeim nokkurt afdrep fyrir óveðrinu, og innan um sundurrifnar tösk- ur fundu þau sitthvað, sem að gagni kom: Þurr föt, ábreiður og tvo fleyga af koníaki. í eld- rústunum fundu þau vatnskút algerlega ó- skemmdan, svo og tinkassa með ávöxtum og kexi og einn kassa af neyðarblysum, rakettum og sárabindum. — Kveikið á neyðarblysi, sagði hún, — og skjótið nokkrum rakettum niður í dalinn, svo skollið á, og næstum kringlóttur og purpura- rauður máninn kom í ljós yfir fjallstindana. Hann greip báða fleygana, hellti úr þeim koní- akinu og setti drykkjarvatn á þá í staðinn. Síðan sótti hann ávextina og kexið í eldhúskytruna, auk handfylli af sárabindum, og vafði öllu saman inn í þrjú þykk ullarteppi, kastaði far- angrinum á bak sér og gekk út á regnvota klöpp- ina í tunglskininu. — Komið sagði hann. Að þessu sinni var rödd hans vingjarnleg, — Það kæmi mér aldrei til hugar, hrópaði hún í bræði. Hún stökk á fætur. — Heyrið nú. Við höfum bæði komist lífs af úr flugslysi vegna hreins kraftaverks. Ættum við nú að stofna lífi okkar í hættu með því að klifra um þarna á milli klettanna. Aldrei að eilífu! Ég verð hér og skýt rakettum alla nóttina, svo að fólk, sem þekkir landslagið, geti komið upp og heimt mig úr helju. Hann stappaði fast í klöppina og þrammaði aftur að flakinu, tók rakettubyssuna og fleygði henni langt út í myrkrið. Því næst fjarlægði hann kveikjustykkin úr neyðarblysunum. — Nú getið þér komið eða verið, alveg eins og þér viljið, sagði hann hrottalega. Hann sneri baki við henni og gekk af stað. — Ég verð hér! æpti hún. Samtímis hrökk hún við, er hún heyrði hvellt og gjallandi öskur úti í nóttinni, öskur í fjallaljóni. Hann nam staðar fyrir utan, og aftur tók rödd hans þessum óvæntu breytingum frá ruddaskap til hjartanlegrar vinsemdar. — Komið heldur með, ungfrú. Það er alltaf talsvert af rándýrum hérna uppi í fjöllunum, og þér eigið hræðilega nótt í vændum, ef þér verðið kyrrar! Fjallaljónið öskraði öðru sinni, ekki allfjarri. Hún var á báðum áttum. Hvers vegna vildi hann ekki gera það eina skynsamlega: Að verða hér og bíða ásamt henni? Og hvers vegna hafði FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.