Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 22

Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 22
pliaed i*a Framhaldssaga eftir Yale Lotan. Sagan hefur veriS kvikmynduð og fer myndin sigurför um heiminn. Strax og sögunni lýkur hér í FÁLK- ANUM verður myndm sýnd í TÓNABÍÖI meS íslenzkum texta. Titil- hlutverkiS leikur hin fræga gríska leikkona, Melina Mercouri, og að- almótleikari hennar er Antony Perkins. — Fylgist með þessari skemmtilegu sögu, sem hófst fyrir þrem vikum. Hann byrjaði að tala við mig, dýpri og mýkri röddu en ég hafði gert mér í hugarlund, að hann hefði yfir að ráða. Hann endurtók nokkrar innantómar, litlar, kurteisislegar setningar á grísku, þær sömu og hann hafði verið að æfa með mér um morguninn. En það var lof, sem snerti mann eins og barn, sem sýnir teikningu sína móður sinni og fær hrós fyrir. Um leið og hann sagði þetta, dró hann mig nær, og það var ekkert barnalegt við rödd hans og hinn mjúka andardrátt hans í eyra mér. Þegar hljóðfæraslátturinn hætti, skild- umst við sundur og horfðum hvort á annað. Það var hræðilegt augnablik, þegar ég sá í augum hans ekkert, sem gæfi til kynna, að hann hefði tekið mig j fulla sátt og vináttan ríkti nú ein. Ég skundaði á brott særð, og sneri aftur að borðinu án þess að mæla orð frá vörum. Við yfirgáfum klúbbinn og nokkra hríð sátum við í bílnum án þess að tala saman. Smátt og smátt jafnaði ég mig. Þegar allt kom til alls, var hann enn ókunnugur mér og ég gat ekki túlkað isvip hans með neinu öryggi. Skyndilega gaf hann bílstjóranum bendingu um að nema staðar. „Stönzum hér í nokkrar mínútur,“ sagði hann, og án þess að bíða eftir samþykki mínu, opnaði hann dyrnar. Við vorum nálægt brú. Kvöldið var kalt, en loftið hreint, og ég andaði djúpt að mér ilman Thames. Alexis sagði bílstjóranum að aka um í nokkrar mínútur. Ég gekk mjög hægt að handriði brúarinnar og heyrði, að hann kom á eftir. „Gerðu það, komdu til Grikklands. Komdu að minnsta kosti til Parísar til að tala við föður þinn,“ sagði ég ör- væntingarfull. Hann kom að handriðinu og stóð dá- lítinn spöl frá mér. „Ég vildi heldur, að þú bæðir mig að koma til Grikklands, af því að þig langaði til að ég kæmi til Grikklands.“ Ég vissi, að ég mundi sigra hann. Ég hafði ekki haft á röngu að standa þegar allt kom til alls ... „Ég geri það,“ sagði ég hljóðlega. „Ég óska þess af hjarta.“ Ég leit á hann, en hann horfði niður á vatnið, eins og ég hafði gert áður. Ég leit niður aftur. Loks, sagði ég eins og ég væri að segja Dimitri litla sögu: „Þegar menn óskuðu mjög eftir einhverju í Grikklandi til forna, þá færðu þeir fórn. Þeir fóru með svín út í vatn og fórnuðu því guðunum." „Svín?“ „Já, svín,“ sagði ég og við hlógum bæði. „En ég hef ekkert svín.“ „Fórnaðu þá einhverju öðru.“ Hon- um virtist vera alvara.. Ég byrjaði að leita í kápuvasanum og var að því kom- in að opna töskuna, þegar ég sá hring- inn. hinn stóri demantur glitraði í daufu götuljósinu. Ég tók hann ofan. Ég rétti hann fram og hönd mín titraði ekki einu sinni. „Ég gæti fórnað þessum hring.“ „Þú gætir það ekki!“ sagði hann dauðskelkaður. Ég sneri hringnum og lét hann dást að töfrum hans. Ég lét sem ég ætlaði að kasta honum og hann stökk og greip um hönd mína. Ég rétti honum hring- inn. „Líttu á hann,“ sagði ég. „Er hann ekki fallegur?“ „Ég hef aldrei séð neinn honum líkan.“ „Láttu mig nú hafa hann aftur.“ Ég tók hann og hélt honum yfir ánni. Ég leit á hann og varð á að brosa að hinum upphafða hryllingi hans. „Ég óska að Alexis komi til Grikk- lands,“ sagði ég hátt og skýrt og opn- aði greipina. Hringurinn féll í fallegri ljósrák og hvarf í dökkt vatnið. Alexis hvíslaði: „Ó, guð!“ „Ég steig aftur á bak og gat ekki beitt skilningarvitum mínum. Þetta virtist í einu fjarlægt og nálægt, og aftur hafði ég þá greinilegu tilfinningu, að þetta hefði allt skeð áður, — fórnin, ungi maðurinn, mín eigin fullvissa um að ósk mín rættist, vegna þess að fórn- in hefði verið réttmæt . . . Svo hvarf þessi tilfinning og ég var einu sinni enn í London um aprílkvöld með þessum aðlaðandi unga manni, sem ég kynntist stöðugt betur og betur. Skyndilega steig hann áfram og byrj- aði að klifra yfir handriðið til að fleygja sér út í ána. Ég greip í handlegg hans. „Þú ert brjálaður!" hrópaði ég. Hann stanzaði og hló upp í opið geðið á mér með yilltan glampa í augunum. „Þú ert brjáluð!" sagði hann, en hann stanzaði. 22 FÁLKINN Hann setti fótinn yfir á handriðið og stóð kyrr augnablik og horfði niður í vatnið. Þá hló hann aftur, hærra og hærra: „Sjö þúsund svín í Thamesá!“ „Fyrir þig,“ hvíslaði ég og hló alls ekki. En hélt áfram að hrópa. „Sjö milljón svín í Thamesá." Hann þreif um mitti mér og byrjaði að sveifla mér, hló ennþá og sagði: „Mín vegna. Sjö milljón sván!“ þangað til mig sundlaði og ég varð rugluð yfir viðbrögðum hans. Mér fannst að hann ætti ekki að vera svona kátur. En einhver annar átti að hlæja núna. Með kuldahrolli uppgötv- aði ég að hlátur hans væri hæðinn og spottandi. Ég vissi að eins örugglega eins og ég vissi, að ég mundi aldrei sjá þennan demant framar, að ég myndi aldrei verða hamingjusöm eða róleg aftur, það sem eftir væri ævinnar. Hann stóð og hló og augnablik stóð- um við kyrr, hönd hans hélt enn um mitti mér. Við litum hvort á annað og ætluðum bæði að fara að segja eitthvað, þegar bíllinn kom skyndilega í Ijós á beygjunni. Alexis dró mig að sér og hrópaði. „Komdu, við ætlum til París- ar!“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.