Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 16

Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 16
ÖtiLAGA DÓMUR Allt í einu leit maðurinn rannsakandi á hana: — Var gott samkomulag milli yðar og manns yðar? Meg varð hugsað til þess með sökn- uði hversu hlýlega Robert hafði kvatt hana, þegar hún lagði af stað til borg- arinnar um morguninn. — Hann var maðurinn minn, sagði hún. — Hvers vegna í ósköpunum skyldi ég vilja gera honum mein? Hún var gráti næst, þegar hún hélt áfram: — Ég ... ég verð að hitta hann. Vilj- ið þér nú ekki vera svo góður og taka mig með, til sjúkrahússins? Hann skellti blokkinni sinni aftur og bjó sig undir að fara. Rödd hans var ekki sérlega vingjarnleg, þegar hann sagði: — Ég verð því miður að biðja yður að fara ekki út úr þessu húsi, þar til ég kem aftur. Við verðum að bíða þar til maðurinn yðar er orðinn nógu hress til að skýra frá öllum málavöxtum. Frú Verney hélt dyrunum opnum. — Þér komið brátt aftur? Inni í stofunni sat Meg og gerði sér allt í einu ljóst, að hún var ein síns liðs. Og í stofufangelsi. Þegar lögreglan fór, sat Meg ein eftir. Hún heyrði raddir úti í forstof- unni. Það var frú Verney, sem sagði lögreglumönnunum alla söguna í sinni útgáfu. Meg drúpti höfði. í rauninni skipti það litlu máli hvaða álit fólk hefði á henni. En hvernig gat Robert, sem elsk- aði hana, sakað hana um að hafa reynt að svipta hann lífi? Það var hræðilegt. Henni fannst hún vera brúða, viljalaust verkfæri, sem hreyfði sig aðeins, þegar einhver togaði í spottann. Hún heyrði ekki þegar dyrnar opn- uðust aftur og hafði þess vegna ekki hugmynd um, hversu lengi frú Verney hafði staðið og horft á hana. — Jæja? Meg snéri sér við. Hún vissi að hún átti að segja eitthvað, en gat það ekki. — Sagði ég ekki, að eitthvað skelfi- legt mundi koma fyrir, þegar læknir- inn ákvað að taka þig að sér? sagði ráðskonan. — Hann hefði aldrei átt að gera þig svona líka Nellu. Nú er engu líkara en líkindin séu ekki aðeins á ytra borðinu, heldur einnig hið innra. Já, ég veit ósköp vel, að ég talaði vin- gjarnlega um hana, þegar hann hafði gert þig líka henni. En ég vildi ekki ýfa upp gömul sár. Auk þess geðjaðist 16 FÁLKINN mér ekki að þér þá. Já, læknirinn hef- ur hagað sér heimskulega — og nú fær hann að súpa seyðið af því. Meg fannst hún verða að bera hönd fyrir höfuð sér: — Ég gerði það ekki, hrópaði hún. — Ég sver, að ég gerði það ekki. — Þetta sagðir þú líka, þegar ég sagði lækninum, að þú hefðir hitt Bruce Preston á laun, sagði frú Verney hörku- leg. — Auðvitað er hann með í spilinu líka núna. Þú vildir gjarna koma lækn- inum fyrir kattarnef til þess að geta erft hann og látið peningana renna til elsk- huga þíns. Það er að minnsta kosti álit lögreglunnar, vertu viss. Meg langaði til að hrópa upp yfir sig. Eins og í svefni gekk hún upp í her- bergi Roberts. Þar settist hún við skrif- borðið og grét af örvæntingu og ein- manakennd. Það fór hrollur um hana og hún gekk að arninum til þess að kveikja upp í honum. Þá sá hún hvar bréfið lá samanvöðlað. Hún varð að lesa það aftur þar til henni var ljóst hvað í því stóð. Robert hafði sem sagt farið að Robinhellinum. Hver vissi um slys- ið, sem varð til þess, að Nelly Greene drukknaði? Robert hafði ekki sagt nein- um frá því nema henni. ' Skyndilega datt henni í hug, að ef til vill héldi Robert, að hún stæði á bak við þetta allt saman. Þess vegna hefur hann sagt lögreglunni þetta. Hún varð að gera eitthvað og það strax. Fyrst af öllu varð hún að gefa skýrslu til lögreglunnar. Bara að það hefði verið sími í húsinu. Fyrst svo var ekki varð hún að reyna að komast til bæjarins. Hún stakk bréfinu í veskið og hljóp fram í forstofuna. Frú Verney var hvergi sjáanleg og Meg gaf sér ekki tíma til að bíða eftir henni. Hún mátti engan tíma missa. Hún fór skemmstu leið eftir ströndinni og spenn- ingurinn rak hana áfram. Hvílík heppni að hún skyldi finna hótunarbréfið. Hún stanzaði og leitaði að bréfinu í veski sínu. En þegar hún fletti því í sundur, sá hún að um rangt bréf var að ræða. Þetta var bréfið, sem Bruce Preston hafði sent henni nokkrum dögum áður. Hún hafði gleymt að hún var með það í veskinu. Hún ætlaði að fleygja þvi frá sér, þegar hún rak augun í, að bæði bréfin voru skrifuð á sams konar papp- ír. Hægt og hægt rann lausn málsins upp fyrir henni. Það var enginn annar en Bruce Preston, sem stóð að baki fjárkúguninni. — Hún hljóp eins hratt og hún gat í áttina að kofa hans. Það FRAMHALDSSAGA EFTIR ARETH ALTON SÖGULOK var ljós í gluggunum. Skemmsta leið til bæjarins lá rétt hjá. Án þess að hugsa sig um gekk hún að kofanum og barði að dyrum. Það leið talsvert langur tími þar til hann kom til dyra. —■ Nei, ert það þú, sagði hann hægt. — Þú komst þá þrátt fyrir allt? En hann bauð henni ekki inn. — Ég þarf að tala við þig, sagði hún og ýtti honum til hliðar. — Hefurðu frétt hvað gerðist? bætti hún við, þegar þau komu í eldhúsið. — Gerðist? Nei. — Veiztu ekki hvað kom fyrir Ro- bert? Jú, hann hlaut að vita það. Hún sá það á honum. Hann var ekki aðeins sektarlegur á svip heldur hræddur. — Robert liggur á sjúkrahúsi, bætti hún við. Undrun hans var engin uppgerð. Fréttin var bersýnilega mikið áfall fyr- ir hann. Kannski hefur hann haldið, að Robert væri látinn og orðið ótta- sleginn þegar hann frétti að hann væri enn á lífi. — En hvernig gerðist það, spurði hann. Meg lét viljandi nokkrar mínútur líða þar til hún svaraði. En hún var ekki langt komin í sögu sinni, þegar Bruce spurði: — Hefur hann sagt lög- reglunni hvernig þetta atvikaðist? — Já. Skjátlaðist henni. .. eða spruttu ekki fram svitadropar á enni hans? Var hann ekki óttasleginn á svipinn? Og eitt sinn hafði hún getað ímyndað sér, að hún væri hrifin af þessum manni! — Sagði hann hver hefði gert það, stamaði Bruce. — Já, hann fullyrti að það væri ég. En ég var ekki einu sinni nálægt hell- inum þegar þetta gerðist, sagði Meg. Ég fer að halda að það hafi verið þú. — Hvers vegna heldurðu það, spurði hann. — Gættu að hvað þú segir. Hvaða ástæðu skyldi ég hafa til þess að ráðast á Robert? — Nei, maður skyldi ætla að þú værir búinn að gera honum nóg mein. Ég veit að þú varst elskhugi Nellu. Þú varst með henni sama kvöldið og hún drukknaði. Robert sá þig. En hann vissi ekki, að þú værir maðurinn. Þú heyrðir þau rífast og sást ef til vill það sem gerðist í bátnum rétt á eftir? Bruce sneri sér undan: — Ég skil ekki hvað þú ert að tala um. Framhald á bls. 24.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.