Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 39

Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 39
krónuseðlana í sundur og rúlla þeim síðan upp einsog um heila seðla væri að ræða og borga svo með sama fimm- kallinum tvisvar. Það er alveg furðu- legt hvað menn leggja við þetta mikla alúð og nærri því, að maður geti sagt samvizkusemi. —■ Ber mikið á erlendum peningum? — Já, þeir eru alltaf talsvert í um- ferð. Þeir eru okkar gjaldeyrisöflun. Þeir eru víða að en mest frá Norður- löndunum, Bretlandi og Þýzkalandi. Einu sinni kom hér enskur peningur all merkilegur og víst nokkuð gamall. Á honum stóð þessi skemmtilega setn- ing: Keep your temper (taktu það ró- lega). Ég ætlaði að gefa hann konunni minni, en áður en það komst í verk var hann horfinn. — En kemur ekki allskonar dót í dunkana líka? — Jú, það er margskonar dót sem þangað berst. Hnappar, og tölur hafa lengi verið áberandi og eitt sinn kom sokkaband, og fundizt hafa samanbeykl- aðir bandprjónar. Við getum sýnt ykk- ui' í einn kassa sem safnast hefur í nú á ekki löngum tíma. Og okkur var sýndur kassi einn all- stór fullur af allskonar hlutum. Hnapp- ar og tölur voru þar í miklum meiri- hluta, gylltir látúnshnappar og stórar káputölur. Einhver hefur sett „I love you“-plötu, sem vinsælt er að bera um hálsinn, en telja verður líklegt að plat- an hafi verið sett þarna fyrir misskiln- ing en ekki verið játning gagnvart vagnstjóranum, og þó verður ekkert fullyrt í því máli. Þá var þarna mikið af allskonar skífudrasli í mörgum stærðum svo og þynnur hverskonar. Þá hefur borizt þarna form af Kók-flösku og fleira furðulegt sem ekki verður fiokkað undir venjulegan gjaldmiðil. Og nú var okkur sýnt hvernig flokk- unarvélin vann. Hún var fljót að greina í sundur stærðirnar og það heyrðust léttir smellir þegar peningarnir duttu í kassana. — Kemur ekki lítið af tveggjeyring- um? — Það er alltaf eitthvað en minnkar stöðugt. Við spurðum þær Sigríði Jónasdóttur og Aðalbjörgu Skúladóttur hvernig þeim þætti að vinna við þetta. Þær kváðust kunna því vel, en það væri leiðinlegt að sjá hvernig fólk færi með peningana. — Verðið þið varir við dagamun í sambandi við fjölda þeirra sem ferðast með vögnunum? — Það er alltaf meira ef veðrið er vont og svo aftur minna eftir því sem veðrið er betra. —- Eru mikil brögð að því að pen- ingaseðlar séu rifnir í sundur? — Já og hinn helmingurinn kemur venjulegast daginn eftir. Svo kvöddum við og héldum fram á ganginn ásamt Skúla. — Hefur þú unnið lengi hjá Strætis- vögnunum? — Já, í 29 ár. — Og kannt sæmilega við starfið? —■ Já, ég kann alveg prýðilega við þetta. — Hefurðu nægan tíma til að sinna tónlistinni? — Maður hefur aldrei nægan tíma til að sinna henni. Til þess að geta sinnt tónlistinni þarf mikinn tíma, miklu meiri tíma en maður hefur aflögu. En þegar ég geng hér út á kvöldin þá er ég laus og get óskiptur snúið mér að henni. Að vísu get ég ekki sinnt stærri verkum og verð því að láta þau smærri nægja. Annars komponera ég mest í hádeginu og vinn svo úr því á kvöldin. Ég veit ekki hvernig stendur á þessu ekki frekar en ég vinn meira þeg- ar gott er veður. Það er sennilega vegna þess að þá liggur vel á manni. Og Skúli kvaddi okkur brosandi og alúðlegur og við héldum út. Hópurinn á horninu hafði minnkað eða kannski var þetta nýr hópur sem beið eftir nýj- um vögnum. Kannski var einhver í hópnum með sundurrifinn fimmkall eða klofna krónu og mundi setja þetta í dunkinn. Mundi opinbera sitt innra eðli fyrir eina krónu. Blaöraöu viö hana uti svo maöur hafi friö til aö sofa Sæl, elskan.Ég œtla ekkert aö stoppa. Ég er aö fara að skarnma kennara, hldkina Hvaö segiröu um þetta fjand Þegar ég kom \ít úr ■biíftlnni í dag þá veit ég ekki fyrr en ég tekst á loft, 'sn sem "betur fer kom ég niöur á lappirn- ar Og þaö ták mig tvo tíma -aö sannfæra hana um, aö þaö heföi ekki veriö ég sem kallaöi hana fuglahræöu En geturöu hugsaö þér annaö ( -manneskja á hennar aldri meö þeiman líka liatt. Hún ’er og fuglahræöa, þaö veit sá s allt veit... argasta fuglahræöa

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.