Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 13

Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 13
fullir af túköllum og krónum og öðrum slíkum fjármunum. Á einum veggnum var lúga og hjá henni vagnar í braut sem lá að hrúgunum sem konurnar voru að vinna við. Utan af Hverfisgöt- unni barst þungur umferðarniðurinn. — Hvað kemur mikið inn af skipti- mynt í hverri viku? — Það lætur nærri að það sé um tuttugu og þrjú þúsund krónur, sagði Skúli. Svo teljum við líka úr stöðu- mælunum. — Það er þá mikið verk að telja þetta allt? — Já, það er mikið verk og þyrfti mikinn mannskap ef þessar vélar væru ekki til staðar. Hvað mestur tími fer í að hreinsa miðana úr, því enn sem kom- ið er höfum við ekki fengið til þess vélar þótt það standi nú til bóta. Þegar því er lokið eru peningarnir settir í vél sem flokkar þá eftir stærð, og að því búnu í aðrar vélar sem telja þá í poka. Við höfum hér vélar sem telja um 1500 peninga á mínútu. Þetta eru allt þýzkar Skúli Halldórsson, tónskáld er skrif- stofustjóri Strætisvagna Reykjavíkur, og hefur starfað hjá fyrirtækinu í 29 ár. mikinn hita til að brenna. Það er ákaf- lega tafsamt verk. Til þessa höfum við brennt þá í koksofni. En nú stendur til að við fáum nýjan útbúnað til að eyði- leggja miðana og hreinsa þá úr pening- unum. Peningarnir verða settir á færi- band og síðan notaður sogkraftur til að hreinsa miðana úr og þeir síðan muldir í duft. — Hvernig var talningunni háttað áður en þessar vélar komu til sögunn- ar? — Þá voru notaðir sérstakir trékass- ar heldur óþjálir og leiðinlegir. Pening- arnir voru settir í kassana og síðan var kössunum lokað og þeir hristir með handafli og þá féllu peningarnir niður eftir stærð. Þessum hristingi fylgdi svo mikill hávaði að ekki heyrðist manns- ins mál og allir ætluðu að ærast. En sem betur fer leystu vélarnar þetta af hólmi. vélar sérstaklega smíðaðar fyrir þessar stærðir af peningum. — Og þegar peningarnir hafa verið taldir í pokana? — Þá fara þeir á færibandi héðan fram til gjaldkerans sem sendir þá til ríkisféhirðis. — En hvað verður um miðana? — Þeir eru hálfleiðinlegir viðfangs. Þetta er gjaldmiðill alveg þar til þeir hafa verið brenndir. Þeir eru prentaðir og brenndir undir eftirliti. í þessum miðum er sérstakur pappír sem þarf Nú væri útilokað að annast talninguna með þessu móti. — Ber ekki mikið á því að menn skemmi peningana? — Jú, það eru mikil brögð að því. Það virðist vera sérstaklega vinsælt að nota þá fyrir skotmerki. Við fáum vikulega mikinn fjölda peninga aðal- lega túkalla og krónur, sem þannig hafa verið skemmdir með því að skjóta á þá úr rifflum. Þá hafa sumir tekið uppá því að kljúfa þá en það hlýtur að vera mjög tafsamt verk og ekki á færi ann- Hvolft hefur verið úr baukunum á borð og þær Aðalbjörg Skúladóttir og Sig- ríður Jónasdóttir hreinsa miðana úr. arra en þeirra sem hafa aðgang að járn- smiðjum. Og svo eru þeir líka höggnir allavega til. Gerðir ferkantaðir, eða ut- an af þeim og í tvennt. Það er furðulegt hvað menn eru hugkvæmir í þessu sam- bandi. Við getum sýnt ykkur það sem komið hefur hingað nú á skömmum tíma. Framhald á bls. 38. FALKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.