Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1963, Qupperneq 34

Fálkinn - 15.05.1963, Qupperneq 34
PANDA DG UPPFINNINGAMAÐURINN MIKLI „ÞaS er algjörlega þér að kenna, að Jollipop er far- inn,“ hrópaði Panda til Hugsuðarins. „Gerir ekkert,“ svaraði hann. „Það mun allt verða í lagi.“ Og Hugs- uðurinn sneri niður í kjallarann til þess að leysa þjónsvandamálið. Hann valdi sér hluti af ýmsu tagi og þegar langt var liðið á nóttu var hann búinn með skringilegt tæki. „Panda verður undrandi á morgun,“ sagði hann við sjálfan sig, „hann þarf ekki lengur að halda á þessum leiðinlega þjóni.“ Og snemma næsta morguns bergmálaði allt húsið af kynlegu vélarhljóði. Dyrnar á svefnherbergi Panda voru opnaðar. .. og vélmaðurinn gekk inn með morgunverð hans. Vélmaðurinn gekk inn með skrölti og hringli og stanzaði fyrir framan rúm Panda. Hugsuðurinn fylgd- ist með athöfnum hans af ánægju mikilli. „Dásamleg vél,“ sagði hann ánægður við sjálfan sig, „skyldi Panda ekki verða undrandi, þegar vélmaðurinn vekur hann og ber honum te.“ Reyndar varð Panda undr- andi, enda voru þær aðferðir, sem vélmaðurinn hafði til þess að vekja hann næsta einkennilegar. Þær voru þannig, að vélmaðurinn sló hann í höfuðið með steikar- pönnu. Panda hrópaði upp yfir sig og horfði bæði undrandi og hræddur á tæki það, sem stóð fyrir framan hann. „Hvað er ... þetta? stamaði hann. En hann komst ekki lengra, því þá hellti hinn sjálfvirki þjónn teinu fyrir hann. Panda stökk út úr rúminu og hljóp í burtu. „Hjálp“, æpti hann, „taktu þessa helvítis vél hérna í burtu.“ „Vertu ekki hræddur,“ sagði Hugsuðurinn, „þetta er bara sjálfvirki þjónninn þinn, sem var að bera þér te í rúmið.“ En Panda sá að þjónninn fylgdi honum eftir og skreið því bak við Hugsuðinn. „Taktu hann 34 fXlkinn frá mér. Láttu hann færa þér te. Ég vil það ekki.“ „Það gengur ekki,“ sagði Hugsuðurinn, „hann þjónar aðeins þér. Þú ert húsbóndi hans.“ En því miður virtist húsbóndavald Panda yfir vélmanninum vafasamt, því að nú kom hann og ýtti Hugsuðinum til hliðar en tók Panda í stálgreip sína.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.