Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 19

Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 19
hann hindrað hana í að skjóta rakett- unum? Átti umheimurinn að halda, að allir hefðu farizt? Hann kallaði að nýju utan úr myrkrinu, og fjallaljónið öskraði í þriðja sinn. Síðan slóst hún í för hans. Hún hafði enga samúð með honum, en varla vildi hann gera henni mein, og ótti iiennar við að vera alein á þessum fjallstindi, það sem eftir var nætur of mikill. ÞEGAR þau voru komin út á opna og uppblásna hásléttuna, virtist hann ekki gera sér lengur rellu út af henni. Hann stikaði stórum, og oft varð hún að hlaupa við fót til að hafa við honum. — Hvers vegna liggur yður svona á? hrópaði hún grátandi af reiði yfir óþol- andi framferði hans. — Bíðið. Hann nam staðar og rétti höndina á móti henni. í tunglskininu sá hún fölt, sveitt andlit hans. Hún eygði vissa meðaumkvun í þessu andliti, með- aumkvun, sem hljómaði líka í rödd hans. — Hérna, haldið yður fast í mig! Hún stanzaði og stóð á öndinni af mæði. — Ef þér vilduð bara að minnsta kosti segja mér, hvers vegna þér hag- ið yður svona. Eins og vitfirringur! — Komið nú, sagði hann mildilega og tók í hönd hennar. — Ég má ekki vera að því, að rök- ræða við yður. En ég get lofað yður því, að þér verðið niðri í dalnum ár- degis á morgun, svo framarlega sem þér fylgið mér eftir. Þar getið þér svo gefið yfirvöldunum skýrslu og tekið fyrstu lest heim til Marapuru. — Hvernig vitið þér, að ég ætla til Marapuru? sagði hún steinhissa. — Heyrði yður segja það við toll- vörðinn á flugvellinum í Rangiri! Hann skálmaði áfram yfir hásléttuna — stöðugt í norðvestur. Gríðarlegar klettanafir neyddu þau til að klifra endrum og eins, en ekki í eitt einasta skipti stofnaði hann sjálfum sér eða henni í hættu. Eftir tveggja tíma göngu, þegar hún var að hníga niður af þreytu, staðnæmdist hann í skjóli við stóran klett og fleygði frá sér sam- anyöfðum teppunum. — Hér verðum við, sagði hann, — og þegar það er orðið bjart, leggjum við af stað niður. Hann sléttaði úr tepp- unum, lét hana fá tvö og hafði sjálfur það þriðja. Því næst tók hann upp kex- ið og drykkjarvatnið. Þau mötuðust og drukku og kveiktu síðan hvort í sinni sígarettu. í bjarmanum af loga eld- spýtunnar virti hann fyrir sér fölt og hrjáð andlit hennar. — Mm, tautaði hann og teygði sig eftir sárabindakass- anum. Það blæddi á ný úr skurðinum yfir annarri augabrún hennar. Hann fjarlægði gamla plásturinn, laugaði sárið með dálitlu drykkjarvatni og batt um það. Meðan hann hélt höfði hennar milli handanna, bærðist dálítið bros á þöndum vörum hennar. — Þú ert hraust stúlka, sagði hann, — mér fellur vel við þig. — Samúðin er ekki gagnkvæm, sagði hún. Hún laug. í hjarta sínu vissi hún, að hún laug. Hann vissi það líka, þegar hann sá tindrandi, skært blikið í bláum augum hennar skömmu síðar. Þau hjúfruðu sig inn í teppin, teygðu úr sér hlið við hlið á mosavaxinni klöpp- inni, soguðu sígarettur sínar og störðu á tunglið. — Nú veit ég það, mælti hún skyndi- Framhald á bls. 31. ■ Y - } '

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.