Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 37

Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 37
Model 620 Buxnabeltið MODEL 620 er framleitt úr 1. flokks amerískri nylonteygju. Einkar vinsælt undir kvöldkjóla og síð- ar, þröngar buxur. Fyrsta flokks snið og vimna. Stærðir: Small — Medium — Large. Litur: Hvítt og svart. Dömur: Kaupið MODEL 620 og sannfærist um ágæti þess. Dömur: Biðjið um MODEL 620, það fæst í flestum vefnaðarvöruverzlunum um land allt. Heilsölubirgðir: Davíð S. Jónsson & Co., h.f. Reykjavík. Framleiðandi: LADY H.F. Lifstykkjaverksmiðja. Laugavegi 26. — Sími 10-11-5. HVAÐ GERIST í NÆSTU VIKU? Hrútsmerlúö (21. marz—20. aprílJ. Það er hætt við að vegna mistaka sem yður hefur nýlega orðið á verði gerðar til yðar mikiar kröfur í næstu viku. Miklar líkur eru fyrir að störf yðar verði undir ströngu eftirliti en með dugnaði og el.iusemi .ætti yður að takast að sigrast á erfiðleikunum. Nautsmerkiö (21. apríl—20. maV. Þér skuluð ekki halda að það eigi ekki fleiri en þér við vandamál að stríða. Hver einstakling- ur á við sín vandamál að eiga sem oft á tíðum virðast ekki auðveld úrlausnar. Þér skuluð forðast örvæntingu þvi afstöðurnar eru þannig að á komandi viku munt þú eiga gott með að fram- fylgja áhugamálum þínum. TvíburamerkiÖ (21. maí—21. júníJ. Þessi vika verður mjög rómantísk hjá yður og einhver sú ánægjulegasta um langan tíma. Þér skuluð þó ekki ana út í neina vitleysu þvi aðgát er alltaf fyi'ir beztu. Ef einhver vinur þinn leit- ar til þín þá skaltu ekki bregðast honum heldur veita alla þá hjálp sem þú mátt. KrabbamerkiÖ (22. iúni—22. júlíJ. Þér þurfið að endurskoða framtíðaráætlanir yðar. Þess vegna skuluð þér leggja sérstaka áherslu á náið samband við vini yðar og kunningja því þeir munu aðstoða yður eftir mætti. Ef þér haldið rétt á spilunum er ekki að efa að þér náið settu marki. Ljónsmerkiö (23. júlí—22. ápúst). Þér skuluð í þessari viku leggja sérstaka áherslu á atvinnu yðar. Þér skuluð sýna samstarfsmönn- unum fyllsta traust og reyna að koma yður vel fyrir. Velgengni yðar næstu vikurnar byggist á þvi hvað þér eruð útsjónarsamur í sambandi við tækifæri er yður kann að bjóðast. Jómfrúarmerkiö (23. áfjúst—23. sept.J. Það er hætt við að i þessari viku verðið Þér fyrir einhverjum vonbrigðum og það er yður sjálf- um að kenna. Ef farið er illa með góð tækifæri er mönnum bjóðast þá er ekki við góðu að búast. En fyrir alla muni sökkvið yður ekki niður í þungiyndi þvi ekki dugar að gefast upp í lífsbar- áttunni. Vogarskálarmerkiö (23. sept.—22. okt.J. Nú ber að leggja aðaláhersluna á skipulagningu fjármálanna. Þér skuluð koma fjármálum yðar á traustan grundvöll og ef það tekst getið þér óhræddir horft i móti komandi tímum. Á sviði ástarmálanna getur þessi vika orðið sérlega skemmtileg. Svorödrekamerkiö (23. okt.-—21. nóv.J. Þér hafið lengi verið þeirrar skoðunar, að skort- ur á tækifærum hafi háð yður. Um þessar mundir bjóðast yður mörg góð tækifæri og ef þér viljið sína hvað í yður býr skuluð þér notfæra yður þau út i æsar. Gamall vinur sem þér hafið ekki lengi haft neitt samband við kemur fram á sjónarsviðið að nýju. Boqamannsmerkiö (22. nóv.—22. des.J. Þetta verður með flestum hætti róleg vika hjá yður. Þér skuluð þess vegna taka lífinu með ró dvelja heimafyrir mestan part vikunnar. Um helg- ina væri ekki svo galið að skreppa i smáferðalag með vinum og vandamönnum. Fjármálin eru und- ir hentugum afstöðum. Steingeitarmerkiö (23. des.—20. janúar). Þetta verður í alla staði skemmtilega vika. Tómstundaiðja, skemmtanir og ástarmál eru undir góðum afstöðum og margt skemmtilegt mun bera við. Þér skuluð þó ekki siá slöku við á vinnustað heldur keppa áfram að því marki sem þér hafið gert síðustu vikurnar. Vatnsberamerkiö (21. janúar—19. febrúarj. Þér eruð of skapbráður og óstöðugur til skaps- munanna. Þessu þurfið þér að breyta og því fyrr þvi betra. Reynið að hafa hemil á tilfinningum yðar og öðlast meira jafnvægi. Þér gerið of mikið af þvi að draga skakkar ályktanir sem veldur þessum óstöðugleika. Fiskamerkiö (20. febrúar—20. marzJ. Það eru allar horfur á að þér verðið að breyta skoðunum yðar. Þróun málanna er önnur en þér bjuggust við og nú er um að gera að bregðast rétt og fljótt við svo ekki hljótist vandræði af. Um helgina væri ráðlegt að skreppa á skemmtistað og lyfta sér aðeins upp. FÁLKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.