Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 12

Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 12
Sokka Ibönd og bandprjjónar Það var einu sinni maður hér í borg- inni sem borgaði fyrir sig í strætis- vagninn með sokkabandi. Þetta var fallegt sokkaband, bleikt og nær ónot- að. Svo var annar sem borgaði fyrir sig með saman beygluðum bandprjóni. Það er líka stór hópur sem notar allavega tölur og hnappa sem gjaldmiðil. Það eru í raun og sannleika alveg furðulegir hlutir sem mönnum dettur í hug að nota sem gjaldmiðil í strætisvagninn. Það var á fögrum vordegi að við ljósmyndarinn vorum að aka inneftir Hverfisgötunni skömmu eftir hádegið. Veðrið var einstaklega gott og heldur leiðinlegt að kúldrast inni, svo við fór- um út að keyra. Á horninu á Hverfis- götu og Rauðarárstíg beið stór hópur fólks eftir strætisvögnunum og hafði gengið útúr sjálfu biðskýlinu til að láta sólina skína á andlitin. Ljósmynd- arinn sem er gefinn fyrir að rannsaka málin til hlítar spurði: — Hvar ætli allir smápeningarnir séu taldir sem koma í strætó? — í húsinu þarna á horninu, sagði ég. -—- Þá skulum við fara þangað og sjá þegar verið er að telja. Og það er ekki að orðlengja það, að við beygðum niður Rauðarárstíginn og lögðum bílnum skammt frá húsinu þar sem skrifstofur strætisvagnanna eru og gengum inn. Heppnin var með okk- ur því í anddyrinu mættum við skrif- stofustjóranum, Skúla Halldórssyni tón- skáldi. Við buðum góðan dag og sögð- um frá erindi okkar. Hann sagði okk- ur velkomið að líta á þetta, gekk á undan okkur inneftir ganginum unz við komum að hurð sem merkt var TALNING. Hann opnaði þá hurð og sagði okkur að gera svo vel. Við geng- um innfyrir og komum í allstórt her- bergi. Það fyrsta sem við veittum at- hygli voru tvær konur sem sátu við aflangt borð með stóra hrúgu fyrir framan sig sem samanstóð af strætis- vagnamiðum og því sem kallað er skiptimynt. Þær báru hendurnar í hrúguna og tóku lúkufylli og hristu, svo að peningarnir féllu aftur á borðið en miðarnir sátu eftir. Þessu næst settu þær miðana í poka. Þá veittum við at- hygli þremur vélum sem stóðu á miðju gólfi og nokkrum járnkössum sem voru Sigríður Jónasdóttir situr við vél, sem telur skiptimynt hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. FÁLKINN V I K U B L A Ð TEXTI: JÓN ORMAR MYNDIR: JÓHANN VILBERG Fólk ferSast í strætisvögnum Reykjavík- ur — ekki aSems fyrir pemnga, heldur einnig sokkabönd, beyglaSa bandprjóna, málmþynnur, hálfa fimmkrónuseSla og fleira ....

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.