Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 10

Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 10
SMÁSAGA EFTIR ALBERTO MORAVIA ÉG HEIMSÓTTI Massiminu og Peppe. Ég hafði ekki séð þau síðan þau giftu sig. Þau stönz- uðu mig úti á götu til þess að bjóða mér heim. Ég var að flýta mér fyrir horn til þess að forð- ast að mæta þeim, því ég hafði biðlað til Mass- iminu í mörg ár og vildi ekki hitta hana með öðrum manni, jafnvel þótt hann væri vinur minn. En þau stönzuðu mig og þeim virtist báðum mjög hugað um að ég kæmi heim til þeirra og snæddi með þeim kvöldverð. Svo að ég neyddist til að þiggja boðið. Massimina var lág í lofti, en þrekvaxin og með lítið kringlótt höfuð. Það minnti mig alltaf á höfuð á litlu lambi. Þegar maður virti hana fyrir sér, — björt, eilítið framstæð augun, lítið nefið, stút- laga munninn og breitt andlitið, þá gat manni allteins komið til hugar, að við vissar aðstæður væri henni trúandi til að setja undir sig höfuð- ið og stanga mann! Ég hafði orðið ástfanginn af henni, áður en hún varð svona þrekvaxin, en ég verð að skjóta því hér inn í, að starf henn- ar hafði þroskað mjög vöðva hennar á brjósti og örmum. Hún var nuddkona, einhver sú bezta í allri Rómaborg. Hún var raunar öll orðin þrekvaxin, en hafði samt ennþá til að bera — að minnsta kosti í mínum augum — þessa ein- kennilegu töfra, sem minntu mig alltaf á lítið lamb. Ef til vill virtist hún enn gildvaxnari við hlið mannsins, sem var svo ósköp grannur. Hann var lítill vexti, en samsvaraði sér vel, hrokkinhærður, alveg eins og hún, fríður sýnum, en svolítið blendinn á svip. Klæðnaður hans var vissulega líklegur til að falla kvenfólki í geð: buxurnar eins og fínast þótti í Ameríku, — þröngar um mjaðmir og fótleggi og vasarnir handsaumaðir, — skyrtan köflótt, fráhneppt í hálsmálið og ermar uppbrettar. Massimina hafði verið staðráðin í að krækja sér í þennan mann, hvað sem það kostaði. Hann hafði sýnt lítinn áhuga í fyrstu, en þegar hún sótti málið fast og ákveðið, lét hann undan. Hann vann á litlum bar í Trastevere, en þegar hann kvæntist sagði Eldhúsið var líka látlaust, en hver hlutur var á sínum stað og allt í röð og reglu: bollaskápur, stálvaskur, borð og eldavél. Massimina var með skrautlega svuntu og stóð fyrir framan elda- vélina. I útréttri hendi hélt hún á steikarpönnu. Á pönnunni voru kótilettur, sem hún hristi til og frá. Við hlið henni var gulur pappír, eins og maður notar til þess að vefja utan um brauð, og á hann sctti hún kótiletturnar, þegar þær voru fullsteiktar. Um leið og ég birtist horfði hún um öxl sér og sagði: — Ertu búinn að sjá húsið mitt? Hvernig lízt þér á það? í mjúkri rödd hennar mátti greina ofurlítinn viðkvæmnistón, sem gaf mér til kynna, að þessa íbúð hafði hún keypt að öllu leyti upp á eigin spýtur, keypt hana fyrir fé, sem henni hafði tekizt að leggja til hliðar af laununum sínum í áraraðir. Og nú hafði hún gefið Peppe allt saman, þessum iðjuleysingja, sem þótti ekki einu sinni vænt um hana. — Þetta er reglulega skemmtileg lítil íbúð, sagði ég. Hún hló stolt og sigurglöð og sneri sér aftur að eldavélinni. ■—- Farðu og líttu á svefnherbergið. Komdu svo aftur og segðu mér hvernig þér lízt á það. Ég fór og leit á svefnherbergið til þess að gera henni til geðs. Þar var stórt hjónarúm, lágt samkvæmt nýjustu tízku, blá sængurföt, nátt- borð úr dökku mahogany, kommóða. Á henni stóð kínversk skrautmynd, sem samanstóð af kringlóttri plötu, sem var eins og sandur á litinn. Á henni sáust litlir krabbar og fyrir framan plötuna kraup kona í baðfötum og fórnaði hönd- um af ótta við krabbana. Dyr stóðu opnar og ég sá inn í baðherbergið. Þar var allt hvítt og nýtt, tandurhreint og hver hlutur á sínum stað. Ég fór aftur fram í eldhúsið. Strax og ég kom fram spurði hún mig og skalf eilítið: ■—■ Jæja, hvernig fannst þér? VON IÐILL 10 hann upp stöðu sinni og hætti að vinna. Mass- imina vann fyrir þeim báðum. Og svo heimsótti ég þau þar sem þau bjuggu í námunda við Via Emo, einu af þessum nýju hverfum, þar sem húsin spretta upp eins og gorkúlur. Ef þú lítur autt svæði og snýrð þér síðan undan, þá eru þar þegar risastórar gular átta hæða byggingar, þegar þú snýrð þér við aftur. Þau áttu heima í einu af þessum húsum, sem voru eins og gerð úr spilum. Á neðstu hæð- inni var röð af verzlunum, með blindandi neon- ljósum, sem gerðu það að verkum að jafnvel kálhöfuð í matvöruverzluninni virtust fjólublá og girnileg. Nýtt hverfi, nýtt hús og þegar ég hringdi dyrabjöllunni og dyrnar opnuðust: spán- ný íbúð. Ég gekk inn í litla forstofu og ómur frá útvarpi barst á móti mér. Peppe sat í lát- lausri en snotri dagstofu og hlustaði á íþrótta- fréttirnar. Um leið og hann sá mig, sagði hann: — Farðu inn í eldhús. Massimina er þar. Ég er að hlusta á fréttirnar. Ég tók eftir því að hann var svolítið undirför- ull á svip og nagaði ákaft nöglina á þumalfingr- inum. Það benti til þess að hann væri áhyggju- fullur. Ég yfirgaf hann og fór fram 1 eldhúsið. Mér varð aftur hugsað til þess að svefnher- bergið eins og annað í þessari íbúð var hennar verk — hafði orðið til fyrir þá peninga, sem henni hafði tekizt að spara af litlum efnum. Þess vegna svaraði ég. — Mér finnst svefnherbergið dásamlegt. —- Já, er það ekki? Ég keypti húsgögnin í Via Cola di Rienzo. Sástu rúmfötin? Þau eru úr fyrsta flokks silki. — Dásamlegt, dásamlegt. — Og baðherbergið — sástu það? — Já, dásamlegt, dásamlegt. Hún hló innilega, hristi pönnuna duglega, en hélt síðan áfram eftir stundar þögn: — En það dásamlegasta af öllu í þessari íbúð — veiztu hvað það er? Ég svaraði henni eingöngu til þess að slá henni gullhamra: — Hið dásamlegasta af öllu ert þú. Ég sá að hún hristi höfuðið. Síðan sagði hún: — Hið dásamlegasta af öllu í þessari íbúð er maðurinn minn. Mér varð orðfall af undrun, því að ég bjóst ekki við svo skýlausri yfirlýsingu. Hún hélt áfram: FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.