Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 30

Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 30
Shbdr KJORINN BÍLLFYRIR ÍSŒNZKA VEGI! RYÐVARINN RAMMBYGGÐUR , AFLMIKILL OG ÓOÝRAR I TEHHNE5KA BIFREIÐAUMBOÐIÐ V0NAR5TRÆTI 12. SÍMI 37661 16 mm filmuleiga Kvikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar Flestar gerðir sýningarlampa Ódýr sýningartjöld Filmulím og fl. Lj ósmyndavörur Filmur Framköllim og kópering Ferðatæki (Transistor). FILMUR OG VÉLAR Freyjugötu 15 Sími 20235 Þegar alþingi Framh. af bls. 29 ar og hverjir yrðu vænlegastir til þing- setu fyrir héraðið. Niðurstaða fundarins varð sú, að skora á Benedikt Sveinsson sýslumann og Jón Sigurðsson á Gaut- löndum að bjóða sig fram í sýslunni. Sýnir þetta vel hvert hugur Eyfirðinga stefndi. í þennan mund var síra Arnljótur á Bægisá mikill áhrifamaður um Eyja- fjörð. Hann hafði töglin og hagldirnar í blaðinu Fróða á Akureyri og réði stefnu blaðsins að mestu. Snerist Fróði um vorið aðallega til að berjast móti endurskoðuninni. Var áróðrinum aðal- lega beint gegn Jóni á Gautlöndum. Fróði lét í veðri vaka, að Jón ætlaði sér að ala Eyfirðinga upp í pólitík, eins og hann hefði gert við Þingeyinga. En þessi áróður varð áhrifalítill. Kjördagur í Eyjafjarðarsýslu var á- kveðinn 5. júní. Daginn áður fór fólk að streyma til Akureyrar. kömmu áður en kjörfundur hófst var kominn fjöldi manns að húsi amtmanns, allt að 400 manns, þar sem kjörfundur var haldinn. Veður var mjög kalt og gekk á með éljum um daginn. Amtmaður og kjör- stjórn sá þegar, að ekki var fært að halda kjörfundinn inni, því svo var orðið fjölmennt, að húsið rúmaði ekki nema lítinn hluta af kjósendunum. Var því fundurinn haldin undir berum himni, þrátt fyrir kalsaveður. Kjörfundurinn hófst með því, að fram- bjóðendurnir héldu framboðsræður sín- ar. Fyrstur talaði Ásgeir Bjarnason bóndi í Stórubrekku, frambjóðandi and- stæðinga endurskoðunarinnar, þar næst Benedikt Sveinsson, svo Jón Hjaltalín annar frambjóðandi andstæðinga end- urskoðunarinnar og síðastur Jón bóndi á Gautlöndum. Þá tóku til máls nokkr- ir kjósendur og talaði fyrstur Júlíus Havsteen amtmaður, og mælti gegn endurskoðuninni. Hann snéri sér aðal- lega að Benedikt Sveinssyni og ræddi um kostnaðinn, sem stjórnarskrárbreyt- ingin myndi leiða af sér fyrir þjóðina, og krafðist svara um það, á hvern hátt endurskoðunarmenn ætluðu að afla sér fjár til útgjaldanna. Síðan töluðu síra Arnljótur Ólafsson, Tryggvi Gunnars- son kaupstjóri og Einar Ásmundsson í Nesi. Voru tveir þeirra fyrrnefndu á móti endurskoðuninni, en Einar frem- ur hlynntur henni. Að ræðum þeirra loknum svaraði Benedikt amtmanni og gaf greið og hiklaus svör við spurning- um hans. Hann sagði að næg ráð yrðu til að mæta kostnaðinum, enda myndi hann verða sáralítill miðað við það, sem amtmaður vildi vera láta. Að ræðum loknum hófst kosning. Var hún í heyranda hljóði eins og lög mæltu fyrir þá. Kosning fór þannig, að Jón á Gautlöndum fékk 193 atkvæði og Benedikt Sveinsson 190. Jón Hjalta- lín skólastjóri á Möðruvöllum 47 at- kvæði en Ásgeir Bjarnason aðeins 21 atkvæði. Aðallega studdu þá síðar- nefndu kaupmennirnir á Akureyri og nokkrir nágrannar þeirra. Eins og nærri má geta vöktu þessi kosningaúrslit mikla athygli um land allt, þar sem aðalforinjgar endurskoð- unarinnar unnu svo glæsilegan sigur í kjördæmi, þar sem þeir buðu sig fram í fyrsta sinn. Og jafnframt að einn aðal- andstæðingur endurskoðunarinnar þreytti ekki kosningu gegn þeim, held- ur sendi aðra til þess. En síra Arnljótur komst samt á þing. Hann varð konung- kjörinn. Kosningasigur endurskoðunarmanna sumarið 1886 er einhver mesti kosninga- sigur um alla sögu á íslandi. Svo mátti heita, að hver einasti andstæðingur þeirra væri felldur, nema Grímur Thomsen í Borgarfjarðarsýslu, en hann hafði ekki greitt atkvæði um frumvarpið á alþingi, enda hafði hann ekki at- kvæðisrétt, þar sem hann gegndi for- setastörfum. Frumvarp Benedikts Sveinssonar var samþykkt á aukaþinginu sumarið 1886 og afgreitt sem lög. En danska stjórnin var fljót að synja um staðfestingu og varð ekki úr stjórnarskrárbreytingunni. á næstu árum . Snerust íslenzk stjórn- mál nær eingöngu um endurskoðunina og er af því mikil saga. (Heimildarrit: Saga íslendinga, Fróði, Þjóðólfur, Alþingismannatal og Saga alþingis). PHAEDRA Framhald af bls. 23. Við fórum til aðsetursstaðar Kyrilis í París á Avenue Foch — stað sem ég var hrifin og stolt af. Það var átjándu aldar hún, sem hafði verið í eigu margra frá því að upphaflega fjöl- skyldan neyddist til að selja það. Það var reisn og tign yfir því, og ég elsk- aði hinar vandvirknislegu útskornu myndir og stóru stigaþrepin. Þegar Thanos keypti það, skömmu eftir gift- ingu okkar, eyddi ég sex mánuðum í að skreyta það og endurnýja það frá kjallara til háalofts. Þegar það var fullt af fólki og hljómlist, glasaklið og hlátri, var það indælt og töfraði það bezta í sérhverjum manni. En þegar það var lokað og rykfallið var það hráslagalegt og uggvænlegt. Við vorum nýbúin að taka upp far- angur okkar og höfðum pantað drykki, og ég var önnum kafin við að panta tíma hjá snyrtistofunni fyrir morgun- daginn, þegar við heyrðum hávaða, sem boðaði komu Thanosar. Alexis og ég litum hvort á annað, og þar sem ég var kvíðafull, virtist hann aðeins spenntur. Augnabliki síðar var Thanos í her- berginu. Hann kom beint til min og faðmaði mig lengi eins og við værum ein. Ég brást eins vel við og ég gat, en á því augnabliki varð mér ljóst, að það að biðjast fyrir án trúar er erfiðara fyrir þann, sem hefur misst trúna, held- ur en þann, sem aldrei hefur átt hana. 30 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.