Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 9

Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 9
var konungdæmið í hættu, meðan hann var á lífi. Höfundinn grunar einnig Talleyrand, hinn slungna stjórnmála- mann, en hann hafði lýst því yfir á þinginu í Vínarborg, að Napoleon væri ógnun við heimsfriðinn og ætti tafar- laust að skjóta hann. Ef gengið er að því vísu, að Napoleon hafi dáið úr arsenikeitrun, þá er Talleyrand útilok- aður að hafa átt hönd í bagga. Það er ekkert, sem styður þá fullyrðingu. Böndin berast því að þrenningu þeirri, sem dvaldist með keisaranum á St. Hel- enu. Höfundurinn dr. Forshuvud, úti- lokar þá Marchand hinn keisaralega þjón og St. Denis. Eftir er þá Montho- var talin honum samboðin. Hún hét Albine Vassal og var talin léttúðug. Seg- ir nú lítið af honum embættislausum, en þegar Napoleon er fluttur til St. Hel- enu, þá stígur hann á skipsfjöl og sigl- ir til eyjarinnar og verður keisaranum mjög handgenginn, en greifynjan verð- ur frilla Napoleons og er sannað að hann greiddi henni greiðann í beinhörð um peningum. Svo er að sjá, að greifinn hafi ekkert haft á móti þessari hegðan, enda munu þau hjónin hafa grætt á þessu 75 þús. franka (um 30 milljónir króna) á ári, meðan keisarinn lifði. Auk þess hafði Albine greifaynja af Montholon þegið gjöf af keisaranum Fremsta myndin er af Albinu Vassal, sem síðar varð greifynja af Montholon. Hún var hjákona Napoleons mikla í útlegðinni á St. Helenu og höfðu þau greifahjónin stórar fjárfúlgur upp úr keisaranum. Næsta mynd er af nánasta Iiði Napo- leons í útlegðinni. Má greina á mynd- inni, Marchand þjón, St. Denis og Mont- holon greifa. Takið eftir að einn mann- anna er með penna í hönd. Það er sá er skráði æviminningar keisarans. Þriðja myndin er svo af því þegar gröf Napoleons mikla Bonaparte var opnuð. f: . lon. Höfundur telur, að keisarinn hafi tekið inn eitrið á löngum tíma, í mjög litlum skömmtum, sem fóru vaxandi. En takið eftir lesendur góðir, að við erum á kafi í leynilögreglugátu og það er sænski læknirinn, sem leiðir okkur um þá refilstigu, og skilur lesandanum eftir að ráða gátuna. Þess vegna spyrj- um við: Var Montholon morðinginn? Ef svo hefur verið þá hefur hann áreið- anlega verið verkfæri í höndum ein- hvers óþekkts aðila. Hafði hann hagnað af því að myrða Napoleon? En hver var þessi Montholon þá í raun og veru? Við skulum því kanna örlítið feril hans og hvort hann hefði haft ábata af dauða keisarans. Montholon þessi fæddist 1783. Hann gengur í herinn og öðlast þar ýmsan frama. Hann er gerður greifi og 1809 verður hann ráðsmaður keisarans. Skömmu seinna neyðist hann til að segja embætti sínu lausu, vegna þess að hann hafði kvænzt konu, sem ekki sem var að verðmæti 144 þús. franka. Af þessu má sjá, að greifinn hefði lítinn ábata haft af dauða keisarans. Og að flýta fyrir dauða hans var sama sem að lóga gullgæsinni, sem verpti gulleggjum handa þeim hjónum. — Greifynjan yfirgaf eyjuna í júlí 1819,, en Montholon greifi varð eftir. Keisar- inn mat mjög þessa tryggð hans og á- nafnaði honum 2 milljónir franka í erfðaskrá sinni, en aðeins 400 þús. komu í hlut Marchands þjóns. — Ef einhver aðhyllist kenningu sænska læknisins, þá er til sá möguleiki, að Montholon greifi hafi verið hræddur um að keisar- inn mundi breyta erfðaskrá sinni. En það verður að hafa hugfast, að erfða- skrárgerðir keisarans eru ekki dagsettar fyrr en á árinu 1819, en arsenik eitr- unina telur dr. Forshuvud hafa byrjað í maí 1816. En nú skulum við athuga dálítið efna- greiningu hárlokksins, sem reyndist þrungin arseniki. Við vitum að hárið, sem rannsakað var, kom frá tveimur aðilum. Það er óyggjandi að hárið var af sjálfum keisaranum. En hins vegar er fullvíst, að á öldinni sem leið, væru vissir léttir og brothættir hlutir svo sem hár og fjaðrir varðveittir þannig, að þeir voru mettaðir með arsenik. Það er ekki nema rökrétt ályktun, að svo hafi einnig verið gert við hár keisarans, sem geymt var í pökkunum tveim, er Lac- houque hafði undir höndum og sendi sænska tannlækninum Forshuvud. En arsenikið var til þess að hlutirnir moln- uðu ekki niður. Að þessu öllu athuguðu, þá getum við ekki annsð en viðurkennt þá skoðun, sem almennt er ríkjandi meðal lækna og sagnfræðinga og sem Dr. Ganieré tekur undir, en hún sé sú, að Napoleon Bonaparte hinn mikli hafi látizt úr krabbameini í maga. (Þýtt og endursagt). -------★ FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.