Fálkinn


Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 31

Fálkinn - 15.05.1963, Blaðsíða 31
Nálægð Thanosar hratt mér aftur á bak og ég reyndi að slíta mig lausa. Að lokum sleppti hann mér og leit á mig snöggt en eins og hann horfði í gegnum mig. Ég brosti til hans eins glaðlega og ég gat og til að verjast hugsanlegum spurningum, sagði ég í skyndi: „Við erum nýkomin. Það er hraeðileg lykt í húsinu.ö“ Hann byrjaði að horfa á Alexis og þeir brostu báðir og gengu í áttina hvor til annars. Hinar þungu hendur Than- osar gripu um axlir Alexis og hann hristi hann hressilega. Þótt sonurinn væri hærri en faðir hans, var ekki hægt að villast á skyldleikanum og yngri maðurinn virtist veiklulegur og óstyrkur við hliðina á hinum stórskorna líkama eiginmanns míns. Þeir skiptust á nokkrum orðum og mér varð ljóst, að það voru margar mílur á milli þeirra og að þeir höfðu raunverulega aldrei þekkt hvorn annan. Ég velti því fyrir mér, hvort Thanos hefði verið góður faðir á fyrstu bernskudögum Alexis. Hann hafði lítil skifti af Dimitri, en ég vissi að honum þótti vænt um hann og beið eftir þeim degi, þegar reglulegt samband kæmist á þeirra á milli. Við þrjú töluðum nokkra stund saman og Alexis og ég hvíldum okkur. Thanos gældi við hönd mína og ég sá Alexis horfa á þetta og snúa sér undan. Æsing mín jókst og mér var orðið heitt. Þessum litla hóp okkar stjórnaði Than- os og við Alexis vorum eins og litlar Kæri Astró. Ég undirrituð hef mikinn áhuga fyr- ir framtíðinni og langar mig nú til að biðja yður um að lesa fyrir mig úr stjrnunum. Nú sem stendur hef ég brennandi áhuga á að læra; fæ ég tækifæri til þess? Ferðast ég til út- landa, hvernig verður það? Góðfúslega sleppið því sem er innan sviga. Með fyrirfram þakklæti. Ella. Svar til Ellu. Það eru talsverðar líkur fyrir því að þú munir vera meira og minna við nám næstu tvö til þrjú árin, þar eð Sól stjörnukorts þíns hreyfist hægt yfir Merkúr, sem er námsplánetan. Þessi ár gætu einnig boðið þér upp á tækifæri til utanlandssiglinga. Ég geri ekki ráð fyrir að þú ættir að hugsa í alvöru um hjónabandið fyrr en þegar þú ert orðin 23 ára gömul en þá gengur Sólin yfir Marz, sem er áhrifapláneta hjónabands þíns þar eð geisli sjöunda húss fellur í merki Hrútsins. Ef gefa ætti nokkra mynd af tilvonandi eiginmanni þínum, þá hefur hann aðaleinkenni plánetunn- ar Marz, en það er dugnaður við þau verkefni, sem áhugi er fyrir hendi, vinnusemi, og hann vill að allt sé framkvæmt strax samkvæmt sinni hug- jurtir undir eikartré. Hann kallaði Thanos herra og var kurteis en hlé- drægur. Ég byrjaði að óska, að dagur- inn tæki brátt enda. Eins fljótt og ég gat yfirgaf ég þá og fór að skipta um föt fyrir kvöldverð. (Framh. í næsta blaði). Uppreisnarseggur Framh. af bls. 19. lega og reis snögglega upp við dogg. — Þér eruð einn af leynierindrekum upp- reisnarmanna? — Svo? Hann lá og bærði ekki á sér, horfandi á stjörnurnar og mánann.. — Og hvað kemur þér til að halda það? spurði hann andartaki síðar. — Allt, sem þér hafið aðhafzt eftir flugslysið. Þér vilduð ekki kveikja neyðarblys, ekki skjóta rakettum, ekki bíða eftir hjálp. Já! Af því að þér viljið ekki lenda í klónum á yfirvöldunum. Þér viljið ekki yfirheyrslur, ekki fram- vísa vegabréfi. Einmitt. Af því að þér tilheyrið norðurhernum og vitið, að þér yrðuð handtekinn, ef til vill skot- inn. Jafnskjótt og liðsveitir stjórnar- innar kæmust að því. Hún reis upp á annan olnbogann og hélt áfram í ákafa: — Það vita þó bæði guð og menn hér í Bonbaríu, að uppreisnarmenn þora ekki lengur að senda erindreka sína gegnum vígstöðvarnar. Þess í stað senda þeir þá yfir norðurlandamærin og með hlutlausu flugleiðunum annað mynd. Hann getur verið nokkuð fljót- færinn, þannig að oft þarf að bæta um vanhugsuð atriði. Mars og Venus í öðru húsi fjármál- anna benda til þess að þú munir ávallt hafa nægilegt fé undir höndum, en hins vegar ertu líka jafn dugleg að koma þeim í lóg, ef ekki helzt til of dugleg. Þú ættir heldur ekki að ræða mikið um tekjur þínar við aðra, eins og þér hættir til að gera, því það getur leitt til óþæginda síðar meir. Marzinn er í óhagstæðri afstöðu við Plútó í tíunda húsi og bendir það til þess að þú munir verja miklu fé til þess að ganga í augun á fólki út á við og skapa þér álit á þann hátt. En það er ávallt tals- verð hætta því samfara að vera ekki „ekta“ og klæðast í of stór föt. Þú getur einnig skapað þér öfund annarra á þennan hátt og það getur bitnað á þér þegar þú átt þér sízt von. Þetta stafar af stöðu Neptúns í tólfta húsi og þú munt oft eiga óvini þar, sem þú hugðir slíka alls ekki vera. í sama húsi eru einnig Sólin og ef þú vildir notfæra þér hina hagstæðari eiginleika þessara afstaðna þá skaltu kynna þér dulræn fræði. Einnig ýmsan fróðleik viðvíkj- andi hafinu og því, sem í því býr. Tólfta hús samsvarar merki Fiskanna. Tuttugasta og fjórða aldursár þitt hvort til Bala Lopez eða Nirizra, og það- an laumizt þið síðan yfir suðurlanda- mærin og yfir fjöllin bak við sóknar- línu stjórnarhersins. Hef ég ekki á réttu að standa? Nú, hvers vegna svarið þér ekki? Af því að þér viljið ekki við- urkenna, að ég hafi séð í gegnum yður? Uss, þetta flugslys var sannarlega ekki það versta, sem gat komið fyrir áætlan- ir yðar, ekki satt? Því að nú eruð þér næstum því upp á hár þar, sem þér óskið að vera Fyrir innan suðurlanda- mærin og bak við víglínu óvinanna! Nú er aðeins um það að ræða, að yfir- völdin hafi ekki hendur í hári yðar og trufli yður í þeim bellibrögðum, sem þér hafið áreiðanlega í huga. Hann reykti sígarettuna rólega, starði í átt til tunglsins og brosti fjar- rænt. Að lokum talaði hann hægri og drafandi röddu. — Af því að þú áttir svo auðvelt með að segja mér, hver ég er, gæti farið vel á því að þú segðir mér, hver þú ert. — Gjarnan, sagði hún. — Ég heiti Melita Izquiredo. — Og þú átt heima í Marapuru? — Já, faðir minn á nokkrar klæða- verksmiðjur þar. Hann sér um fram- leiðslu á Jillum einkennisklæðnaði fyrir her og lögreglu stjórnarinnar. — Hrn. Hann snéri höfði og leit á hana aðgætnu augnaráði. Hún brosti. — Þér furðið yður á, hvers vegna ég var í þessari flugvél, ekki satt? Það Framh. á bls. 32. gæti reynzt þér nokkuð erfitt, þar eð tímamót verða um það leyti á ævi þinni, þar sem hið gamla líður undir lok en nýtt tekur við. Um það leyti gengur Sólin einnig í annað hús fjármálanna í stjörnusjá þinni og verður þar 1 32 ár. Staða Sólarinnar þama hjálpar mjög upp á efnahag þinn og beztur mun hann verða um það leyti, sem sól- in gengur yfir Venusinn, en það er um 39. aldurár þitt. Þegar þú ert 32 ára eða þar um bil verður Sólin í all hagstæðri afstöðu við hina rísandi gráðu á fæðingarstundu þinni, miðað við að sá tími hafi verið réttur, sem þú gafst upp í bréfi þínu. Þessi afstaða bendir til þess að þér bjóðist sérstaklega hagstæð tækifæri til að framfylgja persónulegum áhuga- málum þínum. Það mun einnig verða tekið meira eftir því, sem þú hefur um hlutina að segja og álits þín er frekar leitað. Um svipað leyti eru einnig tals- vert góðar horfur á ferðalagi til út- landa, sem verður farið í sem skemmti- ferð. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.