Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1963, Síða 11

Fálkinn - 10.07.1963, Síða 11
Hér birtist síðari Kluti Clöru Schumann. Þegar Schumann, er orðinn smnisveikur, gerir annað tónskáld, hannes Brahm, allt sem hann getur til að vinna Clara var heimsfrægur píanóleikari, en hafði fyrir um að sjá. Hver örlög hennar urðu lesið þér í hinnar athyglisverðu greinar eiginmaður hennar, tónskáldið •ewn-'SESat*?' í tuttugu ár lifði hann hinu sorglega lífi eiturlyfjaneytand- ans, og fannst látinn morgun einn. Eugenie, sem fæddist árið 1849, náði að verða fjölhæfur píanóleikari og nafn hennar var frægt um gervalla Evrópu, en yngsta syninum, Felix, sem sá dagsins ljós 1854, fylgdi enn aðeins sjúkleiki og sorg. Hann fæddist með berkla og var öll sín 24 aldursár líkastur afturgöngu í útliti, mestan timann rúmfastur á sjúkrahúsum og heilsuhælum. Auðmýking Schumanns. Þessi börn, sem fæddust svona ört og kröfðust fórnar og hjálpar móðurinnar, hefðu auðveldlega getað komið margri annarri móður í gröfina löngu fyrir tímann, en Clara Schu- mann þroskaðist og styrktist. Hún lærði að gleðjast yfir hverju lítilræði og að láta sorgina aldrei sigra. Þegar allt virtist vonlaust, átti hún tónlistina til að leita gleymsku, styrks og innblásturs í, og milli meðgöngutímanna fór hún í hljómleikaferðir og naut fagnaðarláta áheyrenda og allrar þeirrar aðdáunar, sem hvarvetna blasti við henni. Þegar Robert gafst tækifæri til, fór hann með konu sinni og naut lofsins, sem henni hlotnaðist, en allt of oft varð hann fyrir því, að einhver varpaði fram setningunni: „Þér eruð ef til vill eiginmaður frú Schumanns? Segið mér, eruð þér lika músíkalskur?“ Orðstír hans sem tónskálds hafði ekki breiðzt eins ört út og hennar, og það kvaldi viðkvæma sál hans að standa í skugganum. Ef til vill studdu slíkir atburðir að þeim sálarkvölum, sem brátt komu í ljós, og ekki batnaði það, þegar embætti, sem hann hafði álitið víst að sér yrði boðið, var veitt öðrum. Þegar sá mikli Felix Mendelssohn dró sig í hlé sem stjórnandi Gewandhaus-hljóm- Jeikanna, var embættið boðið 27 ára gömlum Dana, Niels W. Gade. Það fyrirgaf Schumann Gade aldrei. 1 staðinn varð hann stjórnandi sinfóníuhljómsveitarinnar í Dússeldorf, og fjölskyldan settist þá að í þeirri fögru borg og bjó sig undir að verða þar. Þegar hann stjórnaði, sat Clara Schumann meðal áheyrenda og myndaði sér sínar eigin skoðanir á málunum. Hún hataði Richard Wagner og tónlist hans, og hún var fjarri því ein um það. „Hann er leikari, ekki tónlistarmaður,“ hrópaði hún að „Lohengrin" lokinni, og þegar „Tannháuser" var hrópuð niður í Parísar- óperunni, sagði hún: „Húrra fyrir þessum Frökkum, þeir vilja ekki vita af þessum háværa vindbelg.“ „Tristan og Is- olde“ kallaði hún „það viðbjóðslegasta. sem ég hef nokkurn tíma heyrt og séð Á hinn bóginn elskaði hún alla tónlist, sem Robert hennar samdi, og það urðu mörg verk. Þegar þunglyndið hélt honum ekki í greipum sér, samdi hann næstum því eins og berserkur. Allt var tileinkað henni, einkum hinn ódauðlegi píanókonsert í a-moll óp. 54, sem enginn gat túlkað af sömu innlifun og fegurð og hún, og það var alveg. óskiljanlegt, hve óperum hans var fálega tekið á þeim timum. Að þessu leyti var hún of einhliða. Óperur Schumanns hafa aldrei náð neinni verulegri útbreiðslu. — Þú gœtir verið sonur minn! Dág nokkurn árið 1854 heimsótti þau í Dússeldorf ljós-,’ hærður, grannur, ungur tónlistarnemandi með sítt, þykkt hár og brénnandi, blágrá augu — Joliannes Brahins, veik- byggður • að sjáj' én gæddur frábærum hæfileikum. . Vildi Schumann heýra nokkur af verkum hans? Ungi maðurinn var ekki einungis ljómandi píanóleikari, heldur og færasta tónskáld, og Schumann skrifaði útgef- anda sínum: „Gefið út allt, sem þessi ungi maður hefur samið . . . . “ 'Það tókst vinátta með Schumann og Brahms, sém voru á líkum aldri, en milli Brahms og Clöru, sem var 14. árum eldri en hann, myndaðist samband allt annars eðlis, sem erfiðara er að skýra og skiljá. Hún var þrjátíu og fjögurra árá, sjúkdómur mannsins ágerðist, börnin gerðu hana að-heimilisþræl, Hún þarfnað- ist aðdáunar karlmanns, uppörvunar og stuðnings. Eftir því sem veikindi Schumanns urðu alvarlegri, gerði Brahms-sér ljósara, að hún þarfnaðist hans >í vaxandi mæli, en hann misskildi áreiðanlega afstöðu hennar gagnvart honum. Það er. sennilegast næst sannleikanum að fhllýrða, að í'mörg ár leit hún nánast á' hánn ’sem kæran sön,' méðan hanh til- bað liana og elskaði áf öllu hjarta. Svö "léhii sem'Sch’úmann lifði, var ekki rúm fyrir neina aðra holdlega ást en hans í hjarta hennar, en að honum látnum fannst henni það ótryggð við minningu hans að gefa sig á vald öðrum manni. Hefði hún aðeins rétt út annan handlegginn til Brahms, myndi hann þakklátur hafa faðmað hana báðum örmum, en sannleikurinn er áreiðanlega sá, að hún viðurkenndi strax með auga konunnar fyrir bláköldum veruleikanum, að sam- band þeirra með 14 ára aldursmun á „vitlausa11 hlið væri vonlaust,. „Þú gætir verið sonur minn,“ sagði hún í gamni og alvöru. „Þau eru eins og móðir og sonur,“ sagði fólk. „Þú ættir heldur að kvænast einhverri dóttur minni,“ lagði hún til málanna, líkt og hún hafði oft bent á hina og þessa Framh. á bls. 32. FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.