Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1963, Side 14

Fálkinn - 10.07.1963, Side 14
FALKINN bregður sér í eina ferð með sandeSæSu- skijimu Sandey Við þuríum mikinn sand i alla þá steinsteypu, sem notuð er til mann- virkjagerð á íslandi í dag. Fyrst þurf- um við skeljasand til að framleiða sem- entið og síðan þurfum við meiri sand til að blanda við sementið, þegar steypt er. Lengi vel var sementið innflutt, en svo kom þar, að við byggðum okkar eigin sementsverksmiðju. Til þess að geta framleitt sement, þarf sem áður segir skeljasand, og hann finnst nægur úti í Faxaflóa. Þá var fengið hingað danskt sanddæluskip, Sansu, til að dæla honum upp og landsetja á Akranesi, þar sem verksmiðjan var staðsett. Sandur til að blanda sementið var sem áður sóttur í nærliggjandi holt og hæðir. Til er saga af fjalli, sem eitt sinn stóð suður á Reykjanesi og hét Stapafell, og má enn sjá fell þetta á landabréfum. En svo var það einu sinni að menn tóku sig til og rifu fjallið og notuðu í undirstöðu undir flugbrautir eða þéir möluðu það í fíngerðan sand og blönd- uðu saman við steinsteypu. Og kanhski hefði það orðið þróunin, að öll fjöll á íslandi hefðu eyðzt og eftir staðið ótölu- legur fjöldi steinhúsa. Nú heíur hlutafélagið Björgun keypt hingað sanddæluskip, sem ber nafnið Sandey, og gegnir það tvíþættu hlut- verki. í fyr.sta lagi dælir það upp skelja- sandi fyrir Sementsverksmiðjuna og í öðru lagi sandi, sem notaður er saman við steypu, þegar byggt er úr henni. Þennan síðarnefnda sand hefur skipið landsett í Vatnagörðum, þangað sem hann er svo sóttur og honum ekið víða um Suðurnes. Það hefði einhvern tíma þótt undarleg sjósókn, að gera út skip til að sækja sand úr sæ. Þessi ferðasaga, sem hér fer á eítir, gæti verið mjög stutt. Hún gæti verið eitthvað á þessa leið: „Fórum með Sand- ey upp í Hvalfjörð að sækja sand, í blíð- skaparveðri. Þegar komið var upp í Hvalfjörð, var rör sett útbyrðis, sem náði alla leið til botns, og upp í gegn- um það var síðan dælt sjó og sandi. Sjórinn rann aftur útbyrðis, en eftir sat sandurinn, og þegar skipið var orðið fullt, var haldið aftur til Reykjavíkur. Engin slys urðu á mönnum.“ Við skulum heldur byrja ferðasög- una þar sem við stöndum tveir saman í fjörunni í Vatnagörðúm og spyrjum snaggaralegan mann í bláum vinnuföfc- FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.