Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1963, Page 16

Fálkinn - 10.07.1963, Page 16
SANDUk !'S SÆ tók á móti okkur, var skipshundurinn . Puti, sem flagraði upp um okkur og virtist kunna komu okkar vel. Svo voru ' landfestar leystar og skipið lagði frá. Aftur í brú tók skipstjórinn Hreinn Hreinsson, á móti okkur. — Þið eruð eins og við, sagði hann brosandi, að ná í efni, þótt ólíkt sé. En þið eruð aðeins að einu leyti ó- heppnir, því áðan var rigning inni í Hvalfirði. — Hvað stendur túrinn lengi? — Ætli við verðum nema svona fimm, sex tíma. Það fer eftir því hvern- ig gengur að dæla. Ef ekki kemur steinn í leiðsluna, þá tekur þetta ekki nema hálftíma. En núna er bezt fyrir ykkur að fara niður og borða. Það er sagt, að til sjós sé maður fljót- ur að kynnast, og meðan við gerðum ýsunni hin beztu skil, fræddumst við af Jóni Finns Jónssyni um eitt og ann- að í sambandi við skipið og áhöfnina. Á Sandey er fjórtán manna áhöfn og tvískiptar sex tíma vaktir. Þegar skipið er í þessum flutningum, er unnið stanzlaust frá klukkan átta á mánu- dagsmorgni til klukkan sex á laugar- dögum. Skipsmenn eiga því helgina fría. Skipshundurinn Puti er af skozku kyni, og er um það bil að verða eins árs. Hann á kærustu í flotanum, sem Steinunn Sigurjónsdóttir er kokkur um borð og kann prýðilega við skipshöfn- ina (fyrsta mynd að ofan). Bjarni Jónsson vélstjóri stendur hér fram í stafni við dæluna (önnur mynd að ofan). Og að neðan sjáum við Ioks skipshund- inn Puta, þar sem hann stendur ó brúarvæng og fylgist með störfum manna. (Myndirnar tók MYNDIÐN). 9

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.